Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Heldur úti lista yfir tónlistarkonur: „Þetta breytist ekki af sjálfu sér“

„Lang­bró­karlist­an­um“ er ætl­að að auð­velda við­burð­ar­stjórn­end­um að bóka tón­list­ar­kon­ur á tón­leika. „Sama gamla tugg­an,“ seg­ir Ólöf Rún Bene­dikts­dótt­ir um þá hug­mynd að fram­lag kvenna til tón­list­ar sé ómerki­legra en karla.

Heldur úti lista yfir tónlistarkonur: „Þetta breytist ekki af sjálfu sér“
Ólöf Rún Benediktsdóttir Aðstandandi listans hvetur fólk til að senda sér nöfn tónlistarkvenna. Mynd: Gustavo Marcelo Blanco.

Karlmenn þurfa að vinna með konum í að breyta tónlistarsenunni, segir Ólöf Rún Benediktsdóttir, myndlistar- og tónlistarkona, sem hefur í nokkur ár haldið úti „Langbrókarlistanum“ eins og hún kallar hann, lista yfir tónlistarkonur á Íslandi. Listanum er ætlað að vera tól fyrir viðburðastjórnendur sem vilja bóka kvenkyns listamenn og hljómsveitir með konum, útvarpsfólk sem vill spila tónlist eftir konur og tónlistarunnendum sem eru að leita að nýrri tónlist til að kynna sér.

Nokkur ár eru síðan Ólöf birti fyrst listann, en hún kallar nú eftir nöfnum fleiri tónlistarkvenna til að bæta á hann í ljósi nýlegrar umræðu um Rokk í Reykjavík hátíðina. Stjórnendur hátíðarinnar voru nýverið gagnrýndir á samfélagsmiðlum þar sem á plakati fyrir hátíðina voru myndir af á fimmta tug karlkyns tónlistarmanna sem fram koma, en engar konur að finna.

Heitir listinn í höfuðið á Hallgerði langbrók og trónir tilvitnun í orð hennar - „engi hornkerling vil eg vera“ - efst á listanum. „Það var, eins og gerist svo oft, einhver sís-karl í fjölmiðlum að tala niður framlag kvenna til tónlistar og draga í efa að þær geti verið jafn klárar í músík og karlar,“ segir Ólöf. „Sama gamla tuggan og í það skiptið fékk ég bara nóg. Ég var búin að vera dugleg að mæta á tónleika árum saman og var með nokkuð góða hugmynd um hvaða áhugaverðu hluti konur voru að gera í tónlist svo ég byrjaði að setja saman listann. Ég hef bætt við og tekið til í honum öðru hvoru síðan þá, en draumurinn er að gera þetta að heimasíðu til að gera þetta aðgengilegra.“

Senunni stjórnað af körlum

Aðspurð um hvað valdi því að konur séu ekki valdar til að koma fram á viðburðum eins og Rokk í Reykjavík segir Ólöf að margt spili þar inn í að hennar mati. „Kynjahlutföllin í senunni eru vissulega ekki frábær og skipuleggjendur þurfa oft að vinna meðvitað í því að auka kynjafjölbreytni flytjenda á viðburði. En það er langt frá því að vera ómögulegt og mín reynsla er sú að fjölbreytnin geri tónleikana alltaf betri. Aðstandendur hafa sagst ætla að bæta úr þessu og ég hlakka bara til að sjá hverjum þeir bæta við line-uppið.“

„Þetta breytist ekki af sjálfu sér og þetta breytist ekki bara með framlagi kvenna“

Hún kallar eftir því að þeir sem völdin hafa í tónlistarsenunni taki þátt í að gera hana fjölbreyttari. „Þau sem vinna í tónlistarbransanum, hvort sem er í viðburðarstjórnun, á útvarpsstöðvum, hjá útgáfufyrirtækjum eða annars staðar verða að taka meðvitaða ákvörðun um að hlusta á og vinna með konum,“ segir Ólöf. „Þetta breytist ekki af sjálfu sér og þetta breytist ekki bara með framlagi kvenna. Við erum að gera okkar besta en á meðan að senunni er að miklu leyti stjórnað af körlum þá verða þeir að vinna með okkur í að breyta henni. Fjölbreytni tónlistarmanna í bransanum skilar sér í fjölbreyttari og líflegri tónlistarflóru.“

Ólöf hvetur áhugasama til að renna yfir listann og senda sér tölvupóst ef á hann vantar tónlistarkonur. Hún segir að einnig hafi komið til umræðu að gera þurfi lista yfir kynsegin tónlistarfólk og trans menn, enda halli einnig á hlut þeirra í greininni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár