Sigurður Sveinbjörn Gylfason greiddi næsthæstu skattana í Garðabæ á síðasta ári og er í 29. sæti yfir þá sem hæsta skatta greiddu á landsvísu. Alls greiddi Sigurður rúmar 157 milljónir króna í skatta árið 2021 og var langstærstur hluti skattgreiðslna hans fjármagnstekjuskattur, rúmar 147 milljónir króna.
Fjármagnstekjur Sigurðar urðu að mestu leyti til með sölu á 60 prósenta hlut í fyrirtækinu Gröfu og grjóti ehf. til framtakssjóðsins Umbreytingar á síðasta ári. Sigurður, sem stofnaði fyrirtækið árið 2002, átti það að fullu og heldur eftir 40 prósenta hlut í því auk þess sem hann starfar enn sem framkvæmdastjóri þess.
„Það tók mig tvö ár að hugsa þetta“
Inntur eftir því hvernig honum finnist að vera í hópi skattakónga Íslands segir Sigurður að hann sé afskaplega sáttur við það. „Mér finnst bara yndislegt að geta lagt eitthvað af mörkum, það er ekkert öðruvísi. Það er alveg full þörf á, held ég.“
Athugasemdir