Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Heldur úti lista yfir tónlistarkonur: „Þetta breytist ekki af sjálfu sér“

„Lang­bró­karlist­an­um“ er ætl­að að auð­velda við­burð­ar­stjórn­end­um að bóka tón­list­ar­kon­ur á tón­leika. „Sama gamla tugg­an,“ seg­ir Ólöf Rún Bene­dikts­dótt­ir um þá hug­mynd að fram­lag kvenna til tón­list­ar sé ómerki­legra en karla.

Heldur úti lista yfir tónlistarkonur: „Þetta breytist ekki af sjálfu sér“
Ólöf Rún Benediktsdóttir Aðstandandi listans hvetur fólk til að senda sér nöfn tónlistarkvenna. Mynd: Gustavo Marcelo Blanco.

Karlmenn þurfa að vinna með konum í að breyta tónlistarsenunni, segir Ólöf Rún Benediktsdóttir, myndlistar- og tónlistarkona, sem hefur í nokkur ár haldið úti „Langbrókarlistanum“ eins og hún kallar hann, lista yfir tónlistarkonur á Íslandi. Listanum er ætlað að vera tól fyrir viðburðastjórnendur sem vilja bóka kvenkyns listamenn og hljómsveitir með konum, útvarpsfólk sem vill spila tónlist eftir konur og tónlistarunnendum sem eru að leita að nýrri tónlist til að kynna sér.

Nokkur ár eru síðan Ólöf birti fyrst listann, en hún kallar nú eftir nöfnum fleiri tónlistarkvenna til að bæta á hann í ljósi nýlegrar umræðu um Rokk í Reykjavík hátíðina. Stjórnendur hátíðarinnar voru nýverið gagnrýndir á samfélagsmiðlum þar sem á plakati fyrir hátíðina voru myndir af á fimmta tug karlkyns tónlistarmanna sem fram koma, en engar konur að finna.

Heitir listinn í höfuðið á Hallgerði langbrók og trónir tilvitnun í orð hennar - „engi hornkerling vil eg vera“ - efst á listanum. „Það var, eins og gerist svo oft, einhver sís-karl í fjölmiðlum að tala niður framlag kvenna til tónlistar og draga í efa að þær geti verið jafn klárar í músík og karlar,“ segir Ólöf. „Sama gamla tuggan og í það skiptið fékk ég bara nóg. Ég var búin að vera dugleg að mæta á tónleika árum saman og var með nokkuð góða hugmynd um hvaða áhugaverðu hluti konur voru að gera í tónlist svo ég byrjaði að setja saman listann. Ég hef bætt við og tekið til í honum öðru hvoru síðan þá, en draumurinn er að gera þetta að heimasíðu til að gera þetta aðgengilegra.“

Senunni stjórnað af körlum

Aðspurð um hvað valdi því að konur séu ekki valdar til að koma fram á viðburðum eins og Rokk í Reykjavík segir Ólöf að margt spili þar inn í að hennar mati. „Kynjahlutföllin í senunni eru vissulega ekki frábær og skipuleggjendur þurfa oft að vinna meðvitað í því að auka kynjafjölbreytni flytjenda á viðburði. En það er langt frá því að vera ómögulegt og mín reynsla er sú að fjölbreytnin geri tónleikana alltaf betri. Aðstandendur hafa sagst ætla að bæta úr þessu og ég hlakka bara til að sjá hverjum þeir bæta við line-uppið.“

„Þetta breytist ekki af sjálfu sér og þetta breytist ekki bara með framlagi kvenna“

Hún kallar eftir því að þeir sem völdin hafa í tónlistarsenunni taki þátt í að gera hana fjölbreyttari. „Þau sem vinna í tónlistarbransanum, hvort sem er í viðburðarstjórnun, á útvarpsstöðvum, hjá útgáfufyrirtækjum eða annars staðar verða að taka meðvitaða ákvörðun um að hlusta á og vinna með konum,“ segir Ólöf. „Þetta breytist ekki af sjálfu sér og þetta breytist ekki bara með framlagi kvenna. Við erum að gera okkar besta en á meðan að senunni er að miklu leyti stjórnað af körlum þá verða þeir að vinna með okkur í að breyta henni. Fjölbreytni tónlistarmanna í bransanum skilar sér í fjölbreyttari og líflegri tónlistarflóru.“

Ólöf hvetur áhugasama til að renna yfir listann og senda sér tölvupóst ef á hann vantar tónlistarkonur. Hún segir að einnig hafi komið til umræðu að gera þurfi lista yfir kynsegin tónlistarfólk og trans menn, enda halli einnig á hlut þeirra í greininni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár