„Enn sem komið er: Já. Fólk virðist líka í auknum mæli vera að draga úr neyslu, miðað við nýlegan samdrátt á varanlegum neysluvörum: Fólk er að velja að forgangsraða í átt að því að eiga þak yfir höfuðið frekar en að kaupa nýja þvottavél,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur þegar hann er spurður að því hvort tölur um samsetningu húsnæðislána íslensku þjóðarinnar séu ekki jákvæðar þar sem svo margir velji enn að vera með óverðtryggð lán þrátt fyrir endurteknar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands. Að mati Ólafs dregur aukin notkun á verðtryggðum lánum úr því að vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands virki á samfélagið þar sem aukning verðtryggðra lána auki frekar þörfina á frekari vaxtahækkunum.
Vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands, og í kjölfarið vaxtahækkanir lánafyrirtækja á húsnæðislánum, eru búnar að vera mikið í umræðunni og eru byrjaðar að valda almenningi áhyggjum eins og kemur fram …
Ef ég þarf að taka lán ætla ég að reyna að fá það með verðtr. og lágum vöxtum.