Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fyrrverandi Samherjaforstjóri tilnefndur í stjórn Festar með vísan til „sterkr­ar sam­fé­lags­vit­und­ar“

Björgólf­ur Jó­hanns­son, sem leysti Þor­stein Má Bald­vins­son af hólmi eft­ir upp­ljóstrun Sam­herja­skjal­anna, er einn þeirra sem er til­nefnd­ur til að sitja í stjórn Fest­ar. Vís­að er til „sterkr­ar sam­fé­lags­vit­und­ar“ hans í um­sögn til­nefn­ing­ar­nefnd­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Nefnd­in tel­ur sið­ferði og sam­fé­lags­vit­und sér­stak­lega mik­il­væg nú.

Fyrrverandi Samherjaforstjóri tilnefndur í stjórn Festar með vísan til „sterkr­ar sam­fé­lags­vit­und­ar“
Saman Björgólfur og Þorsteinn Már tókust saman á við rannsókn og umræðu um mútugreiðslur í Namibíu. Mynd: Vísir/Sigurjón

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, er meðal þeirra sem tilnefningarnefnd almenningshlutafélagsins Festi leggur til að verði kjörnir í stjórn félagsins. Sérstaklega er vísað til þess að Björgólfur hafi „sterka samfélagsvitund“ í umsögn nefndarinnar. Hann leysti Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra og fyrrverandi aðaleiganda Samherja, af eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samstarfi við Wikileaks um mútugreiðslur sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Festi er að langstærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem samtals eiga 73 prósent hlutafjár. Félagið er 64,7 milljarða króna virði miðað við gengi bréfa í því. 

Með fókus á siðferðis- og samfélagsvitund

Skýrslu tilnefningarnefndarinnar var skilað til Kauphallarinnar í dag en þar segir meðal annars að afsögn Þórðar Más Jóhannessonar sem stjórnarformanns Festar og umræða um viðskiptahætti N1-rafmagns, sem tilheyrir Festar-samsteypunni, væru til marks um mikilvægi kröfunnar um siðferði og samfélagsvitund. Þórður Már hætti eftir að Vítalía Lazareva steig fram og sagði hann hafa brotið á sér í sumarbústaðaferð í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Eitt af þessum óhugnanlegu skilaboðum sem manni hryllir við.
    2
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Þarna er á lista Magnús Júlíusson sem komið hefur við sögu í umdeildum viðskiptum við Festi.

    https://stundin.is/grein/11714/

    https://kjarninn.is/frettir/magnus-juliusson-radinn-adstodarmadur-aslaugar-ornu/
    "Magnús hefur und­an­farið gegnt stöðu for­stöðu­manns orku­sviðs hjá N1 ehf.. Áður stofn­aði hann fyr­ir­tæki Íslenska orku­miðlun ehf. ásamt Bjarna Ármanns­syni fjár­festi en þeir seldu það til Fest­is, eig­anda N1, snemma árs 2020, en áður stofn­aði hann og rak Íslenska orku­miðlun ehf. sem var seld til Festi hf. snemma árs 2020 á 850 millj­ónir króna."
    1
  • Sigurjón Þórðarson skrifaði
    Er þetta ekki maðurinn sem stjórnaði skæruliðahóp Samherja?
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Þar sem almennir lífeyrissjóðir eiga hlut þar hefur persóna Björgólfs Jóhanssonar ekkert að gera.
    4
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er þetta ekki á svipuðum nótum og að Dání sálu hafi verið tilnemdur í barnavermd?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár