Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, leið­bein­andi hjá Stíga­mót­um segja að sam­fé­lag­ið átti sig ekki á öm­ur­legri stöðu þeirra kvenna sem neyð­ist til að vera í vændi og að flest­ar þeirra beri af því var­an­leg­an skaða. Í þætt­in­um Eig­in Kon­ur segja þær frá bók um vændi á Ís­landi sem kem­ur út inn­an skamms. Í henni eru með­al ann­ars birt­ar reynslu­sög­ur sex kvenna sem hafa ver­ið í vændi.

Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi
Eva Dís Þórðardóttir og Brynhildur Björnsdóttir vildu gefa konunum sem hafa verið í vændi tækifæri til að segja sínar sögur en ekki síður reyna að opna augu almennings fyrir viðkvæmri og oft hættulegri stöðu sem konur sem stunda vændi séu í.

„Samfélagið virðist ekki átta sig á neyðinni sem veldur því að konur selja aðgang að líkama sínum. Að þessu sé leyft að grassera í okkar samfélagi sem er svona lítið, að það viðgangist að fólk í neyð, veikar konur, fátækar konur neyðist til að grípa til slíkra ráða,“ segir Eva Dís Þórðardóttir. Hún vinnur hjá Stígamótum og hefur þar umsjón með svokölluðum Svanahópum sem eru stuðningshópar fyrir þolendur vændis. Eva Dís segir að konunum gefist þar tækifæri til að tala um afleiðingar vændis og vinna úr áföllum því tengdu. Eva Dís segir að hugmyndin um að skrifa bók með reynslusögum kvenna af vændi hafi kviknað árið 2019 þegar hún var með hópnum og ein kvennanna spurði hvar þær gætu sagt sögur sínar. „Sumar þessar sögur sitja verulega á sálinni okkar, inni í taugakerfinu okkar. Við erum að fá jafnvel svona leiftur, svona „flashback“ af því að langflestar okkar ef ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu