Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Druslugangan snýr aftur á laugardag: „Við finnum mikinn meðbyr“

Druslu­gang­an verð­ur geng­in á laug­ar­dag eft­ir tveggja ára fjar­veru í Reykja­vík, Borg­ar­firði eystri, Húsa­vík og Sauð­ár­króki. Þema göng­unn­ar í ár er „valda­ó­jafn­vægi“ og er þá ver­ið að vísa til MeT­oo um­ræðu síð­ustu miss­era.

Druslugangan snýr aftur á laugardag: „Við finnum mikinn meðbyr“
Druslugangan Snýr aftur á laugardag í fyrsta sinn síðan 2019. Mynd: Pressphotos

Druslugangan verður á laugardag, 23. júlí, eftir tveggja ára hlé vegna faraldursins. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 14 niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. Ræður halda Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir aktívisti, en tónlist flytja Reykjavíkurdætur, Kristín Sesselja og Gugusar.

Það er þó ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu sem gangan verður gengin því sama dag fer hún einnig fram á Borgarfirði eystri, á Húsavík og á Sauðárkróki.

„Við finnum fyrir því að fólk er reiðara, komið með nóg og tilbúið í slaginn“

Inga Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar, segir að þar sem þrjú ár séu frá síðustu göngu hafi skipuleggjendur staðið frammi fyrir margskonar áskorunum. „Við höfum tekið inn alveg nýtt teymi og fengið fersk sjónarmið inn í verkefnið,“ segir hún. „Helsta fjáröflunin okkar er varningurinn sem við seljum í göngunni og síðustu tvö ár höfum við ekki haft tækifæri til þess. Svo við settum af stað Karolina Fund söfnun sem fór fram úr okkar björtustu vonum.“

„Valdaójafnvægi“ þema göngunnar

Druslugangan byrjaði upphaflega árið 2011 í Kanada vegna ummæla lögreglumanns um að konur þyrftu bara að sleppa því að klæða sig eins og druslur til þess að forðast kynferðislegt ofbeldi. Í byrjun var gangan því þannig að konur mættu í „druslulegum“ fötum og gengu saman til að mótmæla þessum ummælum.

Í ár er þema göngunnar „valdaójafnvægi“ og er þá verið að vísa í MeToo umræðu síðustu missera. „Það er búin að vera rosalega mikil umræða í samfélaginu og þessi MeToo bylgja hefur staðið yfir töluvert lengi,“ segir Inga Hrönn. „Við finnum fyrir því að fólk er reiðara, komið með nóg og tilbúið í slaginn. Við höfum fengið skilaboð frá fólki sem vill taka þátt og aðstoða við framkvæmd göngunnar. Við finnum mikinn meðbyr frá samfélaginu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár