„Creditinfo áskilur sér rétt til að fjarlægja fyrirtæki tímabundið af lista vegna opinberra rannsókna sem geta haft stórfelld áhrif á fyrirtækið“, segir meðal annars í tilkynningu sem birt var á heimasíðu fyrirtækisins um leið og ný skilyrði til þess að hljóta nafnbótina Framúrskarandi fyrirtæki voru kynntar.
Í nóvember í fyrra birti Creditinfo lista slíkra fyrirtækja vegna ársins 2021. Yfir átta hundruð fyrirtæki komust á listann en mesta athygli vöktu nöfn tveggja félaga, einkum vegna fréttaflutnings af framgöngu þeirra misserin áður en þau hlutu þessa nafnbót.
Annars vegar var um að ræða Samherja hf., sem ásamt stjórnendum og starfsmönnum voru og eru til rannsóknar vegna meintra mútugreiðslna og skattsvika. Hins vegar hugbúnaðarfyrirtækið Init ehf. sem sakað var um að nýta sér andvaraleysi fjölda lífeyrissjóða og að hafa falið raunverulegan hagnað af umsjón með tölvukerfi í eigu lífeyrissjóðanna. Á listanum voru líka fyrirtæki sem höfðu þá stuttu áður greitt metsektir og gengist …
Athugasemdir (3)