Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

877. spurningaþraut: Bushidō, Bandera og Edda Björgvinsdóttir

877. spurningaþraut: Bushidō, Bandera og Edda Björgvinsdóttir

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Bushidō er nafnið á sérstökum bálki siðareglna sem hafðar voru í heiðri af ákveðnum hópi manna í ... hvaða landi?

2.  Hvað kallaðist annars hópurinn sem fyrst og fremst átti að fara eftir þessum reglum?

3.  Stepan Bandera hét maður sem barðist fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar gegn kúgun annars ríkis. Því miður leiddist hann þá út í að styðja innrásarlið frá þriðja ríkinu, sem var ekki síðri óþjóðalýður en ríkið sem upphaflega kúgaði landa Bandera. Hverrar þjóðar var Bandera?

4.  Árið 1994 brutust ansi óvænt út fjöldamorð í ríki einu og stóðu í þrjá mánuði og kostuðu líf allt að 800 þúsund manna. Hvaða ríki var þetta?

5.  Edda Björgvinsdóttir lék í mörg ár og við ýmis tækifæri konu eina sem þótti nokkuð ... ja, hressileg í anda, segjum það. Hvað nefndist konan?

6.  Jón Arason biskup lést 1550. Hvar var hann fyrst grafinn?

7.  Ári seinna var hann grafinn upp og jarðsettur annars staðar. Hvar?

8.  Alnafnar tveir eru annars vegar ungur tónlistarmaður, sem vinsæll er nú um stundir, og hins vegar ráðherra einn á árunum 2009-2011. Hvað heita þessir alnafnar?

9. Í hvaða landi er borgin Tijuana?

10.  Tangó er talinn upprunninn í tveimur nágrannalöndum. Nefnið að minnsta kosti annað.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan sem er hér að halda ræðu árið 1984?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Japan.

2.  Samúraæjar.

3.  Úkraínskur.

4.  Rúanda.

5.  Bibba á Brávallagötunni.

6.  Skálholti.

7.  Hólum.

8.  Árni Páll Árnason. Tónlistarmaðurinn kallar sig Herra Hnetusmjör.

9.  Mexíkó.

10.  Argentína og Úrúgvæ.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr hryllingsmyndinni The Exorcist.

Neðri myndin er af Geraldine Ferraro varaforsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum árið 1984.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár