Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ofsafengin“ líkamsárás: Foreldrar lýsa vonbrigðum með dóminn

„Við for­eldr­arn­ir eru mjög von­svikn­ir,“ seg­ir fað­ir manns sem varð fyr­ir hnífstungu­árás fyr­ir fram­an skemmti­stað­inn 203 Club fyrr á ár­inu. Hér­aðs­dóm­ur taldi mann­dráp­stilraun ekki sann­aða þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar stung­ur og lífs­hættu­lega áverka.

„Ofsafengin“ líkamsárás: Foreldrar lýsa vonbrigðum með dóminn

„Við foreldrarnir erum mjög vonsviknir,“ segir faðir manns sem varð fyrir hnífstunguárás fyrir framan skemmtistaðinn 203 Club við Austurstræti þann 5. mars 2022. Til átaka hafði komið inni á skemmtistaðnum og lýsti brotaþoli, 21 árs gamall maður, því hvernig hann hefði gengið þar á milli. Hann hefði síðan farið út af skemmtistaðnum og staðið þar, þegar maður kom aftan að honum með orðunum: „Was this you?“ og látið höggin dynja á honum. 

Líkamsárás en ekki tilraun til manndráps 

Tveir menn, Daniel Zambrana Aquilar og Raúl Ríos Rueda, voru ákærðir fyrir að ráðast að manninum með hnefahöggum og óþekktu stunguvopni, líklega skrúfjárni. Í dómnum er tekið fram að ekkert hafi komið fram sem gæti skýrt ástæður árásarinnar, sem hafi verið tilefnislaus. Á myndbandsupptökum mátti sjá að brotaþoli kom engum vörnum við og bar hendur fyrir höfuð sér. 

„Nú spyr ég, hvað hélt hann að myndi gerast?“

Saksóknari krafðist refsingar fyrir tilraun til manndráps, en fyrir dómi neitaði Daniel staðfastlega að hafa ætlað að ráða brotaþola bana. Sagðist hann ekki hafa getað ímyndað sér að hann gæti valdið jafn miklum skaða og raunin varð þegar hann greip áhald upp af götunni og beitti því ítrekað á brotaþola. Höggin, sem voru að minnsta kosti sex talsins, náðu í gegnum jakka brotaþola. Áverkarnir voru lífshættulegir, en lungu féllu saman, auk þess sem brotaþoli var allur í sárum. Mat dómsins var að ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel væri ljóst, þegar hann stakk brotaþola ítrekað, að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps, en sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás.  

Tilefnislaus og ofsafengin árás

Dómurinn féll í gær, 25. ágúst. „Líkamsárásin var tilefnislaus og ofsafengin og afleiðingarnar alvarlegar,“ segir í dómsorði. Var Daniel dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina, auk þess sem honum var gert að greiða 1,5 milljónir í miskabætur. 

Hinn maðurinn sem tók þátt í árásinni fyrir utan 203 Club, Raúl Ríos, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm vegna aðildar að atvikum og var gert að greiða 400 þúsund í miskabætur.

Um leið var Daniel dæmdur fyrir að brjóta tennur í 24 ára gömlum manni fyrir utan Prikið, með því að veitast að honum með ofbeldi og gefa honum olnbogaskot í andlitið. Brotaþola í því máli voru dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur.   

Stunginn sex eða sjö sinnum 

Foreldrum brotaþola er fyrirmunað að skilja niðurstöðu dómsins. Faðir hans segir að sonur sinn hafi ekki komið neinum vörnum við og engin ógn hafi stafað af honum. „Annar mannanna stakk son minn sjö sinnum með vopni, kannski skrúfjárni, sem olli því að bæði lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Dómari féllst á rök lögfræðings Daniels að um stórfellda líkamsárás væri að ræða frekar en manndrápstilraun, því Daniel hafi ekki gert sér grein fyrir því að árásin með vopninu gæti orðið syni mínum að bana. Nú spyr ég, hvað hélt hann að myndi gerast?“

Bendir hann á hversu mikið afl þurfti til að valda þessum skaða, því stungurnar fóru í gegnum þykkan fóðraðan gallajakka, hettupeysu og bol. „Vopnið fannst aldrei en myndband náðist af Daniel skila vopnum frá sér og ná í það aftur.“ 

Hann hefur áhyggjur af fordæmisgildinu. „Hér finnst áhyggjuefni hversu mikið slíkar árásir hafa aukist. Þess vegna finnst mér þessi dómur mikil vonbrigði. Er verið að normalísera vopnaðar árásir, með þessari niðurstöðu?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár