Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.

Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Mótmæla Dómarar mótmæla ákvörðun ráðherra um að krefjast endurgreiðslu ofrukkunar launa síðustu þriggja ára.

Ákvörðun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra launa síðustu þriggja ára er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara, að mati dómara. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og formaður Dómarafélags Íslands. 

Dómarafélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar ráðherrans sem kynnt var fyrr í dag á vef Fjársýslu ríkisins. Þar kom fram að undanfarin þrjú ár hafa laun 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna, þar á meðal dóamra, verið ofgreidd um samtals 105 milljónir króna. Stofnunin, að undirlagi ráðuneytisins, ætlar að krefjast endurgreiðslu á næstu tólf mánuðum.

Kjartan Bjarni segir á Facebook-síðu sinni að þetta hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þar með eru borgararnir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það mun kosta tugi milljóna ef dómarar fara í mál og setja þarf dómara í stað þeirra sem fyrir eru, jafnvel á öllum réttarstigum.
    0
  • Þóra Karls skrifaði
    Er nú nema von að dómararnir séu undrandi og svekktir? Hvað kom fyrir BjBen? - Hann er nú ekki vanur að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur?
    1
  • John Sigurdsson skrifaði
    Það versta við þetta er að dómarar skuli gera sig seka um svona hrikalegt dómgreindarleysi.
    2
  • Jack Danielsson skrifaði
    Það má ekki gera dómurum það að endurgreiða ofgreidd laun en öryrkjar og aldraðir mega lifa við það að þurfa að greiða ríkinu til baka fái þeir fáeinum krónum of mikið og svoleiðis hefur það verið síðan 2009 þegar skerðingarnar voru settar á.
    Vill ekki einhver benda þessu snjókorni að hringja í 113?
    6
  • JGG
    Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
    Þá munar ekkert um að endurgreiða ofgreidd laun, við öryrkjarnir höfum þurft að gera annað eins. En sumir sem rændu tryggingastofnun á sínum tíma skulda enn ránið...þeir ætla kannski að ræna þessari ofgreiðslu og réttlæta það með þessari þvælu um að aðgerðirnar feli í sér aðför að dómsvaldinu....þetta er ekki með öllu mjalla af græðgi þetta lið.
    4
    • Pálmi Helgi Björnsson skrifaði
      Ég er nú bara alveg hlessa yfir þessari hvörtun hjá dómarafélaginu Hvað meiga öryrkjar og ellilífeyrisþegar segja. Þessir dómara ættu að skammast sín ef að þeir hafa einkverja sóma tilfinningu.
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár