Fyrri aukaspurning:
Hver er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. App eitt er upprunalega kínverskt og útgáfa þess þar heitir Douyin. Á Vesturlöndum og víðar um heim hefur það náð mikilli útbreiðslu og ekki síst meðal unga fólksins. Þar er það kallað ... hvað?
2. Hver náði einræðisvöldum í Íran árið 1979?
3. Hvar er eyjan Jersey?
4. Hver semur og syngur svo: „Ó hve ég er orðinn einn / en fel það fyrir þér / hljótt harm minn ber / veit hvað gerir mér gott en illa get / hætt við götunnar seið ...“
5. Hvaða safn fær flesta gesti árlega?
6. Í hvaða landi er lengsta brú heims, 168 kílómetra löng?
7. Megara hét kona ein. Hún er úr goðsagnaheimum í landi einu. Megara gekk að eiga karl nokkurn og áttu þau tvö börn en í brjálsemiskasti varð hann konu sinni og börnum að bana og varð að leysa ýmsar þrautir í refsingarskyni. Hvað hét eiginmaður Megöru?
8. Krummi Björgvinsson heitir tónlistarmaður einn. Á árunum um og upp úr 2000 var hann söngvari í harðkjarnarokkhljómsveit. Hvað nefndist hún?
9. Annað foreldri Krumma er einnig tónlistarmaður, sem heitir ... hvað?
10. Í hvaða borg spilar fótboltafélagið Juventus? — það er að segja kunnasta félagið með því nafni.
***
Seinni aukaspurning:
Hver heldur hér á boga? Þið megið vel svara hvað hinn heitir, sem stýrir bogaskotinu, en fáið ekki sérstakt stig fyrir það!
***
Svör við aðalspurningum:
1. TikTok.
2. Khomeini.
3. Í Ermarsundi.
4. Valdimar. Sjá þennan hlekk.
5. Louvre-safnið í París.
6. Í Kína. Þetta er Danyang–Kunshan járnbrautarbrú milli Bejing og Shanhai.
7. Herkúles, Herakles.
8. Mínus.
9. Björgvin Halldórsson.
10. Tórínó.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Dúmbó.
Á neðri myndinni er Höður með bogann. Hinn er Loki.
Athugasemdir