Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsaka starfsemi vöggustofa

Skað­leg og ill með­ferð á börn­um sem vist­uð voru á vöggu­stof­um Reykja­vík­ur­borg­ar 1949 til 1973 verð­ur rann­sök­uð af sér­stakri nefnd sem skila á skýrslu í lok mars á næsta ári.

Rannsaka starfsemi vöggustofa
Reykjavíkurborg Vöggustofur voru reknar í Reykjavík í áratugi. Mynd: Davíð Þór

Borgarráð samþykkti á fundi sínum dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins.

Hópurinn Réttlæti sem barist hefur fyrir slíkri rannsókn fundaði með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í apríl og kallaði eftir rannsókn á starfseminni.  Vöggustofur voru starfræktar í Reykjavík frá 1949 til 1973 og segja meðlimir hópsins það óumdeilda staðreynd studda rannsóknum að starfshættir á vöggustofum borgarinnar hafi ekki boðið upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Lagafrumvarp forsætisráðherra sem veitir Reykjavíkurborg heimild til að framkvæma rannsóknina var samþykkt á Alþingi í júní.

Kjartan Björgvinsson héraðsdómari verður formaður nefndarinnar og að með honum í nefndinni starfar Urður Njarðvík prófessor í barnasálfræði og fyrrverandi deildarforseti Sálfræðideildar HÍ og Ellý Alda Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi. Starfsmaður nefndarinnar verði Trausti Fannar Valsson lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. 

„Nefndin skal vera sjálfstæð og óháð í störfum sínum og verður heimilt að kalla eftir aðstoð og upplýsingum frá aðilum innan og utan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar við einstaka þætti athugunarinnar,“ segir í tilkynningu um málið frá Reykjavíkurborg. „Fundir nefndarinnar skulu vera lokaðir. Nefndarmenn og starfsmaður hennar eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er varðar einkalíf fólks sem þeir fá upplýsingar um við störf nefndarinnar. Miðað er við að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 31. mars 2023. Borgarráð ákveður þá meðferð sem lokaskýrsla nefndarinnar fær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár