Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, leið­bein­andi hjá Stíga­mót­um segja að sam­fé­lag­ið átti sig ekki á öm­ur­legri stöðu þeirra kvenna sem neyð­ist til að vera í vændi og að flest­ar þeirra beri af því var­an­leg­an skaða. Í þætt­in­um Eig­in Kon­ur segja þær frá bók um vændi á Ís­landi sem kem­ur út inn­an skamms. Í henni eru með­al ann­ars birt­ar reynslu­sög­ur sex kvenna sem hafa ver­ið í vændi.

Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi
Eva Dís Þórðardóttir og Brynhildur Björnsdóttir vildu gefa konunum sem hafa verið í vændi tækifæri til að segja sínar sögur en ekki síður reyna að opna augu almennings fyrir viðkvæmri og oft hættulegri stöðu sem konur sem stunda vændi séu í.

„Samfélagið virðist ekki átta sig á neyðinni sem veldur því að konur selja aðgang að líkama sínum. Að þessu sé leyft að grassera í okkar samfélagi sem er svona lítið, að það viðgangist að fólk í neyð, veikar konur, fátækar konur neyðist til að grípa til slíkra ráða,“ segir Eva Dís Þórðardóttir. Hún vinnur hjá Stígamótum og hefur þar umsjón með svokölluðum Svanahópum sem eru stuðningshópar fyrir þolendur vændis. Eva Dís segir að konunum gefist þar tækifæri til að tala um afleiðingar vændis og vinna úr áföllum því tengdu. Eva Dís segir að hugmyndin um að skrifa bók með reynslusögum kvenna af vændi hafi kviknað árið 2019 þegar hún var með hópnum og ein kvennanna spurði hvar þær gætu sagt sögur sínar. „Sumar þessar sögur sitja verulega á sálinni okkar, inni í taugakerfinu okkar. Við erum að fá jafnvel svona leiftur, svona „flashback“ af því að langflestar okkar ef ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár