Eðli málsins samkvæmt vilja hinir örfáu sem fara með völdin og telja sig eiga landið og hafa lagt undir sig auðlindir jarðar – að múgurinn sé allur venjulegur í háttum og fyrirsjáanlegur í hugsun. Það er eðlilegt í þeirra augum því þá er auðveldara en ella að stjórna skoðunum fjöldans í leiðinni, þeirra sem eru steyptir í sama mótinu eins og orðatiltækið segir.
Það sem telst eðlilegt í samfélagi fellur vel inn í myndina og hverfur væntanlega í fjöldann. Það truflar ekki, ögrar ekki, það er háð eðli annarra og breytist með og í samræmi við stóru myndina. Það er látlaust og auðskilið enda er of sjaldan spurt:
Hvað er eðlilegt?
Hvar hef ég verið allt mitt líf?
Fyrir tíu árum tók ég þátt í leikriti sem hét Hótel Keflavík og var eftir Framandverkaflokkinn Kviss Búmm Bang sem rannsakar eðlileikann í allri sinni dýrð. Ég lék sjálfan mig sem heimspeking …
Athugasemdir