Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

875. spurningaþraut: „Fáir njóta eldanna ...“

875. spurningaþraut: „Fáir njóta eldanna ...“

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stað má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Aðalsteinn Kristmundsson var skáld sem gekk þó ævinlega undir skáldanafni. Hvaða nafn var það?

2.  Hann orti meðal annars frægan kvæðabálk sem þótt torráðinn en skáldið lagði áhersu á að menn ættu að skynja kvæðið fremur en skilja. Hvað heitir þessi bálkur?

3.  En hvaða vinsælda skáld orti ljóðið góðkunna „Konan sem kyndir ofninn minn“?

4.  Þar kemur fyrir ljóðlínan: „Fáir njóta eldanna sem ...“ — sem hvað?

5. Hvaða fræga bandaríska kvikmyndastjarna hefði haldið upp á 96 ára afmælið sitt 1. júní síðastliðinn ef hún hefði ekki látist 1962?

6.  ETA voru hryðjuverkasamtök sem börðust 1959-2018 fyrir sjálfstæði ... hvaða lands?

7.  Hver hlaut á 19. öldinni viðurnefnið „konan með lampann“?

8.  Á tímum fornrar og löngu horfinnar menningar í Ameríku voru helstu borgirnar Palenque, Copán, Tikal, Toniná, Yaxchilán, Banampak. Hvaða þjóð byggði þessar borgir?

9.  Í hvaða Evrópulandi er borgin Braga?

10.  Jóhannes Reykdal trésmiður reisti trésmiðju við Lækinn í Hafnarfirði og virkjaði hann til að framleiða rafmagn fyrir vélar trésmiðjunnar. Jóhannes keypti rafal í Noregi og 12. desember tók virkjunin til starfa og rafmagnsljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði, auk fjögurra götuljósa. Hvaða ár gerðist þetta? Var það 1904 — 1914 — 1924 eða 1934?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fisk má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steinn Steinarr.

2.  Tíminn og vatnið.

3.  Davíð Stefánsson.

4.  „.... fyrstir kveikja þá.“

5.  Marilyn Monroe.

6.  Baskalands.

7.  Florence Nightingale.

8.  Mayar.

9.  Portúgal.

10.  1904.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Gíbraltar-sund.

Á neðri myndinni er síld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár