Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!

796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!

Fyrri aukaspurning:

Afmælisbarn dagsins. Hvað heitir stúlkan á myndinni hér ofan, en hún fæddist 1. júlí 1961. 

***

1.  Fyrsti júlí er í dag, við höfum spurningarnar um þá staðreynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kenndur?

2.  Tveir konungar Danmerkur (og þar með Íslands) fæddust 1. júlí — annar 1481 en hinn 1534. Báðir báru þeir númerið 2. sem sýnir að þeir hétu hvor sínu nafninu. Hvað hétu þessir dönsku kóngar?

3.  Á þessum degi árið 2000 var opnað á Norðurlöndunum rúmlega 8 kílómetra langt samgöngumannvirki sem fólst í brú, vegi og jarðgöngum. Milli hvaða þéttbýlisstaða?

4.  Á þessum degi 2004 lést bandarískur leikari sem gerði garðinn frægan í myndum eins og Apocalypse Now! og Guðföðurnum 1, en hann lék líka pabba Súpermanns! En hann varð kannski allra frægastur þegar hann hafnaði Óskarsverðlaununum. Hvað hét hann?

5.  Á þessum degi 1978 fæddist íslenskur rithöfundur sem hefur gefið út fjölmargar skáldsögur sem sumar hafa vakið heilmikla athygli. Hinar nýjustu heita t.d. Einlægur Önd, Hans Blær, Heimska og Illska. Höfundurinn skartar yfirleitt fögrum svörtum kúluhatti þegar til hans sést. Hvað heitir þessi höfundur?

6.  Á þessum degi 1986 var fyrsta konan á Íslandi skipuð Hæstaréttardómari. Hver var hún?

7.  1. júlí 1908 var þriggja stafa Morse-tákn tekið upp sem alþjóðleg hjálparbeiðni eða neyðarkall. Hvaða tákn?

8.  Þann 1. júlí 2013 bættist 28. ríkið í Evrópusambandið og síðan hafa ekki fleiri bæst við. Hvaða ríki var þetta?

9.  En eitt ríki hefur hins vegar heltst úr lestinni síðan svo ríkin eru nú aðeins 27. Hvaða ríki var það?

10.  Þann 1. júlí 1975 fæddist bandarískur tónlistarmaður sem kom í heimsókn til Íslands 2006 og hélt tvenna tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík af öllum stöðum. Hann hefur gefið út margt og mikið, en vakti sérstaka athygli þegar hann lýsti því yfir 2003 að hann ætlaði að gefa út 50 plötur sem hver um sig yrði helguð einu ríki Bandaríkjanna. Ekki veit ég samt til þess að út hafi komið nema tvær plötur, svo lagði hann áform sín á hilluna. En hvað hét hann? Sérstakt Fríkirkjustig er í boði fyrir þau sem geta nefnt a.m.k. annað af ríkjunum tveim sem hann náði að gefa út plötur um.

***

Seinni aukaspurning:

Þessi græja kom á markað 1. júlí 1979. Hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Júlíus Caesar.

2.  Kristján 2. og Friðrik 2.

3.  Kaupmannahafnar og Málmeyjar.

4.  Marlon Brando.

5.  Guðrún Erlendsdóttir.

6.  Eiríkur Örn Norðdahl.

7.  SOS.

8.  Króatía.

9.  Bretland.

10.  Sufjan Stevens.  Annaðhvort nafnin dugar. Ríkin tvö voru Michigan og Illinois Hér er brot úr tónleikum Stevens í Fríkirkjunni:

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Díana, síðar prinsessa.

Á neðri myndinni er Walkman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár