Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara vegna rannsóknar á örlögum tveggja gámaflutningaskipa. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, mun einnig mæta í skýrslutöku hjá rannsakendum. Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskipafélagsins sem send var Kauphöllinni nú í kvöld. Þar segir að Vilhelm sé „ekki grunaður um refsiverða háttsemi“.
Eimskip seldi skipin Laxfoss og Goðafoss til fyrirtækisins GMS, sem sérhæfir sig í að vera milliliður við förgun skipa, í desember árið 2019. Þeim var síðan siglt beint úr þjónustu Eimskips til niðurrifs á Alang-strönd við Indland í maí ári síðar. Niðurrifsstarfsemin þar hefur sætt harðri gagnrýni og samrýmist ekki lögum og reglum sem gilda um förgun evrópskra skipa. Laxfoss og Goðafoss voru skráð með heimahöfn í Færeyjum fyrir söluna en þá voru þau flutt á pappírum til Monróvíu í Líberíu í Afríku.
Umhverfisstofnun kærði Eimskipafélagið …
Athugasemdir