Fyrri aukaspurning:
Hver er fegurðardrottningin sem bjó við Úthlíð 4 árið 1961?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er sumarleyfisstaðurinn Algarve?
2. Steve nokkur Bannon er kunnur stuðningsmaður ... hvers?
3. Gelíska orðið uisgce þekkja allir, svolítið öðruvísi stafsett. Hvernig þá?
4. En hvað þýðir þetta orð upprunalega — burtséð frá mismunandi stafsetningu?
5. Hvalsauki (hvalambur eða höfuðlýsi) er vaxkennd olía eða lýsi sem er í tunnulaga fitubólstri í höfði fáeinna hvalategunda, en fyrst og fremst einnar þó. Hvaða hvalategund er það?
6. París er fjölmennasta borg Frakklands. En hvaða borg er næst fjölmennust?
7. Bandaríska leikkonan Winona Ryder hefur síðustu árin gert garðinn frægan í geysi vinsælli sjónvarpsseríu um dularfulla atburði sem henda ekki síst ungt fólk vestur í Ameríku. Hvað heita þættirnir?
8. Í hvaða bæ er Gaflaraleikhúsið?
9. Skírnir er ævagamalt tímarit, sem ... hvaða íslenska félag gefur út?
10. En hvers konar fyrirbæri var Skírnir í norrænni goðafræði?
***
Seinni aukaspurning:
Útlínur hvaða lands má sjá hér?
***
Svör við aukaspurningum:
1. Portúgal.
2. Trumps.
3. Viskí.
4. Vatn. Viskí eitt og sér þýðir EKKI vatn lífsins og því er rangt að geta upp á því. Sorrí.
5. Búrhvalur.
6. Marseille.
7. Stranger Things.
8. Hafnarfirði.
9. Hið íslenska bókmenntafélag.
10. Sendiboði.
***
Svör við aukaspurningum:
Fegurðardrottningin er María Guðmundsdóttir
Landið er Pólland.
Athugasemdir (1)