Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

808. spurningaþraut: Beyoncé og Louise Penny — Konur á barmi taugaáfalls?

808. spurningaþraut: Beyoncé og Louise Penny — Konur á barmi taugaáfalls?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er þessi staffíruga fjölskylda nefnd? Enskt heiti dugar vel.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þjóð lofaði á dögunum að takmarka höfrungadráp við 500 dýr á ári?

2.  Hvaða skaga lögðu Rússar undir sig árið 2014?

3.  Hvað heitir stærsta borgin á þeim skaga?

4.  Mikill iðnaður er upp risinn í Bandaríkjunum og snýst um framleiðslu á ofurhetjumyndum sem margar tengjast innbyrðis. Ofurhetjurnar eru fjölmargar en ein þeirra er byggð á norrænum guði. Hvaða guði?

5.  En hvað heitir spænski kvikmyndaleikstjórinn sem hefur m.a. gert myndirnar Konur á barmi taugaáfalls, Allt um móður mína og Volver?

6.  Klettur einn rís úr hafi 700 kílómetra suðsuðaustur af Íslandi, 300 kílómetra frá næstu skosku eyjunni og rúma 400 kílómetra frá ströndum Írlands. Hvað kallast klettur þessi?

7.  „Öxin og jörðin geyma þá best,“ var sagt um feðga þrjá. Hverjir voru þeir?

8.  Beyoncé heitir ein allra mesta stjarna vorra tíma. Hún er fædd í Bandaríkjunum en í hvaða ríki?

9.  Hvaða dag hófst innrás Þjóðverja í Pólland árið 1939?

10.  Louise Penny heitir kanadískur reyfarahöfundur sem gaf árið 2005 út bók um lögregluvarðstjórann Armand Gamache sem leysti erfið sakamál í Québec. Nú er brátt væntanleg 17. bókin um Gamache og þykja bækurnar bæði vel skrifaðar og skemmtilegar. Í fyrra gaf Penny hins vegar líka út spennusöguna State of Terror sem gerist í stjórnkerfi Bandaríkjanna og fjallar um hryðjuverkaógn. Annar höfundur skrifaði þessa bók með Penny. Hver er sá höfundur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Færeyingar.

2.  Krím.

3.  Sevastopol.

4.  Þór.

5.  Almodovar.

6.  Rockall.

7.  Jón Arason biskup og syni hans.

8.  Texas.

9.  1. september.

10.  Hillary Clinton.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru söguhetjurnar í Incredibles.

Á neðri myndinni er Sveindís Jane.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár