Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

875. spurningaþraut: „Fáir njóta eldanna ...“

875. spurningaþraut: „Fáir njóta eldanna ...“

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stað má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Aðalsteinn Kristmundsson var skáld sem gekk þó ævinlega undir skáldanafni. Hvaða nafn var það?

2.  Hann orti meðal annars frægan kvæðabálk sem þótt torráðinn en skáldið lagði áhersu á að menn ættu að skynja kvæðið fremur en skilja. Hvað heitir þessi bálkur?

3.  En hvaða vinsælda skáld orti ljóðið góðkunna „Konan sem kyndir ofninn minn“?

4.  Þar kemur fyrir ljóðlínan: „Fáir njóta eldanna sem ...“ — sem hvað?

5. Hvaða fræga bandaríska kvikmyndastjarna hefði haldið upp á 96 ára afmælið sitt 1. júní síðastliðinn ef hún hefði ekki látist 1962?

6.  ETA voru hryðjuverkasamtök sem börðust 1959-2018 fyrir sjálfstæði ... hvaða lands?

7.  Hver hlaut á 19. öldinni viðurnefnið „konan með lampann“?

8.  Á tímum fornrar og löngu horfinnar menningar í Ameríku voru helstu borgirnar Palenque, Copán, Tikal, Toniná, Yaxchilán, Banampak. Hvaða þjóð byggði þessar borgir?

9.  Í hvaða Evrópulandi er borgin Braga?

10.  Jóhannes Reykdal trésmiður reisti trésmiðju við Lækinn í Hafnarfirði og virkjaði hann til að framleiða rafmagn fyrir vélar trésmiðjunnar. Jóhannes keypti rafal í Noregi og 12. desember tók virkjunin til starfa og rafmagnsljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði, auk fjögurra götuljósa. Hvaða ár gerðist þetta? Var það 1904 — 1914 — 1924 eða 1934?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fisk má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steinn Steinarr.

2.  Tíminn og vatnið.

3.  Davíð Stefánsson.

4.  „.... fyrstir kveikja þá.“

5.  Marilyn Monroe.

6.  Baskalands.

7.  Florence Nightingale.

8.  Mayar.

9.  Portúgal.

10.  1904.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Gíbraltar-sund.

Á neðri myndinni er síld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár