Ríkisstofnunin Matvælastofnun hefur staðfest að rannsókn er hafin á uppruna laxa sem veiddust í Mjólká í Arnarfirði í sumar. Um er að ræða tólf laxa sem starfsmenn Mjólkárvirkjunar veiddu í sumar.
Samkvæmt Steinari Jónassyni, stöðvarstjóra virkjunarinnar, litu nokkrir þessara út eins og eldislaxar. Stundin greindi frá málinu á föstudaginn en þá lá staðfesting MAST á rannsókninni á uppruna laxanna ekki fyrir. „Við vitum ekki af hverju það er svona mikill fiskur í ánni. Okkur sýndist nú að minnsta kosti fjórir eða fimm hafi verið eldislaxar. Hann sagði: Þetta er eldi, þetta er eldi, þetta er eldi en svo á eftir að staðfesta það. Það væri ekki að veiðast svona mikið í ánni nema fyrir eldisfiskinn. Við vitum ekki hvaðan hann kemur,“ sagði stöðvarstjórinn Steinar við Stundina í síðustu viku.
„Þetta er eldi, þetta er …
(Markaðsverð 10.000 tonna eldisleyfa í Arnarfirði samkvæmt síðustu viðskiptum innanlands nemur 25 milljörðum).
Náttúruskaðinn verður aldrei bættur og þessi frétt er aðeins byrjunin á eyðingu villtra laxfiska í öllum ám landsins. Til viðbótar losar eldi 10.000 tonna
ársframleiðslu í Arnarfirði úrgang saurs og fóðurleifa sem svarar skolpfrárennsli frá 160.000 manna byggð.
Er þetta tilvinnandi fyrir atvinnu nokkurra skattlausra erlendra farandverkamanna, sem ráðnir eru á lágmarkstaxta í gegnum vinnumiðlun í Reykjavík og fyrir hagsmuni hluthafa, sem eru farnir að selja ókeypis eldisleyfin með ofsagróða?
Varðandi greiningu á meintum eldislöxum, þá tekur aðeins nokkrar mínútur að greina hreistursýni í smásjá til að fá staðfest hvort um er að ræða eldislax eða villtan lax. Hvað dvelur Gísla og co. hjá MAST að framkvæma þetta og upplýsa? Það er í sjálfu sér nauðsynlegt rannsóknarefni.
Flókin erfðagreining er ágæt til viðbótar, en það er síðari áfangi.