Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vigdís berst við arftaka sinn um sveitarstjórastól

Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi odd­viti Mið­flokks­ins í borg­ar­stjórn, er með­al um­sækj­enda um starf sveit­ar­stjóra Skaft­ár­hrepps. Það er Óm­ar Már Jóns­son, sem tók við sem odd­viti Mið­flokks­ins fyr­ir síð­ustu kosn­ing­ar, einnig.

Vigdís berst við arftaka sinn um sveitarstjórastól
Út á land Oddvitar Miðflokksins í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sækjast eftir að verða sveitastjórar í Skaftárhreppi. Ómar Már er ekki ókunnur starfinu því hann var sveitarstjóri í Súðavík um árabil.

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er ein ellefu umsækjenda um starf sveitarstjóra Skaftárhrepps. Það er Ómar Már Jónsson einnig en hann tók við af Vigdísi sem oddviti Miðflokksins í Reykjavík, en hann var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps um árabil. Ómar náði ekki kjöri og Vigdís lét af störfum sem borgarfulltrúi í síðasta mánuði. Þau unnu saman að því að reyna að fá hann kjörinn í borgarstjórn en Vigdís var kosningastjóri Miðflokksins.

Þriðji Miðflokksmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, er einnig í umsækjendahópnum. Hann féll af þingi í síðustu Alþingiskosningum en fyrst um sinn var útlit fyrir að hann hlyti endurkjör. Eftir að atkvæði voru endurtalin í Norðvesturkjördæmi var hins vegar ljóst að hann hafði ekki hlotið kosningu. Bæði Karl Gauti og Vigdís eru meðal umsækjenda um bæjarstjórastarfið í Hveragerðisbæ auk þess sem hann sækir um sveitarstjórastarfið í Rangárþingi ytra. 

Aðrir umsækjendur um starfs sveitarstjóra Skaftárhrepps eru Björn S. Lárusson skrifstofustjóri, Einar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár