Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, er meðal þeirra sem tilnefningarnefnd almenningshlutafélagsins Festi leggur til að verði kjörnir í stjórn félagsins. Sérstaklega er vísað til þess að Björgólfur hafi „sterka samfélagsvitund“ í umsögn nefndarinnar. Hann leysti Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra og fyrrverandi aðaleiganda Samherja, af eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samstarfi við Wikileaks um mútugreiðslur sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Festi er að langstærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem samtals eiga 73 prósent hlutafjár. Félagið er 64,7 milljarða króna virði miðað við gengi bréfa í því.
Með fókus á siðferðis- og samfélagsvitund
Skýrslu tilnefningarnefndarinnar var skilað til Kauphallarinnar í dag en þar segir meðal annars að afsögn Þórðar Más Jóhannessonar sem stjórnarformanns Festar og umræða um viðskiptahætti N1-rafmagns, sem tilheyrir Festar-samsteypunni, væru til marks um mikilvægi kröfunnar um siðferði og samfélagsvitund. Þórður Már hætti eftir að Vítalía Lazareva steig fram og sagði hann hafa brotið á sér í sumarbústaðaferð í …
https://stundin.is/grein/11714/
https://kjarninn.is/frettir/magnus-juliusson-radinn-adstodarmadur-aslaugar-ornu/
"Magnús hefur undanfarið gegnt stöðu forstöðumanns orkusviðs hjá N1 ehf.. Áður stofnaði hann fyrirtæki Íslenska orkumiðlun ehf. ásamt Bjarna Ármannssyni fjárfesti en þeir seldu það til Festis, eiganda N1, snemma árs 2020, en áður stofnaði hann og rak Íslenska orkumiðlun ehf. sem var seld til Festi hf. snemma árs 2020 á 850 milljónir króna."