Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

814. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði — úr kvikmyndageiranum

814. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði — úr kvikmyndageiranum

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið? Lárviðarstig er svo í boði fyrir þá sem muna hver leikstýrði myndinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Kvikmyndin, sem spurt var um hér að ofan, var gerð eftir skáldsögu sem ... hver skrifaði?

2.  Til eru ber sem eru eitruð eða altént varasöm. Til dæmis segir sagan að smáfuglar gerist hér sumir heldur drukknir þegar þeir háma í sig ofþroskuð og jafnvel gerjuð ber á haustin. Hvaða ber eru talin svo mögnuð?

3.  Önnur víðkunn ber, sem reyndar vaxa ekki hér á landi nema þá í gróðurhúsum, þau eru gul á litin og mjög vinsæl til átu, enda flutt inn í stórum stíl. Þau eru líka einhver stærstu ber sem um getur, og svo stór og óvenjuleg að margir vita ekki einu sinni að fræðilega er um ber að ræða. Hvaða ber eru þetta?

4.  Í hvaða landi starfar fréttastofan TASS?

5.  Á Íslandsmeistaramóti karla í fótbolta þetta árið hefur eitt lið stungið önnur af og er sem stendur langefst. Hvaða lið er það?

6.  Bhutan heitir ríki eitt sem er um það bil einn þriðji af Íslandi að stærð. Á korti virkar Bhutan þó minna enda er það hálfpartinn kramið milli tveggja mun stærri ríkja. Hver eru þau? — og hafa þarf bæði rétt.

7.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Varsjá?

8.  Og við hvaða fljót stendur hún?

9.  Mila Kunis er úkraínskur Gyðingur sem fæddist 1983 og flutti til Bandaríkjanna sjö ára gömul. Þar hefur Kunis komið undir sig fótunum sem ... hvað?

10.  Ursus maritimus heitir á latínu dýr eitt sem ber stundum fyrir augu Íslendinga. Hvað köllum við þetta dýr?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er þessi mynd tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Friðrik Erlingsson.

2.  Reyniber.

3.  Bananar.

4.  Rússlandi.

5.  Breiðablik.

6.  Indland og Kína.

7.  Póllandi.

8.  Vislu.

9.  Leikkona.

Mila Kunis

10.  Hvítabjörn.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndin er úr Benjamín dúfu, sem Gísli Snær leikstýrði.

Seinni myndin er frá París.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár