Fyrri aukaspurning:
Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan? Svarið þarf að vera nákvæmt.
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða borg ráku Björgólfsfeðgar eitt sinn bjórverksmiðju við þriðja mann?
2. Björgólfur Guðmundsson átti svo um tíma fótboltafélag á Englandi. Hvaða félag?
3. Koh-i-Noor er afar dýrmætur hlutur, þótt erfitt sé að átta sig á hve dýrmætur. Hvers konar hlutur er Koh-i-Noor?
4. Hvaða borg í Þýskalandi varð fyrir gríðarlegu tjóni í loftárásum dagana 13.-15. febrúar 1945?
5. Hvaða stórhýsi í miðbæ Reykjavíkur lét Jóhannes Jósefsson reisa og var tekið í notkun 1930?
6. Hvar á landinu (nokkuð nákvæmlega) er Djúpavík?
7. Hvernig fá fuglsunglar í eggi súrefni? Er það gegnum örlítil göt í eggjaskurninni, — eða eru nægar súrefnisbirgðir í egginu frá upphafi, — eða þurfa þeir ekki súrefni meðan á vist þeirra í egginu stendur?
8. Hver var í undarlegu teboði með óðum hattara og fleirum?
9. Hvað hét sá bróðir Vincents van Goghs sem aðstoðaði hann mikið gegnum tíðina?
10. Guðmundur Steingrímsson var eitt sinn formaður stjórnmálaflokks. Hvaða stjórnmálaflokks?
***
Seinni aukaspurning:
Hér að neðan sést hluti af íslensku plötuumslagi. Hvað nefnist platan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. St.Pétursborg.
2. West Ham.
3. Demantur.
4. Dresden.
5. Hótel Borg.
6. Á Ströndum. Á Vestfjörðum er ekki alveg nóg.
7. Gegnum örlítil göt á skurninni.
8. Lísa í Undralandi.
9. Theo.
10. Bjartrar framtíðar.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er óperuhúsið í Sydney í Ástralíu. Bæði óperuhús og Sydney þurfa að vera í svarinu.
Á neðri myndinni er hluti af umslagi plötunnar Rokk í Reykjavík.
Athugasemdir