Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsaka starfsemi vöggustofa

Skað­leg og ill með­ferð á börn­um sem vist­uð voru á vöggu­stof­um Reykja­vík­ur­borg­ar 1949 til 1973 verð­ur rann­sök­uð af sér­stakri nefnd sem skila á skýrslu í lok mars á næsta ári.

Rannsaka starfsemi vöggustofa
Reykjavíkurborg Vöggustofur voru reknar í Reykjavík í áratugi. Mynd: Davíð Þór

Borgarráð samþykkti á fundi sínum dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins.

Hópurinn Réttlæti sem barist hefur fyrir slíkri rannsókn fundaði með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í apríl og kallaði eftir rannsókn á starfseminni.  Vöggustofur voru starfræktar í Reykjavík frá 1949 til 1973 og segja meðlimir hópsins það óumdeilda staðreynd studda rannsóknum að starfshættir á vöggustofum borgarinnar hafi ekki boðið upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Lagafrumvarp forsætisráðherra sem veitir Reykjavíkurborg heimild til að framkvæma rannsóknina var samþykkt á Alþingi í júní.

Kjartan Björgvinsson héraðsdómari verður formaður nefndarinnar og að með honum í nefndinni starfar Urður Njarðvík prófessor í barnasálfræði og fyrrverandi deildarforseti Sálfræðideildar HÍ og Ellý Alda Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi. Starfsmaður nefndarinnar verði Trausti Fannar Valsson lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. 

„Nefndin skal vera sjálfstæð og óháð í störfum sínum og verður heimilt að kalla eftir aðstoð og upplýsingum frá aðilum innan og utan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar við einstaka þætti athugunarinnar,“ segir í tilkynningu um málið frá Reykjavíkurborg. „Fundir nefndarinnar skulu vera lokaðir. Nefndarmenn og starfsmaður hennar eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er varðar einkalíf fólks sem þeir fá upplýsingar um við störf nefndarinnar. Miðað er við að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 31. mars 2023. Borgarráð ákveður þá meðferð sem lokaskýrsla nefndarinnar fær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár