Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Konunum af Laugalandi ekki svarað

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafa ít­rek­að síð­ustu mán­uði spurst fyr­ir um hvað líði nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar á því hvort þar hafi þær ver­ið beitt­ar of­beldi. Fyr­ir­spurn­um þeirra hef­ur ekki ver­ið svar­að frá því í vor. Stefnt er að því að gefa út grein­ar­gerð um rann­sókn­ina um miðj­an sept­em­ber.

Konunum af Laugalandi ekki svarað
Skil í september Til stendur að skila skýrslu um hvort stúlkur hafi verið beittar harðræði og ofbeld þegar þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, um miðjan september. Mynd: Auðunn Níelsson

Hópur kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Varpholti, síðar Laugalandi, hafa ítrekað og svo mánuðum skiptir gert tilraunir til að grennslast fyrir um hvað líði birtingu á niðurstöðum rannsóknar á starfsemi meðferðarheimilisins. Þær tilraunir hafa reynst árangurslausar með öllu. Tölvupóstum hefur ekki verið svarað og konunum hefur ekki auðnast að ná símasambandi við þá sem bera ábyrgð á rannsókninni. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, sem er ábyrg fyrir rannsókninni, birti hins vegar síðastliðinn mánudag frétt á heimasíðu sinni þar sem tilkynnt er að skýrsla um rannsóknina verði gefin út um miðjan septembermánuð.

Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins í Eyjafirði hófst snemma árs á síðasta ári eftir að Stundin hóf umfjöllun um að stúlkur sem vistaðar voru þar hefðu verið beittar ofbeldi, andlegu og líkamlegu, af hálfu forstöðumanns heimilisins, Ingjalds Arnórssonar. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra fól Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) að kanna hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu á árabilinu 1997 til 2007 hefðu sætt þar illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi.

Samkvæmt verkáætlun átti að skila skýrslunni um síðustu áramót en ekki varð af því. Þá var tilkynnt að verklok og skýrsluskil yrðu í mars og svo aftur í ágúst. Rannsóknarnefndin sem vann skýrsluna skilaði henni af sér um mánaðamótin maí-júní. Síðan hefur hún verið meðferðar hjá GEV og hefur enn ekki verið kynnt eða birt.

Stofnuninni svarafátt

Sem fyrr segir birtist frétt á vef GEV síðastliðinn mánudag þess efnis að skýrslan yrði loks birt miðjan næsta mánuð. Konur sem hafa staðið í fararbroddi þeirra sem vistaðar voru á eru hins vegar mjög óánægðar með samskipti sín við stofnunina, eða öllu heldur samskiptaleysi. Meðal annars vekur það athygli þeirra, og vonbrigði, að þeim hafi ekki verið tilkynnt um að fyrir dyrum stæðu skil á skýrslunni heldur hafi þær þurft að leita það uppi á vef stofnunarinnar. Það hafi þær þurft að gera þrátt fyrir að hafa ítrekað um langt skeið óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins.

„Ég hef ekki einu sinni fengið svar um að pósturinn sé móttekinn.“
Brynja Skúladóttir
Engin svör fengiðBrynja segir að hún hafi engin svör fengið frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála svo mánuðum skiptir.

Þannig barst Brynju Skúladóttur síðast svar frá GEV í tölvupósti í júní síðastliðnum, þegar hún grennslaðist fyrir um stöðu málsins. Síðan þá hefur hún sent bæði tölvupósta og hringt til stofnunarinnar án þess að hafa verið svarað. Hið sama má segja um Gígju Skúladóttur, systur Brynju, sem hefur bæði sent stofnuninni tölvupósta og í það minnsta í þrígang á síðustu mánuðum hringt og beðið um að hringt yrði í sig til baka. Kolbrún Þorsteinsdóttir segist ekki heldur hafa fengið svar við tölvupósti sem hún sendi á stofnunina. „Ég hef ekki einu sinni fengið svar um að pósturinn sé móttekinn. Þetta er búið að ganga svona frá því í maímánuði,“ segir Brynja í samtali við Stundina.  

Stundin sendi í síðustu viku fyrirspurn til GEV þar sem farið var fram á upplýsingar um hvað liði birtingu niðurstaða rannsóknarinnar, hverjar væru skýringar þess að niðurstaðan hefði ekki enn verið gerð opinber og hvort til stæði að kynna umræddar niðurstöður fyrir aðilum málsins, auk annars. Við þeim spurningum fengust ekki svör.

Í fréttatilkynningunni sem birt var á heimasíðu GEV mánudaginn 29. ágúst segir:

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) mun um miðjan september n.k. gefa út greinargerð um könnun stofunarinnar á meðferðarheimilinu á Varpholti og Laugalandi árin 1997-2007. Um er að ræða viðamikið og viðkvæmt verkefni sem unnið hefur verið af 4 manna nefnd sérfæðinga á fagsviðinu. Vinna nefndarinnar hefur verið stöðug og markviss og er greinagerðin nú í lokavinnslu hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Hjá stofnuninni er lögð áhersla á að birta skýrsluna í heild sinni, að undanskildum persónugreinanlegum upplýsingum og viðkvæmum upplýsingum er varða einkahagsmuni.  Í heildina er skýrslan ríflega 200 blaðsíður.

Tilefni greinargerðarinnar er að þáverandi félags- og barnamálaráðherra fól þáverandi Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) „að kanna hvort og þá í hvaða mæli börn, sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi á árunum 1997 til 2007, hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan á dvöl þeirra stóð“. Tilefni beiðninnar eru ásakanir kvenna, sem vistaðar voru af hálfu barnaverndaryfirvalda í lengri eða skemmri tíma á meðferðarheimilinu á tilgreindu tímabili, af þessu tagi og beinast þær sérstaklega að rekstraraðilum heimilisins.

Skýrslan mun birtast opinberlega á heimasíðu GEV samhliða afhendingu til barna- og menntamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Á nær hverjum einasta degi birtast fréttir í þessum dúr.

    Auðvitað er verið að svæfa málið, tefja og þumbast .. seinkanirnar eiga sér öngvar raunverulegar ástæður aðrar.

    Og það kristallast í niðurlagi greinar hjá Kjarnanum í dag.

    "Ég upp­lifði að þeim kæmi ekk­ert við að á mér væri brot­ið. Þeir eru ekki að vernda mig. Þeir eru bara að rann­saka það sem þeir vilja.“

    Eftirlitslaust og ábyrgðarlaust fær kerfið alltaf að skjóta sér undan ábyrgð með þögn, seinagang og yfirlýsingum um peninga og mannaskort... en í raun þá er þetta bara vanhæfni.. launaáskrift möppudýra og "ég get ég geri" viðhorfið. Staðreyndin er að þessi rannsók líkt og Samherjamálið ( og fjöldi annarra) væri fullupplýst og langt komið í meðferð dómsstóla ef menn vildu taka á þeim.. ef möppudýr, saksóknarar og fulltrúar létu vönduð vinnubrögð, ábyrgð og lögin gilda og reyna á þau... þess í stað eru þetta handhófskenndar, góða tilfinningin í maganum og skorur í skeftið hjá opinberum aðilum sem aldrei þurfa að sæta ábyrgð. Samtrygging, meðvirkni og þöggun.

    Sterkasta myndbirtingin er yfirleitt í málum sem snerta einkalíf manna og fjármálabrotum... þar sem hlutir eru ekki einu sinni rannsakaðir ... sjálfskipaðir snillingarnir finna á sér með guðlegum skilningi sínum að málin er ekki brot ( án þess einu sinni að afla frumgagna". Gögn eru hunsuð, túlkuð og aðlöguð að "réttri" niðurstöðu. Fjölmiðlamennirnir fjórir hafa núna fengið nasasjón að þeirri aðferðarfræði.

    almennt dæmi um fúskið ;

    Innbrot í bílskúr á merktum lánsbíl með einn tölvulykil á bílinn ...á miðjum jóladag í vitna viðurvist ( 12 vitni horfðu á og skiftu sér af ) ... og 8 mánuðum seinna er málið fellt niður vegna skorts á sönnunum.... ekkert nýtt þar í fúskinu. Nema hvað fulltrúanum vafðist tunga um tönn þegar hann var spurður hvernig hann gat boðað annan þjófinn í yfirheyrslu ef þessar upplýsingar gátu ekki staðfært hann á þeim tíma á þeim stað ? Hvernig vissu þeir hvern átti að boða, á hvað bíll og hver var á honum .... ef framburður þjófsins var réttur... að hann hefði ekki verið þarna á þessum stað á þessum tíma á þessum bíl ? Vitsmunir saksóknara og fulltrúa og kerfismöppudýra eru greinilega ekki yfir frostmarki. Og auðvitað var ekkert talað við vitnin.

    Vandamálin eru ekki brotamennirnir og brotin .. heldur framkvæmdarvaldið.

    Einungis 70 % sigurhlutfall í málum sem þú mátt velja þér er auðvitað hörmulegur árangur og segir okkur að 30 % mála sem er hafnað og hunsuð myndu líklega vinnast fyrir dómi. Ljóst að handbendi framkvæmdarvaldsins hefur lítinn áhuga á að kynna sér hvaða viðhorf dómara hafa til lagabrota. Meðvirkni og samtrygging í sinni tærustu mynd og alltaf hægt að grípa til peningarskorts eða mannaskorts eftiráskýringa... en sannleikurinn er auðvitað bara íslensk vanhæfni og spilling.

    Varðandi fjármálabrot og sér í lagi þau sem snerta "aflandseyjar" eru mál svo hrikalega illa unnin og hunsuð að menn viðurkenna það ekki fyrr en þeir eru lamdir í hausinn með staðreyndum. Og jafnvel ekki þá.

    Það sem vekur ávallt furðu er hvað hinn almenni lögreglumaður og starfsmenn kerfisins ná að hjálpa samborgurum sínum og vera til staðar fyrir samborgarana þrátt fyrir þessa yfirmenn og fulltrúa og þetta kerfi framkvæmdarvaldsins ( sem gegnsýrir kerfið ).. þeir og fórnarlömb brotanna eiga alla mína samúð.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Allir þurfa að muna eina sem íslenskir pólitíkusar hafa hugsað er að hækka launin sín ! Allt annað er þeim sama um ! Ríkisstjórn VG liða í boði sjálfstæðisflokksins segir okkur að ,, halda kjafti", vegna þess að þeim er alveg sama um okkur hin !

    Þannig er það !
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslensk stjórnsýsla er í molum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár