Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Nýtt félag flýti samgönguframkvæmdum og innheimti veggjöld

Op­in­bert hluta­fé­lag, al­far­ið í eigu rík­is­ins, mun halda ut­an um ný sam­göngu­verk­efni og inn­heimta notk­un­ar­gjöld. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra kynnti áform um laga­setn­ingu þess efn­is á sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Tveir rík­is­stjórn­ar­flokk­ar voru áð­ur and­víg­ir veg­gjöld­um.

Nýtt félag flýti samgönguframkvæmdum og innheimti veggjöld
Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðaráðherra boðar stofnun opinbers hlutafélags sem stýri samgönguframkvæmdum og innheimti veggjöld.

Eitt eða fleiri opinber hlutafélög munu halda utan um ný samgönguverkefni og innheimta notkunargjöld frá þeim sem þau nýta, gangi eftir áform Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um lagasetningu sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda í dag. Tveir þeirra flokka sem mynda ríkisstjórn lýstu áður yfir andstöðu við veggjöld.

Ráðherra áformar að leggja frumvarpið fram á Alþingi, en lagaheimild skortir nú fyrir stofnun slíks félags. Ríkisstjórnin hefur þá stefnu að flýta fyrir þjóðhagslega arðsömum samgönguframkvæmdum með samstarfi við einkaaðila og fjölbreyttri fjármögnun. Nú þegar hefur verið veitt heimild til að semja við einkaaðila um sex slík verkefni og endurheimta framkvæmdakostnaðinn með notkunargjöldum. Í samgönguáætlun til ársins 2034 segir einnig að stefnt sé að gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi sem fjármagna eigi rekstur og viðhald ganganna sem og hluta framkvæmdakostnaðar nýrra jarðganga.

Næsta skref er að stofna opinbert hlutafélag sem heldur utan um framkvæmdir og innheimtu veggjaldanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, s.s. aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða,“ segir í tilkynningunni. Áformin byggja á samvinnu innviðaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Vegagerðarinnar.

VG og Framsókn höfnuðu áður veggjöldum

Þeir tveir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki hafa áður goldið varhug við innleiðingu veggjalda. Í landsfundarályktun Vinstri grænna um samgöngumál frá því í október 2017, mánuði áður en ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur var mynduð, sagði að Vinstri græn teldu að vegakerfið skyldi byggt upp og því viðhaldið úr sameiginlegum sjóðum og að flokkurinn hafnaði „hugmyndum um uppbyggingu grunnvegakerfis byggðri á vegatollum.“

Þegar Vinstri græn lýstu yfir þessari afstöðu var flokkurinn í stjórnarandstöðu á meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sat. Á þessum tíma lýsti Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu, undir forystu nýs formanns síns, Sigurðar Inga, einnig stuðningi við annars konar fjármögnun samgönguframkvæmda. Í málefnaályktun flokksþings flokksins um samgöngumál vorið 2018, skömmu eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn, kom fram að útfæra þyrfti nýjar tekjuleiðir sem endurspegli afnot af þjóðvegakerfinu og að eldsneytisskattar skyldu áfram mynda tekjugrunn samgangna á landi, og/eða að aksturstengd gjöld leysi þá af hólmi. Loks sagði: „Framsóknarflokkurinn hafnar tollhliðum á núverandi þjóðvegum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Alveg furðuleg að alíngismenn skylji ekki með allir þeirri taekni sem þegar er fyrir hendi skuli ekki fara einföldustu leiðin sem allir geta orðið samála um. að innheimta göld til vega framkvamda með kílómetra gjaldi á bíla og, þá borga þeir bara mest sem keira mest og þeir sem keira mist borga minst og þeir sem ekki keira bíla borga ekki neitt .

    Þetta myndi öruglaga stula að því menn kera bara eftir þörfum og þeir sem þurfa að kera langt fá stirki fra vinnuvetanda til að borga eftir maeli svokallaðann ökutakja stirk ef bíll er notaður til að komast í vinnu eða úr vinnu eins og er algengt með þá sem vinna í stjórnsísluni .

    Þá myndi atvinnulífið taka þatt í að draga úr mengun með alskomnar aðgerðum til damis með að menn sem þufa að akka frá til damis Akranesi ,Selfossi eða Kverageri myndu sameinast um að nota bara eitt ökutaeki til að komast í vinnu sem mydi baði spar akstu ef fjórir eru í bíl frekar en það sé bara einn í hverjum bíl sem myndi þíð 4 bíla í stað eins .

    Svo vaeri haegt að miða ökutakja stirki við allt sem er framyfir 2o km verði greitt fyrir af vinuveitanda

    Og á meðan notast er við bensín og diselbíla mati laeka eiðsliu bila með lakuðum hámarkshraða úr 9o kmá kl í 8o km kl .
    Min reinsla við að aka diselbíl á núverandi hamarkshraða í 8o í stað 9o km kl þá spars ekldsneiti úr 12 litrum á ekna 1oo km í 9.5 lítrara á ekna 1oo km.

    Raqfmagsbílstjóra veðr að satta sig við laekaðan hraða þar til haett er að notast við bensí eða disel (sem verður anns seind á öldini ef afram heldur sem horfir í dag.

    Ef þessi leið yrði fyrir vLINU MINDU MENN SPAR AKSTUR AÐ fremsta megni enda bílar ekki lengur leikföng heldur eins og kalla var í den faerileikur til að komas milli staða af nauðsin.

    Og ég tala nú ekk um um hversu mikið meingun myndi mínka .

    Notu skynsemina til að minka mengun sem við verðum að gera af lífvaenlegt á að verða fyrir manninn að lifa af
    0
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Hver er munurinn á opinberu hlutafélagi,alfarið í eigu ríkissinns,eð ríkiskassanum ???
    0
    • Stefán Örvar Sigmundsson skrifaði
      Opinbert hlutafélag hefur eigin stjórn, markmið og starfsmenn. Það er erfitt að stýra öllum ríkisrekstri beint úr fjármálaráðuneytinu.
      0
  • HÞJ
    Hjálmar Þór Jónsson skrifaði
    Væntanlega mun Samherji og ömmur sjávarútvegs fyrirtækji sjá hag sinn í því að blóðmjólka allmenning í.þessu með blessun xB.
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Já, hlutafélag til að rukka veggjöld, ætli Finnur Ingólfsson sé atvinnulaus, kjörið dæmi fyrir hann, vanur í bransanum, framsóknarmaður og alles.
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Enn eitt einkafyrirtæki ríkisins með stjórn og forstjóra með 2 til 5 milljónir í mánaðarlaun og hægt að framlengja endalaust svo aflóga gæðingar og þingmenn hafi feita bita til að setjast að ef þjóðin hafnar óráðsíðunni þeirra. Framkvæmd sem skilar öngvu nema kostnaði fyrir alla en hægt er að kaupa fáein atkvæði heimamanna og "buisnessmanna" með aðgerðinni... ekki í fyrsta sinn. Og ef heimamenn halda þeir sjálfir ríði feitum hesti frá þá eru þeir hér með minntir á kvótann sem Þorsteinn Már og fáeinir aðrir eiga í dag... með innihalds og meiningarlausri hneyksla þingmanna í fallandi flokkum eða almennum vinsældarveiðum. Því kvótinn átti jú að tryggja atvinnu í öllum útnárum þar sem hægt var að kaupa sér atkvæði... og merkilegt nokk þá velur landsbyggðin ennþá þessa tæru snillinga sem "sína menn" á þing.

    Svipað gáfulegt og lögbundin ástandsskoðun íbúða vegna sölu en í byggingariðnaði er það vel þekkt að kostnaður snarjókst við aðkomu "eftirlitsfyrirtækja" en gæðin ekki og auðvitað allir ábyrgðarlausir... eða eru þið búin að gleyma OR húsinu og þeim kostnaði sem fallið hefur á almenning vegna þess að allir voru stikkfrí ?

    Skýrslurnar koma ekki til með að vera undir hálfa milljón per íbúð í kostnaðarauka... til lukku með það tæru snillingar.

    Leggjum niður skattrannsókn og fjármálaeftirlit nema undir ægihrammi Seðló eða Skattsins... sem lýtur beinni stýringu fjármálaráðuneytis og svo þessi óráðsía enn og aftur.

    Já nýir kjósendur Framsóknar geta glaðst... þetta kallast að skjóta sig í klofið.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu