Fyrri aukaspurning:
Konan sem sést á myndinni hér að ofan ásamt kærasta sínum, hún fæddist 1. október 1910 og hefði því orðið 122 ára í dag ef hún hefði ekki dáið 23 ára gömul. Hvað hét hún? — og skírnarnafnið dugar.
***
Aðalspurningar:
1. Hvað nefndist fyrirtækið sem var miðpunkturinn í viðskiptaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þegar völlur hans var sem mestur?
2. Tiltekin ætt í dýraríkinu nefnist Macrouridae á latínu en langhalar á íslensku. Hvernig dýr eru langhalar?
3. Veröld er það kallað, hús eitt á Melunum í Reykjavík, nálægt bæði Hótel Sögu og Háskólanum. En Veröld nefnist líka Hús ... ja, hús hvers eða hverrar?
4. Á hvaða landi lendir maður ef farið er beint í norður frá Grímsey?
5. Frá hvaða landi er Formula 1 kappaksturshetjan Michael Schumacher?
6. Hversu margir Formula 1 kappakstrar eru haldnir á þessu ári, 2022? Hér má muna fjórum til eða frá.
7. Ökumenn frá hvaða Norðurlandi hafa verið tíðari gestir á verðlaunapalli í Formula 1 kappakstri en íbúar allra hinna þjóðanna samanlagt?
8. Árið 1994 fengu þrír karlar friðarverðlaun Nóbels. Það voru Ísraelsmennirnir Shimon Peres og Yitzak Rabin og svo ... hver?
9. Í hvaða styrjöld var barist mánuðum saman — og með miklu mannfalli — um heldur hrjóstrugan skaga sem nefnist nú eins og þá Gallipoli á Tyrklandi?
10. Undir forystu Andreas Augusts von Kohl, sem oft var nefndur kafteinn Kohl, var starfrækt eins konar herfylking á tilteknum stað á Íslandi 1856-1869. Herfylkingin varð kröftug í félagsstarfi fólks á staðnum og hátíðir hennar urðu afdrifaríkar og má með vissum hætti segja að þær séu enn við lýði. Hvar starfaði kafteinn Kohl?
***
Seinni aukaspurning:
Rétt eins og konan á efri myndinni, þá á karlinn á myndinni hér að neðan afmæli í dag. Ólíkt henni er hann enn á lífi og heldur upp á 98 ára afmælið sitt. Hann var um tíma valdamaður mikill. Hvað heitir hann?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Baugur.
2. Fiskar.
3. Vigdísar (Finnbogadóttur).
4. Grænlandi.
5. Þýskalandi.
6. Keppnirnir í ár eru 22 svo rétt er allt frá 18 til 26.
7. Finnlands.
8. Yasser Arafat.
9. Fyrri heimsstyrjöldinni.
10. Í Vestmannaeyjum.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er bófastúlkan Bonnie Parker ásamt kærasta sínum Clyde Barrow.
Á neðri myndinni er Jimmy Carter fyrrum Bandaríkjaforseti ásamt konu sinni Rosalynn.
Athugasemdir (1)