Undanfarna daga hef ég séð á nokkrum stöðum á Facebook ótrúlegar umræður um orðið leghafi. Mörgum finnst þetta ljótt orð og um það er vitanlega þýðingarlaust að ræða, að öðru leyti en því að minna á að það tekur yfirleitt alltaf nokkurn tíma að venjast nýjum orðum. En þetta orð er a.m.k. rétt myndað og gagnsætt – -hafi merkir yfirleitt 'sem hefur eitthvað' og leghafi vísar því til fólks sem hefur leg. Annað orð sem stundum er notað er legberi og um það gildir allt hið sama og um leghafi.
Sá misskilningur er áberandi í umræðunni að orðið leghafi sé samheiti við kona og eigi jafnvel að leysa það orð af hólmi í nafni einhvers pólitísks rétttrúnaðar. En það er fjarri sanni. Það eru ekki allar konur með leg. Sumar hafa undirgengist legnám og aðrar eru fæddar án legs, þ. á m. transkonur. Hins vegar er til fólk …
Athugasemdir (2)