Innrásarstríð Vladimírs Pútíns inn í Úkraínu hefur nú staðið í hálft ár. Það hófst þann 24. febrúar síðastliðinn þegar hann skipaði her sínum að ráðast inn í eitt stærsta ríki Evrópu, sem bæði er sjálfstætt og fullvalda. Á þeim tíma hafa herir Rússlands valdið gríðarlegri eyðileggingu, sem líkja má við að risastór skemmdarvargur gangi laus í landinu.
Rússneskir hermenn hafa farið um rænandi, ruplandi og nauðgandi, enda til símtöl og önnur samskipti þar sem þeir spjalla við ættingja sína til að fá „óskalista“ yfir muni sem þeir eiga að stela og koma með heim, en þessu hefur til dæmis The Moscow Times sagt frá.
Mannúðarsamtök á borð við Amnesty International draga upp mjög dökka mynd af ástandinu í Rússlandi, þar sem í valdatíð Pútíns er búið að þjarma skipulega að almenningi, persónufrelsi hans, frjálsum fjölmiðlum, félagasamtökum, sem og stjórnarandstöðunni, sem nánast hefur verið múlbundin. Stjórnarandstæðingar hafa flúið land, verið fangelsaðir …
Athugasemdir