Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

819. spurningaþraut: Hvað á guð að kaupa handa Janis Joplin?

819. spurningaþraut: Hvað á guð að kaupa handa Janis Joplin?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá kvikmyndaleikara einn. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða borg kalla Íslendingar gjarnan „borgina við sundið“?

2.  Hvað er Liz Truss að reyna þessa dagana?

3.  Hvað er mörg grömm í einu kílói?

4.  Hvernig bíl bað söngkonan Janis Joplin guð að kaupa handa sér í frægu lagi frá 1971?

5.  Í sama lagi bað Joplin guð líka að kaupa handa sér tvennt annað. Hvað var það? Hér dugar að nefna annað fyrirbærið til að fá stig, en ef þið hafið bæði, þá fáiði sérstakt hippastig.

6.  Hvaða stjórnmálaflokkur fékk næstflest atkvæði í Alþingiskosningunum í fyrrahaust?

7.  Hvaða tvö ríki eru núna á Íberíuskaga — eða Pýreneaskaga?

8.  Ýmislegt hefur gengið á á skaga þessum. Á fimmtu öld eftir Krist birtist þar ný þjóð og lagði í nokkrum áföngum undir sig allan skagann og stofnaði þar ríki sitt. Hvaða þjóð var þetta?

9.  Árið 711 var svo enn einu sinni gerð innrás í þetta ríki og innrásarmennirnir kollvörpuðu þessu ríki og lögðu undir sig nær allan skagann. Hvaðan komu þessir innrásarmenn?

10.  Hveitiakrar þekja samtals ansi stórt svæði í heiminum. En hversu stórt? — gróflega áætlað? Samsvara sameinaðir hveitiakrar heimsins flatarmáli Rússlands — eða Kína — eða Brasilíu — eða Grænlands — eða Frakklands?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá hluta af nafni fjölmiðils. Hvaða fjölmiðils?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kaupmannahöfn.

2.  Að verða forsætisráðherra Breta — og náttúrlega formaður breska Íhaldsflokksins.

3.  Þúsund.

4.  Mercedes Benz.

5.  Litasjónvarp og gott fyllerí, eða hvernig sem þið kjósið að orða það — „a night on the town“ syngur hún. (Athugið að Joplin segir líka við guð: „Prove that you love me,“ en spurningin snýst aðeins um það sem hún biður hann að KAUPA.)

6.  Framsóknarflokkurinn.

7.  Spánn og Portúgal.

8.  Gotar.

9.  Norður-Afríku. Ef einhver vill svara „Arabíu“ eða einhverju þess háttar er það eiginlega ekki rétt, því innrásarmennirnir voru einfaldlega Berbar. En af því ég er umburðarlyndur maður, þá fæst samt stig fyrir „Arabíu“ að þessu sinni.

10.  Hveitiakrarnir samsvara helst flatarmáli Grænlands af þeim löndum sem hér eru nefnd.

***

Svör við aukaspurningum:

Filmstjarnan er Antonio Banderas.

Fjölmiðillinn er franska blaðið Le Monde.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár