Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Einar Þorsteinsson er næsti borgarstjóri Reykjavíkur

Eft­ir 18 mán­uði tek­ur Ein­ar Þor­steins­son, sjón­varps­mað­ur úr Kast­ljós­inu, við sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. Hann verð­ur fyrsti Fram­sókn­ar­mað­ur­inn í embætti borg­ar­stjóra.

Einar Þorsteinsson er næsti borgarstjóri Reykjavíkur
Einar Þorsteinsson Leiddi blaðamannafund vegna myndunar nýs borgarstjórnarmeirihluta í dag. Hér er hann ásamt Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, sem verður forseti Borgarstjórnar. Mynd: RÚV

Eftir að hafa yfirgefið Kastljósið og lofað að sameina Reykvíkinga, frá úthverfum til miðborgar, hefur Einar Þorsteinsson náð að tryggja sér borgarstjórastólinn í Reykjavík. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á blaðamannafundi nýs meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur í Elliðaárdal.

Nýr meirihluti í borgarstjórn hefur verið innsiglaður með brotthvarfi Vinstri grænna og innkomu Framsóknarflokksins, sem fær borgarstjórastólinn í ársbyrjun 2024. Þá verður oddvitinn Einar Þorsteinsson fyrsti borgarfulltrúi Framsóknarflokksins til að gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur eftir sögulega upprisu flokksins í 18,7% fylgi úr 3,2% fjórum árum fyrr.

Meirihlutasamningur Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar telur 33 síður og er kynntur undir 18 punktum. Hann felur meðal annars í sér stórátak í uppbyggingu húsnæðis og áframhaldandi áherslu á borgarlínu. Andspænis nýjum meirihluta standa síðan flokkar frá vinstri og hægri, annars vegar Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn, og hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn.

„Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég er ákaflega ánægður með þennan sáttmála, hann svarar að öllu leyti kröfu Framsóknar um breytingar á þessu kjörtímabili,“ sagði Einar á fundinum fyrir skemmstu.

„Það er mikill ferskleiki yfir þessum nýja meirihluta“
Dagur B. Eggertsson
Borgarstjóri og verðandi formaður Borgarráðs

„Einar byrjar á að leiða borgarráð, en verður síðan borgarstjóri í byrjun árs 2024,“ sagði Dagur B. Eggertsson, sem situr áfram í stóli borgarstjóra þangað til og hefur svo sætaskipti við Einar. „Það er mikill ferskleiki yfir þessum nýja meirihluta,“ sagði Dagur.

„Meirihlutinn féll, en minnihlutinn gerði það líka,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem verður forseti Borgarstjórnar.

Mesta uppbyggingarskeið sögunnar

Að sögn Dags er framundan „mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar“.

„Þetta er meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt og ég er sammála því sem hér er sagt að við erum sameiginlega að reyna að svara kalli um að við séum að fara inn í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Ekki síst í húsnæðismálum en líka í samgöngumálum, borgarlínu, Sundabraut og fleiri verkefni sem við höfum náð saman um, forgangsraðað og sett niður á blað. Þetta er verkefnaáætlun um leið og þetta er samstarfsyfirlýsing.“

Einar var sáttur með margt

Einar sagði á blaðamannafundinum að hann hefði í kosningabaráttunni tiltekið að margt gott hefði verið gert í Reykjavík og byggt yrði á því.

„Kosningabaráttan leiddi í ljós kröfu um breytingar í húsnæðismálum, samgöngumálum og ýmsum velferðarmálum. Ég held að það sé óhætt að segja að við náðum mjög vel saman utan um þessi mál í okkar viðræðum. Ég er þakklátur fyrir það að við öll hér vorum lausnamiðuð og samstarfsfús og mjög einbeitt í því að ná saman texta sem tryggir áframhaldandi vegferð í borginni og velferð, aukna uppbyggingu í húsnæðismálum og ýmsu slíku.“

Píratar yfir umhverfi og skipulagi

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verður formaður skipulagsráðs sem taka mun yfir umhverfismál.

„Loftagsmálin eru leiðarljós í gegnum þennan sáttmála, lýðræði, gagnsæði og réttlætt og gott velferðarsamfélag fyrir öll og alla hópa. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til og höldum að þetta geti orðið gjöfult samstarf öllum borgarbúum til heilla. Þetta endurspeglast meðal annars í því að við erum að taka umhverfismálin aftur inn í skipulagsmálin, með sameinuðu ráði umhverfis- og skipulagsmála og fleiri áherslum,“ sagði Dóra rétt í þessu.

Þórdís Lóa tók undir með Dóru Björt um grænar áherslur.

„Ætlum að taka sérstaklega utan um atvinnu- og nýsköpunarmál, tryggja uppbyggingu atvinnumála og fyrirtækja í borginni. Við erum sérstaklega að taka mjög vel utan um loftlagsmálin og græna þróun. Og við erum hér með metnaðarfulla sýn í skólaþróun og velferðarmálum, menningar- og íþróttamálum og svona get ég lengi upp talið, því þetta er allt saman á þessum tæplega 40 síðum.“

Brú milli úthverfa og miðborgar

Einar Þorsteinsson er fæddur á aðfangadag árið 1978 og er með BA-gráðu í stjórnmálafræði. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum í Sjálfstæðisflokknum og var formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, en gekk í Framsóknarflokkinn í vor. Hann er kvæntur Millu Ósk Magnúsdóttur, fyrrverandi fréttakonu á RÚV, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarmanns Lilju Alfreðsdóttur og Willums Þórs Þórssonar, ráðherra Framsóknarflokksins.

Einar hefur starfað sem fréttamaður, nú síðast sem stjórnandi í Kastljósinu, þar til hann sagði stöðu sinni lausri í ársbyrjun. Hann tilkynnti um framboð sitt í Framsóknarflokknum í þættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í byrjun mars. 

„Maður er að þjóna almenn­ingi og áhorf­endum sem eru að horfa. Og svo þegar ég fór að máta mig við stjórn­mála­flokka þá var það ein­hvern veg­inn bara aug­ljóst mál að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er eini flokk­ur­inn sem ég get verið í af því að þar er verið að skoða hlut­ina frá báðum hliðum – og öfga­laust,“ sagði hann þá.

Einar bauð sig fram undir þeim formerkjum að sameina klofna borg. Þannig væru íbúar úthverfanna reiðir vegna áherslu á borgina vestan Elliðaáa. „Það er eins og það búi tvær þjóðir í Reykja­vík,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið. Það var einmitt við Elliðaárnar sem hann leiddi blaðamannafund um nýjan borgarstjórnarmeirihluta í dag.

Fyrir kosningar vildi hann bjóða börnum frítt í sund og frítt í Strætó, auk þess að tvöfalda frístundastyrk. Hann boðaði einnig að Framsóknarflokkurinn vildi flýta uppbyggingu á Keldum, byggja meira upp í Úlfarsárdal og Örfirisey, og þétta byggð í Grafarvogi og Breiðholti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ekki vera hissa ef samstarfið spryngur innan 18 mánuða ef vænlegri möguleikar bjóðast til að Dagdraumur haldi stólnum. Píratar og Vonbrigði munu styðja þá setu fram í rauðan dauðann. Hvað varðar vonarloforð um fleiri lóðir þá er ekkert sem tryggir ekki að þær verði ekki dýrari en það sem núna er í boði... og þarf af leiðandi dýrari íbúðir... svo þetta eru innantóm loforð eins og sést ef gömlum blöðum er fletti. Pavel verður ennþá við stýrið við að smíða rándýrar lóðir undir formerkjun "þétting byggðar" en sú hugmyndarfræði er á réttri íslensku "minni þjónusta og dýrari íbúðir en áframhaldandi ábyrgðarleysi á þessarri vítsvél fjárplógsaðila (oft kallaðir fjármálakerfið)".
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár