Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er ein ellefu umsækjenda um starf sveitarstjóra Skaftárhrepps. Það er Ómar Már Jónsson einnig en hann tók við af Vigdísi sem oddviti Miðflokksins í Reykjavík, en hann var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps um árabil. Ómar náði ekki kjöri og Vigdís lét af störfum sem borgarfulltrúi í síðasta mánuði. Þau unnu saman að því að reyna að fá hann kjörinn í borgarstjórn en Vigdís var kosningastjóri Miðflokksins.
Þriðji Miðflokksmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, er einnig í umsækjendahópnum. Hann féll af þingi í síðustu Alþingiskosningum en fyrst um sinn var útlit fyrir að hann hlyti endurkjör. Eftir að atkvæði voru endurtalin í Norðvesturkjördæmi var hins vegar ljóst að hann hafði ekki hlotið kosningu. Bæði Karl Gauti og Vigdís eru meðal umsækjenda um bæjarstjórastarfið í Hveragerðisbæ auk þess sem hann sækir um sveitarstjórastarfið í Rangárþingi ytra.
Aðrir umsækjendur um starfs sveitarstjóra Skaftárhrepps eru Björn S. Lárusson skrifstofustjóri, Einar …
Athugasemdir