Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Rannsaka starfsemi vöggustofa

Skað­leg og ill með­ferð á börn­um sem vist­uð voru á vöggu­stof­um Reykja­vík­ur­borg­ar 1949 til 1973 verð­ur rann­sök­uð af sér­stakri nefnd sem skila á skýrslu í lok mars á næsta ári.

Rannsaka starfsemi vöggustofa
Reykjavíkurborg Vöggustofur voru reknar í Reykjavík í áratugi. Mynd: Davíð Þór

Borgarráð samþykkti á fundi sínum dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins.

Hópurinn Réttlæti sem barist hefur fyrir slíkri rannsókn fundaði með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í apríl og kallaði eftir rannsókn á starfseminni.  Vöggustofur voru starfræktar í Reykjavík frá 1949 til 1973 og segja meðlimir hópsins það óumdeilda staðreynd studda rannsóknum að starfshættir á vöggustofum borgarinnar hafi ekki boðið upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Lagafrumvarp forsætisráðherra sem veitir Reykjavíkurborg heimild til að framkvæma rannsóknina var samþykkt á Alþingi í júní.

Kjartan Björgvinsson héraðsdómari verður formaður nefndarinnar og að með honum í nefndinni starfar Urður Njarðvík prófessor í barnasálfræði og fyrrverandi deildarforseti Sálfræðideildar HÍ og Ellý Alda Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi. Starfsmaður nefndarinnar verði Trausti Fannar Valsson lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. 

„Nefndin skal vera sjálfstæð og óháð í störfum sínum og verður heimilt að kalla eftir aðstoð og upplýsingum frá aðilum innan og utan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar við einstaka þætti athugunarinnar,“ segir í tilkynningu um málið frá Reykjavíkurborg. „Fundir nefndarinnar skulu vera lokaðir. Nefndarmenn og starfsmaður hennar eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er varðar einkalíf fólks sem þeir fá upplýsingar um við störf nefndarinnar. Miðað er við að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 31. mars 2023. Borgarráð ákveður þá meðferð sem lokaskýrsla nefndarinnar fær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár