Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

819. spurningaþraut: Hvað á guð að kaupa handa Janis Joplin?

819. spurningaþraut: Hvað á guð að kaupa handa Janis Joplin?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá kvikmyndaleikara einn. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða borg kalla Íslendingar gjarnan „borgina við sundið“?

2.  Hvað er Liz Truss að reyna þessa dagana?

3.  Hvað er mörg grömm í einu kílói?

4.  Hvernig bíl bað söngkonan Janis Joplin guð að kaupa handa sér í frægu lagi frá 1971?

5.  Í sama lagi bað Joplin guð líka að kaupa handa sér tvennt annað. Hvað var það? Hér dugar að nefna annað fyrirbærið til að fá stig, en ef þið hafið bæði, þá fáiði sérstakt hippastig.

6.  Hvaða stjórnmálaflokkur fékk næstflest atkvæði í Alþingiskosningunum í fyrrahaust?

7.  Hvaða tvö ríki eru núna á Íberíuskaga — eða Pýreneaskaga?

8.  Ýmislegt hefur gengið á á skaga þessum. Á fimmtu öld eftir Krist birtist þar ný þjóð og lagði í nokkrum áföngum undir sig allan skagann og stofnaði þar ríki sitt. Hvaða þjóð var þetta?

9.  Árið 711 var svo enn einu sinni gerð innrás í þetta ríki og innrásarmennirnir kollvörpuðu þessu ríki og lögðu undir sig nær allan skagann. Hvaðan komu þessir innrásarmenn?

10.  Hveitiakrar þekja samtals ansi stórt svæði í heiminum. En hversu stórt? — gróflega áætlað? Samsvara sameinaðir hveitiakrar heimsins flatarmáli Rússlands — eða Kína — eða Brasilíu — eða Grænlands — eða Frakklands?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá hluta af nafni fjölmiðils. Hvaða fjölmiðils?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kaupmannahöfn.

2.  Að verða forsætisráðherra Breta — og náttúrlega formaður breska Íhaldsflokksins.

3.  Þúsund.

4.  Mercedes Benz.

5.  Litasjónvarp og gott fyllerí, eða hvernig sem þið kjósið að orða það — „a night on the town“ syngur hún. (Athugið að Joplin segir líka við guð: „Prove that you love me,“ en spurningin snýst aðeins um það sem hún biður hann að KAUPA.)

6.  Framsóknarflokkurinn.

7.  Spánn og Portúgal.

8.  Gotar.

9.  Norður-Afríku. Ef einhver vill svara „Arabíu“ eða einhverju þess háttar er það eiginlega ekki rétt, því innrásarmennirnir voru einfaldlega Berbar. En af því ég er umburðarlyndur maður, þá fæst samt stig fyrir „Arabíu“ að þessu sinni.

10.  Hveitiakrarnir samsvara helst flatarmáli Grænlands af þeim löndum sem hér eru nefnd.

***

Svör við aukaspurningum:

Filmstjarnan er Antonio Banderas.

Fjölmiðillinn er franska blaðið Le Monde.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár