Fyrri aukaspurning:
Hvað er þessi staffíruga fjölskylda nefnd? Enskt heiti dugar vel.
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða þjóð lofaði á dögunum að takmarka höfrungadráp við 500 dýr á ári?
2. Hvaða skaga lögðu Rússar undir sig árið 2014?
3. Hvað heitir stærsta borgin á þeim skaga?
4. Mikill iðnaður er upp risinn í Bandaríkjunum og snýst um framleiðslu á ofurhetjumyndum sem margar tengjast innbyrðis. Ofurhetjurnar eru fjölmargar en ein þeirra er byggð á norrænum guði. Hvaða guði?
5. En hvað heitir spænski kvikmyndaleikstjórinn sem hefur m.a. gert myndirnar Konur á barmi taugaáfalls, Allt um móður mína og Volver?
6. Klettur einn rís úr hafi 700 kílómetra suðsuðaustur af Íslandi, 300 kílómetra frá næstu skosku eyjunni og rúma 400 kílómetra frá ströndum Írlands. Hvað kallast klettur þessi?
7. „Öxin og jörðin geyma þá best,“ var sagt um feðga þrjá. Hverjir voru þeir?
8. Beyoncé heitir ein allra mesta stjarna vorra tíma. Hún er fædd í Bandaríkjunum en í hvaða ríki?
9. Hvaða dag hófst innrás Þjóðverja í Pólland árið 1939?
10. Louise Penny heitir kanadískur reyfarahöfundur sem gaf árið 2005 út bók um lögregluvarðstjórann Armand Gamache sem leysti erfið sakamál í Québec. Nú er brátt væntanleg 17. bókin um Gamache og þykja bækurnar bæði vel skrifaðar og skemmtilegar. Í fyrra gaf Penny hins vegar líka út spennusöguna State of Terror sem gerist í stjórnkerfi Bandaríkjanna og fjallar um hryðjuverkaógn. Annar höfundur skrifaði þessa bók með Penny. Hver er sá höfundur?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Færeyingar.
2. Krím.
3. Sevastopol.
4. Þór.
5. Almodovar.
6. Rockall.
7. Jón Arason biskup og syni hans.
8. Texas.
9. 1. september.
10. Hillary Clinton.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru söguhetjurnar í Incredibles.
Á neðri myndinni er Sveindís Jane.
Athugasemdir