Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rannsaka starfsemi vöggustofa

Skað­leg og ill með­ferð á börn­um sem vist­uð voru á vöggu­stof­um Reykja­vík­ur­borg­ar 1949 til 1973 verð­ur rann­sök­uð af sér­stakri nefnd sem skila á skýrslu í lok mars á næsta ári.

Rannsaka starfsemi vöggustofa
Reykjavíkurborg Vöggustofur voru reknar í Reykjavík í áratugi. Mynd: Davíð Þór

Borgarráð samþykkti á fundi sínum dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins.

Hópurinn Réttlæti sem barist hefur fyrir slíkri rannsókn fundaði með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í apríl og kallaði eftir rannsókn á starfseminni.  Vöggustofur voru starfræktar í Reykjavík frá 1949 til 1973 og segja meðlimir hópsins það óumdeilda staðreynd studda rannsóknum að starfshættir á vöggustofum borgarinnar hafi ekki boðið upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Lagafrumvarp forsætisráðherra sem veitir Reykjavíkurborg heimild til að framkvæma rannsóknina var samþykkt á Alþingi í júní.

Kjartan Björgvinsson héraðsdómari verður formaður nefndarinnar og að með honum í nefndinni starfar Urður Njarðvík prófessor í barnasálfræði og fyrrverandi deildarforseti Sálfræðideildar HÍ og Ellý Alda Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi. Starfsmaður nefndarinnar verði Trausti Fannar Valsson lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. 

„Nefndin skal vera sjálfstæð og óháð í störfum sínum og verður heimilt að kalla eftir aðstoð og upplýsingum frá aðilum innan og utan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar við einstaka þætti athugunarinnar,“ segir í tilkynningu um málið frá Reykjavíkurborg. „Fundir nefndarinnar skulu vera lokaðir. Nefndarmenn og starfsmaður hennar eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er varðar einkalíf fólks sem þeir fá upplýsingar um við störf nefndarinnar. Miðað er við að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 31. mars 2023. Borgarráð ákveður þá meðferð sem lokaskýrsla nefndarinnar fær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár