Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður og rithöfundur, segist ekki velta hamingjunni mikið fyrir sér þótt hver dagur snúist um eftirsókn eftir henni. Hann segir að ástæðan fyrir þessu hugsunarleysi gagnvart einhverju mikilvægasta hugtaki mannlegrar tilveru sé líklega sú að hann hafi verið svo lánsamur að örlögin hafi úthlutað sér miklu af því sem færir fólki sanna hamingju. „Ég er kvæntur, á tvö uppvaxin börn sem vegnar vel, á móður og systkini á lífi og er í góðu sambandi við allt þetta fólk. Auk þess er ég heilsuhraustur sem og meirihluti ástvina minna.
Það er nefnilega í ofannefndu sem hamingjan er fólgin, umfram annað, og þess vegna er þakklæti einn af hamingulyklunum mínum. Af því ég á þetta allt. Mér gengur þokkalega vel í því að þakka fyrir mig í huganum fyrir það sem lífið hefur fært mér.
Við lifum á tímum einstaklingshyggju, hvert og eitt okkar er hvatt til þess að …
Athugasemdir (1)