Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Druslugangan snýr aftur á laugardag: „Við finnum mikinn meðbyr“

Druslu­gang­an verð­ur geng­in á laug­ar­dag eft­ir tveggja ára fjar­veru í Reykja­vík, Borg­ar­firði eystri, Húsa­vík og Sauð­ár­króki. Þema göng­unn­ar í ár er „valda­ó­jafn­vægi“ og er þá ver­ið að vísa til MeT­oo um­ræðu síð­ustu miss­era.

Druslugangan snýr aftur á laugardag: „Við finnum mikinn meðbyr“
Druslugangan Snýr aftur á laugardag í fyrsta sinn síðan 2019. Mynd: Pressphotos

Druslugangan verður á laugardag, 23. júlí, eftir tveggja ára hlé vegna faraldursins. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 14 niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. Ræður halda Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir aktívisti, en tónlist flytja Reykjavíkurdætur, Kristín Sesselja og Gugusar.

Það er þó ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu sem gangan verður gengin því sama dag fer hún einnig fram á Borgarfirði eystri, á Húsavík og á Sauðárkróki.

„Við finnum fyrir því að fólk er reiðara, komið með nóg og tilbúið í slaginn“

Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar, segir að þar sem þrjú ár séu frá síðustu göngu hafi skipuleggjendur staðið frammi fyrir margskonar áskorunum. „Við höfum tekið inn alveg nýtt teymi og fengið fersk sjónarmið inn í verkefnið,“ segir hún. „Helsta fjáröflunin okkar er varningurinn sem við seljum í göngunni og síðustu tvö ár höfum við ekki haft tækifæri til þess. Svo við settum af stað Karolina Fund söfnun sem fór fram úr okkar björtustu vonum.“

„Valdaójafnvægi“ þema göngunnar

Druslugangan byrjaði upphaflega árið 2011 í Kanada vegna ummæla lögreglumanns um að konur þyrftu bara að sleppa því að klæða sig eins og druslur til þess að forðast kynferðislegt ofbeldi. Í byrjun var gangan því þannig að konur mættu í „druslulegum“ fötum og gengu saman til að mótmæla þessum ummælum.

Í ár er þema göngunnar „valdaójafnvægi“ og er þá verið að vísa í MeToo umræðu síðustu missera. „Það er búin að vera rosalega mikil umræða í samfélaginu og þessi MeToo bylgja hefur staðið yfir töluvert lengi,“ segir Inga Hrönn. „Við finnum fyrir því að fólk er reiðara, komið með nóg og tilbúið í slaginn. Við höfum fengið skilaboð frá fólki sem vill taka þátt og aðstoða við framkvæmd göngunnar. Við finnum mikinn meðbyr frá samfélaginu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár