Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

778. spurningaþraut: „Did I disappoint you?“ söng hann

778. spurningaþraut: „Did I disappoint you?“ söng hann

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er algengt, en ekki að öllu leyti rétt, nafn sem notað er yfir bísonuxa í Norður-Ameríku?

2.  „Nissen huts“ er nafn sem notað er í ensku um ákveðna sort af húsum. Þau þekktust á tilteknu tímabili hér á Íslandi, ekki síður en í útlöndum. Hvað köllum við Nissen huts?

3.  Hver er höfuðborgin í Rúmeníu?

4.  GDRN heitir fullu nafni ... hvað?

5.  Einn þingmanna á Alþingi Íslendinga er tölvunarfræðingur að mennt og hefur starfað við eftirfarandi, samkvæmt vef Alþingis: Starfsmaður í leikskólunum Staðarborg og Jörfa 1996–1999, kerfisstjóri hjá LÍN, starfsmaður við hugbúnaðarþjónustu hjá Hugviti hf., kennsla við Foldaskóla, gæðaeftirlit hjá leikjafyrirtækinu CCP 2006–2008, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Meniga, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun, síðar Menntamálastofnun til 2016. Hver er þingmaðurinn?

6.  Carrie Fisher sáluga lét fræga prinsessu í bíómyndum. Hvað hét prinsessan?  

7.  Hver af eftirtöldum orðum er EKKI eitt af ríkjum Bandaríkjanna? — Arkansas, Connecticut, Manitoba, Nebraska, Oregon, Vermont, Wyoming. 

8.  Rétt norður af Vatnajökli, eða nánast í jökulröndinni, eru eldföll sem gosið hafa á sögulegum tíma. Hvað heita þessi fjöll?

9.   Hvað fékkst Jussi Björling við í lífinu?

10.  Árið 2003 lést vestur í Bandaríkjunum rúmlega sjötugur söngvari og tónlistarmaður sem var fyrst og fremst kunnur fyrir country-músík en vinsældir hans náðu reyndar langt út yfir sérstaka áhugamenn um þá tónlist. Enda kom hann víða við. Á sjöunda áratugnum söng hann með sinni djúpu rödd um fangelsismál vestan hafs en laust fyrir aldamótin náði útgáfa hans var laginu One með U2 miklum vinsældum. Hvað hét hann? 

***

Seinni aukaspurning: 

Hér er mynd úr Þjóðviljanum frá 1988. Hvaða hljómsveit má sjá þarna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Buffaló.

2.  Braggar.

3.  Búkarest.

4.  Guðrún Ýr Eyfjörð.

5.  Björn Leví.

6.  Leia (úr Star Wars).  

7.  Manitoba er fylki í Kanada, ekki ríki í Bandaríkjunum.

8.  Kverkfjöll.

9.  Söng.

10.  Johnny Cash.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Amber Heard leikkona. Þarna flytur hún mál sitt í réttarhöldum vegna máls er fyrrum eiginmaður hennar Johnny Depp höfðaði gegn henni.

á neðri myndinni er hljómsveitin Síðan skein sól.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EM
    Eyjólfur Magnússon skrifaði
    Í bókinni Náttúruvá á Íslandi, eldgos og jarðskjálftar frá 2013 er kafli um Kverkfjöll skrifaður af Magnúsi Tuma Guðmundssyni og fleirum. Þar segir: "Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt, en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist". Samhljóða upplýsingar má finna um Kverkfjöll á https://islenskeldfjoll.is/#
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár