Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

879. spurningaþraut: Hvar vinnur Andrés Önd oftastnær?

879. spurningaþraut: Hvar vinnur Andrés Önd oftastnær?

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd nefnist Nornahátíð eða eitthvað í þá áttina og var máluð 1798. En hver var málarinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi í Vestur-Evrópu er borgin Brest?

2.  Hvaða þjóðsagnaskepnur vakna til lífsins í bókunum og sjónvarpsþáttunum Krúnuleikar eða Game of Trones?

3.  Í hvaða borg sem nú er í Belarús skrifuðu Þjóðverjar og nýir ráðamenn kommúnistastjórnar Rússlands undir friðarsamninga í byrjun árs 1918?

4.  Serena Williams tilkynnti nýlega að hún væri hætt að ... gera hvað?

5.  Hvað nefnist ríki frændi Andrésar Andar sem hann er einlægt í vinnu hjá, en sem rekur Andrés frænda sinn miskunnarlaust ef hann stendur sig ekki?

6.  Þegar ríki frændinn hefur rekið Andrés úr vinnunni fer hann oftast í sömu verksmiðjuna og púlar þar síðan um skeið. Hvað er framleitt í verksmiðjunni?

7.  Sunnarlega í Ódáðahrauni var lítið basalthraun, nánast óþekkt þangað til 2014. Þá urðu þar eldsumbrot og flæddi þar síðan um skeið heilmikið hraun upp. Nýja hraunið var kallað sama nafni og gamla hraunið, það er að segja ... hvað?

8.  Mælieining fyrir tíðni (rið eða hringir á sekúndu) heitir sama nafni og ein stærsta bílaleiga heimsins sem starfrækt er í ótal löndum. Hvaða nafn er þetta?

9.  „Maður er nefndur Grímur kamban,“ segir í upphafi einnar Íslendingasögu, „[H]ann byggði fyrstur manna [xxx] En á dögum Haralds hins hárfagra flýðu fyrir hans ofríki fjöldi manna; settust sumir í [xxx] og byggðu þar, en sumir leituðu til annarra eyðilanda.“ Hvaða staður er [xxx]?

10.  Frægur íslenskur rithöfundur á fyrri hluta tuttugustu aldar gerði fyrst vart við sig á skáldabekk þegar hann sendi kornungur frá sér smásögur sem hann kvaðst hafa skrifað svokallaðri „ósjálfráðri skrift“ en gegnum hann hefðu skrifað ekki minni menn en Jónas Hallgrímsson, H.C.Andersen og Snorri Sturluson. Höfundur þessi lagði þó fljótlega af slík skrif og fór að skrifa hefðbundnari verk, leikrit og sögur. Hver var hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Frakklandi.

2.  Drekar.

3.  Brest. Þá var hún reyndar kölluð Brest-Litovsk en Brest dugar.

4.  Spila tennis.

5.  Jóakim.

6.  Smjörlíki.

7.  Holuhraun.

8.  Hertz.

9.  Færeyjar.

10.  Guðmundur Kamban.

***

Svör við aukaspurningum:

Það var Goya sem málaði Nornahátíðina.

Á neðri myndinni er svo Marilyn Monroe.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár