Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Konunum af Laugalandi ekki svarað

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafa ít­rek­að síð­ustu mán­uði spurst fyr­ir um hvað líði nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar á því hvort þar hafi þær ver­ið beitt­ar of­beldi. Fyr­ir­spurn­um þeirra hef­ur ekki ver­ið svar­að frá því í vor. Stefnt er að því að gefa út grein­ar­gerð um rann­sókn­ina um miðj­an sept­em­ber.

Konunum af Laugalandi ekki svarað
Skil í september Til stendur að skila skýrslu um hvort stúlkur hafi verið beittar harðræði og ofbeld þegar þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, um miðjan september. Mynd: Auðunn Níelsson

Hópur kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Varpholti, síðar Laugalandi, hafa ítrekað og svo mánuðum skiptir gert tilraunir til að grennslast fyrir um hvað líði birtingu á niðurstöðum rannsóknar á starfsemi meðferðarheimilisins. Þær tilraunir hafa reynst árangurslausar með öllu. Tölvupóstum hefur ekki verið svarað og konunum hefur ekki auðnast að ná símasambandi við þá sem bera ábyrgð á rannsókninni. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, sem er ábyrg fyrir rannsókninni, birti hins vegar síðastliðinn mánudag frétt á heimasíðu sinni þar sem tilkynnt er að skýrsla um rannsóknina verði gefin út um miðjan septembermánuð.

Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins í Eyjafirði hófst snemma árs á síðasta ári eftir að Stundin hóf umfjöllun um að stúlkur sem vistaðar voru þar hefðu verið beittar ofbeldi, andlegu og líkamlegu, af hálfu forstöðumanns heimilisins, Ingjalds Arnórssonar. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra fól Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) að kanna hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu á árabilinu 1997 til 2007 hefðu sætt þar illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi.

Samkvæmt verkáætlun átti að skila skýrslunni um síðustu áramót en ekki varð af því. Þá var tilkynnt að verklok og skýrsluskil yrðu í mars og svo aftur í ágúst. Rannsóknarnefndin sem vann skýrsluna skilaði henni af sér um mánaðamótin maí-júní. Síðan hefur hún verið meðferðar hjá GEV og hefur enn ekki verið kynnt eða birt.

Stofnuninni svarafátt

Sem fyrr segir birtist frétt á vef GEV síðastliðinn mánudag þess efnis að skýrslan yrði loks birt miðjan næsta mánuð. Konur sem hafa staðið í fararbroddi þeirra sem vistaðar voru á eru hins vegar mjög óánægðar með samskipti sín við stofnunina, eða öllu heldur samskiptaleysi. Meðal annars vekur það athygli þeirra, og vonbrigði, að þeim hafi ekki verið tilkynnt um að fyrir dyrum stæðu skil á skýrslunni heldur hafi þær þurft að leita það uppi á vef stofnunarinnar. Það hafi þær þurft að gera þrátt fyrir að hafa ítrekað um langt skeið óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins.

„Ég hef ekki einu sinni fengið svar um að pósturinn sé móttekinn.“
Brynja Skúladóttir
Engin svör fengiðBrynja segir að hún hafi engin svör fengið frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála svo mánuðum skiptir.

Þannig barst Brynju Skúladóttur síðast svar frá GEV í tölvupósti í júní síðastliðnum, þegar hún grennslaðist fyrir um stöðu málsins. Síðan þá hefur hún sent bæði tölvupósta og hringt til stofnunarinnar án þess að hafa verið svarað. Hið sama má segja um Gígju Skúladóttur, systur Brynju, sem hefur bæði sent stofnuninni tölvupósta og í það minnsta í þrígang á síðustu mánuðum hringt og beðið um að hringt yrði í sig til baka. Kolbrún Þorsteinsdóttir segist ekki heldur hafa fengið svar við tölvupósti sem hún sendi á stofnunina. „Ég hef ekki einu sinni fengið svar um að pósturinn sé móttekinn. Þetta er búið að ganga svona frá því í maímánuði,“ segir Brynja í samtali við Stundina.  

Stundin sendi í síðustu viku fyrirspurn til GEV þar sem farið var fram á upplýsingar um hvað liði birtingu niðurstaða rannsóknarinnar, hverjar væru skýringar þess að niðurstaðan hefði ekki enn verið gerð opinber og hvort til stæði að kynna umræddar niðurstöður fyrir aðilum málsins, auk annars. Við þeim spurningum fengust ekki svör.

Í fréttatilkynningunni sem birt var á heimasíðu GEV mánudaginn 29. ágúst segir:

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) mun um miðjan september n.k. gefa út greinargerð um könnun stofunarinnar á meðferðarheimilinu á Varpholti og Laugalandi árin 1997-2007. Um er að ræða viðamikið og viðkvæmt verkefni sem unnið hefur verið af 4 manna nefnd sérfæðinga á fagsviðinu. Vinna nefndarinnar hefur verið stöðug og markviss og er greinagerðin nú í lokavinnslu hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Hjá stofnuninni er lögð áhersla á að birta skýrsluna í heild sinni, að undanskildum persónugreinanlegum upplýsingum og viðkvæmum upplýsingum er varða einkahagsmuni.  Í heildina er skýrslan ríflega 200 blaðsíður.

Tilefni greinargerðarinnar er að þáverandi félags- og barnamálaráðherra fól þáverandi Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) „að kanna hvort og þá í hvaða mæli börn, sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi á árunum 1997 til 2007, hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan á dvöl þeirra stóð“. Tilefni beiðninnar eru ásakanir kvenna, sem vistaðar voru af hálfu barnaverndaryfirvalda í lengri eða skemmri tíma á meðferðarheimilinu á tilgreindu tímabili, af þessu tagi og beinast þær sérstaklega að rekstraraðilum heimilisins.

Skýrslan mun birtast opinberlega á heimasíðu GEV samhliða afhendingu til barna- og menntamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Á nær hverjum einasta degi birtast fréttir í þessum dúr.

    Auðvitað er verið að svæfa málið, tefja og þumbast .. seinkanirnar eiga sér öngvar raunverulegar ástæður aðrar.

    Og það kristallast í niðurlagi greinar hjá Kjarnanum í dag.

    "Ég upp­lifði að þeim kæmi ekk­ert við að á mér væri brot­ið. Þeir eru ekki að vernda mig. Þeir eru bara að rann­saka það sem þeir vilja.“

    Eftirlitslaust og ábyrgðarlaust fær kerfið alltaf að skjóta sér undan ábyrgð með þögn, seinagang og yfirlýsingum um peninga og mannaskort... en í raun þá er þetta bara vanhæfni.. launaáskrift möppudýra og "ég get ég geri" viðhorfið. Staðreyndin er að þessi rannsók líkt og Samherjamálið ( og fjöldi annarra) væri fullupplýst og langt komið í meðferð dómsstóla ef menn vildu taka á þeim.. ef möppudýr, saksóknarar og fulltrúar létu vönduð vinnubrögð, ábyrgð og lögin gilda og reyna á þau... þess í stað eru þetta handhófskenndar, góða tilfinningin í maganum og skorur í skeftið hjá opinberum aðilum sem aldrei þurfa að sæta ábyrgð. Samtrygging, meðvirkni og þöggun.

    Sterkasta myndbirtingin er yfirleitt í málum sem snerta einkalíf manna og fjármálabrotum... þar sem hlutir eru ekki einu sinni rannsakaðir ... sjálfskipaðir snillingarnir finna á sér með guðlegum skilningi sínum að málin er ekki brot ( án þess einu sinni að afla frumgagna". Gögn eru hunsuð, túlkuð og aðlöguð að "réttri" niðurstöðu. Fjölmiðlamennirnir fjórir hafa núna fengið nasasjón að þeirri aðferðarfræði.

    almennt dæmi um fúskið ;

    Innbrot í bílskúr á merktum lánsbíl með einn tölvulykil á bílinn ...á miðjum jóladag í vitna viðurvist ( 12 vitni horfðu á og skiftu sér af ) ... og 8 mánuðum seinna er málið fellt niður vegna skorts á sönnunum.... ekkert nýtt þar í fúskinu. Nema hvað fulltrúanum vafðist tunga um tönn þegar hann var spurður hvernig hann gat boðað annan þjófinn í yfirheyrslu ef þessar upplýsingar gátu ekki staðfært hann á þeim tíma á þeim stað ? Hvernig vissu þeir hvern átti að boða, á hvað bíll og hver var á honum .... ef framburður þjófsins var réttur... að hann hefði ekki verið þarna á þessum stað á þessum tíma á þessum bíl ? Vitsmunir saksóknara og fulltrúa og kerfismöppudýra eru greinilega ekki yfir frostmarki. Og auðvitað var ekkert talað við vitnin.

    Vandamálin eru ekki brotamennirnir og brotin .. heldur framkvæmdarvaldið.

    Einungis 70 % sigurhlutfall í málum sem þú mátt velja þér er auðvitað hörmulegur árangur og segir okkur að 30 % mála sem er hafnað og hunsuð myndu líklega vinnast fyrir dómi. Ljóst að handbendi framkvæmdarvaldsins hefur lítinn áhuga á að kynna sér hvaða viðhorf dómara hafa til lagabrota. Meðvirkni og samtrygging í sinni tærustu mynd og alltaf hægt að grípa til peningarskorts eða mannaskorts eftiráskýringa... en sannleikurinn er auðvitað bara íslensk vanhæfni og spilling.

    Varðandi fjármálabrot og sér í lagi þau sem snerta "aflandseyjar" eru mál svo hrikalega illa unnin og hunsuð að menn viðurkenna það ekki fyrr en þeir eru lamdir í hausinn með staðreyndum. Og jafnvel ekki þá.

    Það sem vekur ávallt furðu er hvað hinn almenni lögreglumaður og starfsmenn kerfisins ná að hjálpa samborgurum sínum og vera til staðar fyrir samborgarana þrátt fyrir þessa yfirmenn og fulltrúa og þetta kerfi framkvæmdarvaldsins ( sem gegnsýrir kerfið ).. þeir og fórnarlömb brotanna eiga alla mína samúð.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Allir þurfa að muna eina sem íslenskir pólitíkusar hafa hugsað er að hækka launin sín ! Allt annað er þeim sama um ! Ríkisstjórn VG liða í boði sjálfstæðisflokksins segir okkur að ,, halda kjafti", vegna þess að þeim er alveg sama um okkur hin !

    Þannig er það !
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslensk stjórnsýsla er í molum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár