Þemaþraut — sem að þessu snýst um frekar fáséð dýr og mun því eflaust reynast mörgum erfið. En ég hvet ykkur þá til að leggast í rannsóknir á þeim skemmtilegu dýrum sem þið reynist ekki þekkja.
Aukaspurningarnar snúast um fugla, sem eru svo ekki bara sjaldséðir, heldur beinlínis útdauðir.
Og sú fyrri á við fuglinn hér að ofan. Hver er (eða var) hann?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða dýr er þetta?

***
2. Og hver er hér á ferð?

***
3. Þennan þekkja nú allir, trúi ég. Þetta er ... ?

***
4. Þessi hefur misjafnt orð á sér. Þetta er ... ?

***
5. Og hér er kominn ... hver?

***
6. En þetta stóreygða dýr er ... ?

***
7. Hvaða dýr má sjá hér?

***
8. Og þetta er ... ?

***
9. En hvað heitir þetta dýr?

***
10. Og loks er hér ... ?

***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fuglar eru á myndinni hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Jarðsvín — aardwark á ensku.
2. Beltisdýr — armadillo.
3. Skuggahlébarði — clouded leopard á ensku.
4. Hreisturdýr — pangolin á ensku.
5. Skunkur, nánar tiltekið flikruskunkur, en skunkur dugar.
6. Vofuapi — tarsier á ensku.
7. Kóalabirnir.
8. Sæfíll — elephant seal á ensku.
9. Tarantula kónguló.
10. Fílasnjáldurmús — elephant shrew. Snjáldurmús dugar til stigs í þetta sinn.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er dódófugl.
Á neðri myndinni eru geirfuglar.
Athugasemdir