Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vigdís berst við arftaka sinn um sveitarstjórastól

Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi odd­viti Mið­flokks­ins í borg­ar­stjórn, er með­al um­sækj­enda um starf sveit­ar­stjóra Skaft­ár­hrepps. Það er Óm­ar Már Jóns­son, sem tók við sem odd­viti Mið­flokks­ins fyr­ir síð­ustu kosn­ing­ar, einnig.

Vigdís berst við arftaka sinn um sveitarstjórastól
Út á land Oddvitar Miðflokksins í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sækjast eftir að verða sveitastjórar í Skaftárhreppi. Ómar Már er ekki ókunnur starfinu því hann var sveitarstjóri í Súðavík um árabil.

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er ein ellefu umsækjenda um starf sveitarstjóra Skaftárhrepps. Það er Ómar Már Jónsson einnig en hann tók við af Vigdísi sem oddviti Miðflokksins í Reykjavík, en hann var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps um árabil. Ómar náði ekki kjöri og Vigdís lét af störfum sem borgarfulltrúi í síðasta mánuði. Þau unnu saman að því að reyna að fá hann kjörinn í borgarstjórn en Vigdís var kosningastjóri Miðflokksins.

Þriðji Miðflokksmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, er einnig í umsækjendahópnum. Hann féll af þingi í síðustu Alþingiskosningum en fyrst um sinn var útlit fyrir að hann hlyti endurkjör. Eftir að atkvæði voru endurtalin í Norðvesturkjördæmi var hins vegar ljóst að hann hafði ekki hlotið kosningu. Bæði Karl Gauti og Vigdís eru meðal umsækjenda um bæjarstjórastarfið í Hveragerðisbæ auk þess sem hann sækir um sveitarstjórastarfið í Rangárþingi ytra. 

Aðrir umsækjendur um starfs sveitarstjóra Skaftárhrepps eru Björn S. Lárusson skrifstofustjóri, Einar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár