Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
„Kyndlar Neros“ eftir Henryk Siemiradzki, málað 1876. Smellið á myndina til að sjá smáatriðin betur.

Í júlí árið 64 braust út eldur í Rómaborg. Það var enginn sérstakur viðburður því eldar kviknuðu oft í borginni og oft varð mikið tjón. Í þetta sinn varð eldurinn hins vegar meiri en oftast áður og brann samtals í níu sólarhringa samfleytt. Þegar upp var staðið höfðu tveir þriðju hlutar borgarinnar brunnið til ösku.

Hinn 27 ára gamli Nero var þá keisari í Róm og honum þótti ljóst að mikil reiði myndi beinast að honum vegna þess gífurlega tjóns sem þarna varð. Hann var hins vegar snöggur til og náði að varpa ábyrgðinni á brunanum á nýjan og enn frekar lítinn hóp Gyðinga, sem aðhylltust sérstaka trú.

Kristni.

Jesúa frá Nasaret var sennilega krossfestur í Jerúsalem árið 31 en lærisveinar hans og -meyjar gáfust ekki upp og á aðeins rúmum þrem áratugum voru þau kristnu komin alla leið til Rómar og orðin svo fjölmenn þar að þau voru farin að vekja athygli fyrir „nýja og einkar skaðlega hjátrú“, eins og sagnaritarinn Suetonius komst að orði.

Þau voru samt ekki fjölmennari en svo að Nero taldi sér óhætt að kenna þeim um brunann og draga þannig athyglina frá sjálfum sér. Þau voru nefnilega til sem sökuðu Nero sjálfan um að hafa látið kveikja í svo hann fengi tækifæri til að hefja umfangsmiklar nýjar byggingaframkvæmdir í Rómaborg.

„Hatur hinna kristnu á öllu mannkyni“

Nú lét Nero refsa hinum kristnu fyrir brunann og reyndar líka fyrir „hatur sitt á öllu mannkyni“, eins og sagnaritarinn Tacitus komst nokkrum áratugum síðar að orði í Annálum sínum.

Aftökur þeirra voru hafðar sem háðulegastar. Sumir voru klæddir í skinn og rifnir í tætlur af hundum, aðrir negldir á kross og því næst brenndir til að lýsa upp kvöldhimininn eftir að dimma tók.

Ekki er því hægt að segja að kristið fólk hafi fengið góðar viðtökur í Rómaborg sjálfri.

En kristindómurinn varð þó ekki kveðinn í kútinn og sagnir sem síðan urðu lífseigar í kirkjunni hermdu að meðal þeirra sem létu lífið í þessum fyrstu ofsóknum Rómverja hefði verið enginn annar en Símon Pétur, hinn helsti meðal postulanna tólf sem Jesúa var sagður hafa skipað áður en hann var handtekinn og líflátinn.

Í Postulasögunni segir frá því að Pétur hafi fyrsta kastið eftir dauða Jesúa verið leiðtogi kristins fólks í Jerúsalem og verið heldur andsnúinn hugmyndum fólks á borð við Pál — sem einnig kallaði sig postula — um að boða skyldi hinar nýju hugmyndir og trú víðar en bara meðal Gyðinga.

Pétur var fyrsti páfinn

Það þarf ekki að stangast á við að hann hafi verið kominn til Rómar árið 64 til að boða trú, því í Rómaborg bjó fjöldi Gyðinga og Pétur gæti sem hægast hafa ætlað sér að boða trúna fyrst og fremst meðal þeirra. Í rauninni er ekkert vitað með vissu um örlög Péturs en kirkjufeður ákváðu seinna að telja skyldi Pétur fyrsta biskup kristins fólks í Róm en í því fólst að hann var þannig hinn fyrsti páfi, því opinber embættistitill páfa er einfaldlega biskup í Róm.

Ljóst virðist að þegar í frumkirkjunni hafa menn trúað því að Pétur hafi verið krossfestur fyrir trú sína. Í Jóhannesarguðspjalli — sem var skrifað um það bil á árunu 90-110 — er svolítið einkennilegur eftirmáli (21. kapítuli) þar sem segir frá samskiptum Jesúa og postulanna í Galíleu eftir upprisuna frá dauðum.

Þar segir Jesúa við Pétur: „„Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur bjóstu þig sjálfur og fórst hvert sem þú vildir en þegar þú ert orðinn gamall munt þú rétta út hendurnar og annar býr þig og leiðir þig þangað sem þú vilt ekki.“ Þetta sagði Jesús til að kynna með hvílíkum dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð.“ (19.-20. vers)

Lýsingin á því hvernig Pétur mun „rétta út hendurnar“ þykir gefa til kynna að höfundur Jóhannesarguðspjalls hafi trúað því að Pétur hafi verið krossfestur.

Og þar reis kirkja Péturs

Og þótt höfundurinn segi það ekki berum orðum, þá komst sem sé á sá trú að Pétur hafi verið krossfestur í Róm árið 64 þegar Nero keisari ákvað að kenna kristnum mönnum um brunann mikla í borginni.

Og kirkjunnar menn urðu brátt sammála um hvar Pétur hefði verið krossfestur.

Á völlunum handan Tíberfljóts, séð frá miðborg Rómar.

Þar urðu seinna aðalbækistöðvar kristinnar kirkju í borginni og sjálf dómkirkjan þar sem biskupinn í Róm prédikar sitt guðsorð.

Péturskirkjan.

Þannig var nú það. Eða kannski, að minnsta kosti. Og kannski ég segi á næstunni með óreglulegu millibili sögur af Rómarbiskupum, páfunum, sögur sem hófust með brunanum ægilega og gömlum manni sem var „leiddur þangað sem hann vildi ekki“.

Hérna er svo sagt frá næstu páfum!

„Pétur krossfestur“ eftir Caravaggio,málað 1601
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
3
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
4
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
6
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
7
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár