Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Knattspyrnuhreyfingin verði að leita sér sérfræðiaðstoðar

Sif Atla­dótt­ir, lands­liðs­kona í knatt­spyrnu, seg­ir að auka verði fræðslu inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar en einnig í sam­fé­lag­inu öll um mörk, sam­þykki og eðli­leg sam­skipti. Svipta verði hul­unni af kyn­ferð­is­legu of­beldi, áreiti eða ósæmi­legri hegð­un inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og upp­ræta þögg­un­ar­menn­ingu.

Knattspyrnuhreyfingin verði að leita sér sérfræðiaðstoðar
Ætlar ekki að ýta á börnin sín Þrátt fyrir afar farsælan feril ætlar Sif ekki að ýta börnunum sínum út í afreksíþróttir, þó hún muni styðja þau ef þau velji sér þá braut sjálf. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Umræða sem skapaðist þegar KSÍ-málið svokallaða kom upp hafði ekki bein áhrif á landslið kvenna í knattspyrnu. Hins vegar er ekki hægt að búa við að breitt sé yfir kynferðisbrot eða ósæmilega hegðun heldur verði að taka á málum og breyta þeirri menningu sem við lýði hefur verið innan íþróttahreyfingarinnar, segir Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu.

Sif er gestur Eddu Falak í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eigin konur. Sif segir að sú þöggunarmenning sem kom svo berlega upp á yfirborðið á síðasta ári varðandi mál landsliðsmanna á borð við Kolbein Sigþórsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, hafi verið til staðar um langa hríð, kannski alla tíð. Íþróttahreyfingin verði hins vegar að taka á málinu, sem og samfélagið allt. „Það er ekkert hægt að hafa huluna yfir þessu lengur. Maður vill eiginlega fá alla með í þetta, af því þetta er ekki bara eitthvað vandamál hjá einu kyni eða ungu fólkið eða eitthvað svoleiðis. Það þurfa allir að leggja hönd á plóg og róa í sömu átt hvað varðar mörk og hvað varðar virðingu og hvað varðar talsmáta og allt svona. Þetta er bara í daglegu tali. Burtséð frá íþróttavellinum, þetta er bara hvernig tala ég við vini mína eða vinkonu eða þegar ég er að tala inni á vellinum, eða hvað sem það getur verið.“

Sif lýsir því hvernig hún átti samtal um málefnið, um mikilvægi þess að fólki sé gert ljóst að virða þurfi mörk og að kynferðislegt ofbeldi eða áreiti og ósæmileg hegðun af öllu tagi sé óboðleg og verði ekki liðin. Hún hafi lýst því að hún vildi helst fá einhvern sterkan karakter, fótboltamann, til að standa upp og hjálpa í þeirri vegferð. „Af því að við þurfum að fá fólk sem er inni í hreyfingunni, sem eru andlit, sem eru fyrirmyndir, til að stíga upp og segja: Hei! Þetta er ekki kúl. Við þurfum eitthvað aðeins að fara að ræða málin hérna. Og geta gert það á jafningjagrundvelli.“

„Ég held að við þurfum bara að sameinast í að þora að tala um þetta“

Sif lýsir því einnig hvernig hún hefði sagt að hún væri hins vegar ekki sú manneskja sem best væri fallin til þess að setjast niður fyrir framan stráka og karla og ræða málefnið, sökum þess að hún væri kona. Viðmælandinn hafi hins vegar bent henni á að fáir strákar eða karlar sem staddir yrðu í sama herbergi og Sif myndu nokkurn tíma eiga jafn glæsilegan feril og hún í knattspyrnu. „Og ég hugsaði, já ókei, ég hafði ekki pælt í því þannig. Þar er til dæmis einn punktur fyrir mig, að geta mögulega stigið inn í umræðuna og hjálpað á þann máta. Mörgum langar að eiga minn feril, spila mína leiki. Ég held að við þurfum bara að sameinast í að þora að tala um þetta. Að þora að segja hlutina eins og þeir eru. Og að vita hvað á maður að gera. Af því að það er svo oft sagt, ekki gera svona, ekki gera svona, ekki gera svona. Heldur: Gerðu þetta. Gerðu svona. Talaðu svona.“

Telur eðlilegt að leikmenn stígi til hliðar

Sif á tveggja ára son og segir að hún sé nú þegar farin að leggja inn í uppeldinu til að hann virði sín mörk. „Maður vill ala hann upp á þann hátt að þegar hann er tíu ára eða þegar hann dettur á kynþroska og vinkonur hans byrja á blæðingum eða eitthvað, að þá geti hann sagt bara já já hún er bara á blæðingum. Og það er bara eðlilegasta mál. Umræðan þarf að vera  bara eðlileg. Þetta meikar sens.“

Spurð hvort hún sé þeirrar skoðunar að leikmenn sem sakaðir eru um að hafa hagað sér með ósæmilegum hætti eða hafa brotið af sé eigi að stíga til hliðar segir Sif að nauðsynlegt sé að samþykkja og setja fram skýra verkferla innan íþróttahreyfingarinnar í efnum sem þessum. Þeir ferlar hafi ekki verið til staðar innan knattspyrnuhreyfingarinnar þegar KSÍ-málið kom upp. Íþróttahreyfingin öll þurfi alvarlega að setjast niður og taka málefnið föstum tökum. „Ég er alveg á því að meðan það er eitthvað í ferli, eða það er inni á borði hjá hreyfingunni, er í rannsókn eða eitthvað, bara 100 prósent [ættu leikmenn að stíga til hliðar]. Það er bara fullkomlega eðlilegt, og ég get alveg staðið með því.“

„Ég held að íþróttahreyfingin sjálf þurfi að endurskoða alla þessa verkferla og taka hröð og ákveðin skref“

Sif bendir á að þekkingu skorti innan íþróttahreyfingarinnar í málaflokknum, hún sé að töluverðu leyti keyrð áfram af sjálfboðaliðum sem ekki sé hægt að gera kröfu á um að hafi djúpa þekkingu þegar kemur að kynferðislegu áreiti eða ofbeldi, eða réttum viðbrögðum við því þegar slík mál komi upp. „Það þarf að vera miklu meiri fræðsla, það þarf að fara inn í félögin og þetta er eitthvað sem ég veit að íþróttahreyfingin þarf að gera. Þegar maður hugsaði til baka, maður hefur ekki fengið ofboðslega mikla fræðslu. Bara þetta í grunnskóla. Þannig að ég held að íþróttahreyfingin sjálf þurfi að endurskoða alla þessa verkferla og taka hröð og ákveðin skref í áttina. Það þarf að tala við einstaklinga og persónur sem eru að vinna í þessum geira og fá aðstoð frá þeim. Hvað eigum við að gera, hvernig eigum við að gera það og þar held ég að við munum miklu meira vaxa í rétta átt ef við fáum hjálpina frá fólki sem er að vinna með þetta dags daglega. Frekar en að reyna að fara að vinna í þessu sjálf.“ 

 Gat ekki skorað þó líf hennar lægi við

Sif Atladóttir er ein reynslumesta knattspyrnukona landsins. Sif, sem nú leikur með Selfossi í efstu deild á Íslandi, lék sem atvinnumaður í ellefu ár erlendis, fyrst eitt ár í Þýskalandi en síðan í tíu ár með sænska stórliðinu Kristianstad á árunum 2011 til 2021.

Sif hefur þá leikið 90 landsleiki fyrir Íslands hönd, samkvæmt síðu Knattspyrnusambands Íslands, og var hluti af kvennalandsliðinu sem tók þátt í Evrópumótinu í Englandi fyrr í sumar. Liðið tapaði ekki leik í sínum riðli en fór því miður ekki áfram upp úr riðlinum þrátt fyrir það.

Þessi glæsti ferill Sifjar er þess merkilegri að hún hóf ekki að iðka knattspyrnu fyrr en tiltölulega seint. „Ég byrjaði ekkert almennilega í fótbolta fyrr en ég var 15 ára, ég var ein af þeim sem flakkaði á milli íþrótta,“ segir Sif og bætir við að hún hafi prófað ýmsar íþróttagreinar en hafi á þessum tíma verið búin að vera um nokkra hríð í frjálsum íþróttum. Upphaf knattspyrnuferilsins sé nokkuð skondið. „Ég fékk hringingu frá vinkonu minni í skólanum, Björgu Magnúsdóttur fréttakonu. Það vantaði á bekkinn hjá FH. Ég fékk lánaða skó hjá henni, ég er mjög smáfætt þannig að ég var í töluvert stærri skóm heldur ég hefði átt að vera í.“

„Ég man eftir auglýsingunni þegar þær voru í bikiníunum, allar kempurnar fyrir einhvern leik“

Sif spilaði með FH fyrst um sinn en skipti 19 ára gömul yfir í KR. „KR voru þá tvöfaldir meistarar og pabbi var auðvitað KR-ingur.“ Pabbi Sifjar var Atli heitinn Eðvaldsson, einn öflugasti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, atvinnumaður um árabil, landsliðsmaður og síðar þjálfari fjölda liða, þar á meðal íslenska landsliðsins.

Sif segir að grunnurinn úr frjálsíþróttum hafi nýst henni vel í knattspyrnunni enda hafi hún verið mjög fljót. „En eins og Beta [Elísabet Gunnarsdóttir] þjálfarinn minn sagði seinna þegar hún náði í mig yfir í Val þá gat ég ekki skorað þó líf mitt lægi við. Hún náði í mig sem bakvörð og sagði að hún myndi gera mig að bakverði í landsliðinu. Ég keypti það.“ Þess má geta að þó Sif eigi að baki 90 landsleiki hefur henni enn ekki tekist að skora í þeim mark.

Umdeild auglýsing jók athygli

Elísabet segir að á athyglin á kvennalandsliðinu hafi ekki verið mikil á þeim tíma sem hún var að byrja að spila knattspyrnu, hún hafi sjálf ekki vitað mikið um það, jafnvel þó að pabbi hennar, Atli Eðvaldsson, hafi á sama tíma verið að þjálfa karlalið Íslands. „Ég man eftir auglýsingunni þegar þær voru í bikiníunum, allar kempurnar fyrir einhvern leik. Það var í fyrsta sinn sem ég alla vega tók eftir kvennalandsliðinu.“

Vakti hörð viðbrögðAuglýsing kvennalandsliðsins árið 2001 olli töluverðum úlfaþyt. Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu var þannig ekki par sátt við hana. „Mér finnst þessar stelpur, sem ég ber heilmikla virðingu fyrir, vera að gefa eftir fyrir markaðsöflum og segja að ekkert sé neins virði nema það sé ofbeldi í því og einhver kynlífssala,“ sagði Valgerður í viðtali við Morgunblaðið. Ásthildur Helgadóttir sagði hins vegar að hugmyndin hefði komið frá liðinu sjálfu og verið til þess gerð að vekja athygli á liðinu. Lítið umtal hafi verið um það og fáir mætt á völlinn. Það breyttist hins vegar í þessum leik gegn Ítalíu, mögulega vegna auglýsingarinnar, en ríflega 1.250 manns mættu á völlinn.

Sif minnist þess að töluverð markaðssetning hafi verið á landsliðinu í framhaldinu en það hafi þó ekki skilað því að hún sjálf hafi mætt á landsleiki sem ung kona. Töluvert hafi vantað upp á fyrirmyndir fyrir stelpur í kvennaboltanum, ekki vegna þess að það hafi ekki verið til gríðarlega sterkar knattspyrnukonur sem voru miklir leiðtogar, heldur vegna þess að fjölmiðlar veittu kvennaboltanum svo takmarkaða athygli.

Þetta hafi breyst gríðarlega, kvennaknattspyrna fái nú verulega mikið meira áhorf og sé mun betur og meira markaðssett en var áður. „Ég segi það fyrir mig sjálf að ég myndi persónulega ekki ýta börnunum mínum út í afreksíþróttir af því að þetta er eitthvað það erfiðasta sem þú getur gert. En ef börnin mín velja það sjálf þá styð ég þau auðvitað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

KSÍ-málið

Foreldrar brotaþola Kolbeins segja KSÍ hafa rætt við þá um mögulega sátt
FréttirKSÍ-málið

For­eldr­ar brota­þola Kol­beins segja KSÍ hafa rætt við þá um mögu­lega sátt

Eft­ir að hafa feng­ið vitn­eskju um að Kol­beinn Sig­þórs­son hefði ver­ið kærð­ur til lög­reglu hringdi Guðni Bergs­son, þá­ver­andi formað­ur KSÍ, í for­eldra Þór­hild­ar Gyðu Arn­ars­dótt­ur og spurði hvort mögu­leiki væri að ná sátt­um í mál­inu. Þetta gerð­ist áð­ur en lög­menn Kol­beins komu að því að reyna að sætta mál­ið.
Formaður stjórnar í samskiptum við lögmanninn
FréttirKSÍ-málið

Formað­ur stjórn­ar í sam­skipt­um við lög­mann­inn

Kæra var lögð fram á hend­ur leik­manni FH, Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­an­um. Aron Ein­ar Gunn­ars­son komst ekki í lands­liðs­hóp­inn vegna máls­ins. Form­að­ur að­al­stjórn­ar FH, Við­ar Hall­dórs­son, seg­ist hafa haft vitn­eskju um ásak­an­irn­ar í sum­ar en ekki sé ástæða til að bregð­ast við á með­an leik­menn­irn­ir hafi ekki ver­ið kall­að­ir í skýrslu­töku og fé­lag­inu ekki borist til­kynn­ing frá lög­regl­unni.
Lögmaður tengdur KSÍ  og Kolbeini birti gögn um brotaþola
FréttirKSÍ-málið

Lög­mað­ur tengd­ur KSÍ og Kol­beini birti gögn um brota­þola

Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, lög­mað­ur Þór­hild­ar Gyðu Arn­ars­dótt­ur, seg­ir að birt­ing rann­sókn­ar­gagna geti varð­að við brot á hegn­ing­ar­lög­um og íhug­ar að kæra Sig­urð­ur G Guð­jóns­son til lög­reglu vegna þess. Rík ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af því að rann­sókn­ar­gögn í saka­mál­um séu not­uð í ann­ar­leg­um til­gangi á op­in­ber­um vett­vangi og ástæðu til að hafa áhyggj­ur af því að lög­mað­ur sem hef­ur ekki að­komu að mál­inu sé feng­inn til að fronta birt­ingu slíkra gagna.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár