Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Heldur úti lista yfir tónlistarkonur: „Þetta breytist ekki af sjálfu sér“

„Lang­bró­karlist­an­um“ er ætl­að að auð­velda við­burð­ar­stjórn­end­um að bóka tón­list­ar­kon­ur á tón­leika. „Sama gamla tugg­an,“ seg­ir Ólöf Rún Bene­dikts­dótt­ir um þá hug­mynd að fram­lag kvenna til tón­list­ar sé ómerki­legra en karla.

Heldur úti lista yfir tónlistarkonur: „Þetta breytist ekki af sjálfu sér“
Ólöf Rún Benediktsdóttir Aðstandandi listans hvetur fólk til að senda sér nöfn tónlistarkvenna. Mynd: Gustavo Marcelo Blanco.

Karlmenn þurfa að vinna með konum í að breyta tónlistarsenunni, segir Ólöf Rún Benediktsdóttir, myndlistar- og tónlistarkona, sem hefur í nokkur ár haldið úti „Langbrókarlistanum“ eins og hún kallar hann, lista yfir tónlistarkonur á Íslandi. Listanum er ætlað að vera tól fyrir viðburðastjórnendur sem vilja bóka kvenkyns listamenn og hljómsveitir með konum, útvarpsfólk sem vill spila tónlist eftir konur og tónlistarunnendum sem eru að leita að nýrri tónlist til að kynna sér.

Nokkur ár eru síðan Ólöf birti fyrst listann, en hún kallar nú eftir nöfnum fleiri tónlistarkvenna til að bæta á hann í ljósi nýlegrar umræðu um Rokk í Reykjavík hátíðina. Stjórnendur hátíðarinnar voru nýverið gagnrýndir á samfélagsmiðlum þar sem á plakati fyrir hátíðina voru myndir af á fimmta tug karlkyns tónlistarmanna sem fram koma, en engar konur að finna.

Heitir listinn í höfuðið á Hallgerði langbrók og trónir tilvitnun í orð hennar - „engi hornkerling vil eg vera“ - efst á listanum. „Það var, eins og gerist svo oft, einhver sís-karl í fjölmiðlum að tala niður framlag kvenna til tónlistar og draga í efa að þær geti verið jafn klárar í músík og karlar,“ segir Ólöf. „Sama gamla tuggan og í það skiptið fékk ég bara nóg. Ég var búin að vera dugleg að mæta á tónleika árum saman og var með nokkuð góða hugmynd um hvaða áhugaverðu hluti konur voru að gera í tónlist svo ég byrjaði að setja saman listann. Ég hef bætt við og tekið til í honum öðru hvoru síðan þá, en draumurinn er að gera þetta að heimasíðu til að gera þetta aðgengilegra.“

Senunni stjórnað af körlum

Aðspurð um hvað valdi því að konur séu ekki valdar til að koma fram á viðburðum eins og Rokk í Reykjavík segir Ólöf að margt spili þar inn í að hennar mati. „Kynjahlutföllin í senunni eru vissulega ekki frábær og skipuleggjendur þurfa oft að vinna meðvitað í því að auka kynjafjölbreytni flytjenda á viðburði. En það er langt frá því að vera ómögulegt og mín reynsla er sú að fjölbreytnin geri tónleikana alltaf betri. Aðstandendur hafa sagst ætla að bæta úr þessu og ég hlakka bara til að sjá hverjum þeir bæta við line-uppið.“

„Þetta breytist ekki af sjálfu sér og þetta breytist ekki bara með framlagi kvenna“

Hún kallar eftir því að þeir sem völdin hafa í tónlistarsenunni taki þátt í að gera hana fjölbreyttari. „Þau sem vinna í tónlistarbransanum, hvort sem er í viðburðarstjórnun, á útvarpsstöðvum, hjá útgáfufyrirtækjum eða annars staðar verða að taka meðvitaða ákvörðun um að hlusta á og vinna með konum,“ segir Ólöf. „Þetta breytist ekki af sjálfu sér og þetta breytist ekki bara með framlagi kvenna. Við erum að gera okkar besta en á meðan að senunni er að miklu leyti stjórnað af körlum þá verða þeir að vinna með okkur í að breyta henni. Fjölbreytni tónlistarmanna í bransanum skilar sér í fjölbreyttari og líflegri tónlistarflóru.“

Ólöf hvetur áhugasama til að renna yfir listann og senda sér tölvupóst ef á hann vantar tónlistarkonur. Hún segir að einnig hafi komið til umræðu að gera þurfi lista yfir kynsegin tónlistarfólk og trans menn, enda halli einnig á hlut þeirra í greininni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár