Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

808. spurningaþraut: Beyoncé og Louise Penny — Konur á barmi taugaáfalls?

808. spurningaþraut: Beyoncé og Louise Penny — Konur á barmi taugaáfalls?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er þessi staffíruga fjölskylda nefnd? Enskt heiti dugar vel.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þjóð lofaði á dögunum að takmarka höfrungadráp við 500 dýr á ári?

2.  Hvaða skaga lögðu Rússar undir sig árið 2014?

3.  Hvað heitir stærsta borgin á þeim skaga?

4.  Mikill iðnaður er upp risinn í Bandaríkjunum og snýst um framleiðslu á ofurhetjumyndum sem margar tengjast innbyrðis. Ofurhetjurnar eru fjölmargar en ein þeirra er byggð á norrænum guði. Hvaða guði?

5.  En hvað heitir spænski kvikmyndaleikstjórinn sem hefur m.a. gert myndirnar Konur á barmi taugaáfalls, Allt um móður mína og Volver?

6.  Klettur einn rís úr hafi 700 kílómetra suðsuðaustur af Íslandi, 300 kílómetra frá næstu skosku eyjunni og rúma 400 kílómetra frá ströndum Írlands. Hvað kallast klettur þessi?

7.  „Öxin og jörðin geyma þá best,“ var sagt um feðga þrjá. Hverjir voru þeir?

8.  Beyoncé heitir ein allra mesta stjarna vorra tíma. Hún er fædd í Bandaríkjunum en í hvaða ríki?

9.  Hvaða dag hófst innrás Þjóðverja í Pólland árið 1939?

10.  Louise Penny heitir kanadískur reyfarahöfundur sem gaf árið 2005 út bók um lögregluvarðstjórann Armand Gamache sem leysti erfið sakamál í Québec. Nú er brátt væntanleg 17. bókin um Gamache og þykja bækurnar bæði vel skrifaðar og skemmtilegar. Í fyrra gaf Penny hins vegar líka út spennusöguna State of Terror sem gerist í stjórnkerfi Bandaríkjanna og fjallar um hryðjuverkaógn. Annar höfundur skrifaði þessa bók með Penny. Hver er sá höfundur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Færeyingar.

2.  Krím.

3.  Sevastopol.

4.  Þór.

5.  Almodovar.

6.  Rockall.

7.  Jón Arason biskup og syni hans.

8.  Texas.

9.  1. september.

10.  Hillary Clinton.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru söguhetjurnar í Incredibles.

Á neðri myndinni er Sveindís Jane.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár