Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Úkraína – hin sviðna jörð Pútíns

Hálft ár er í dag lið­ið frá inn­rás Rússa, sem hafa ráð­ist á al­menna borg­ara og fram­ið stríðs­glæpi, sprengt sjúkra­hús, skóla og menn­ing­ar­verð­mæti, auk þess sem rúss­nesk­ir her­menn ræna og rupla. „Ætl­um að koma Zelen­ský frá,“ seg­ir Ser­gei Lavr­ov. Lít­il von er um frið.

Úkraína – hin sviðna jörð Pútíns
Pútín og rússneski herinn skilur eftir sig slóð eyðileggingar í Úkraínu Á myndinni flýr maður með aleigu sína eftir árásir Rússa á borgina Kharkív, í mars fyrr á þessu ári. Þúsundir manna hafa fallið i innrás Rússa, bæði almennir borgarar og hermenn. Lítil von er um vopnahlé og langt á milli aðila. Mynd: afp

Innrásarstríð Vladimírs Pútíns inn í Úkraínu hefur nú staðið í hálft ár. Það hófst þann 24. febrúar síðastliðinn þegar hann skipaði her sínum að ráðast inn í eitt stærsta ríki Evrópu, sem bæði er sjálfstætt og fullvalda. Á þeim tíma hafa herir Rússlands valdið gríðarlegri eyðileggingu, sem líkja má við að risastór skemmdarvargur gangi laus í landinu.

Rússneskir hermenn hafa farið um rænandi, ruplandi og nauðgandi, enda til símtöl og önnur samskipti þar sem þeir spjalla við ættingja sína til að fá „óskalista“ yfir muni sem þeir eiga að stela og koma með heim, en þessu hefur til dæmis The Moscow Times sagt frá.

Mannúðarsamtök á borð við Amnesty International draga upp mjög dökka mynd af ástandinu í Rússlandi, þar sem í valdatíð Pútíns er búið að þjarma skipulega að almenningi, persónufrelsi hans, frjálsum fjölmiðlum, félagasamtökum, sem og stjórnarandstöðunni, sem nánast hefur verið múlbundin. Stjórnarandstæðingar hafa flúið land, verið fangelsaðir …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár