Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins

„Ég hjóla nú tölu­vert,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni. Net­verj­ar vilja meina að hjálm­ur sem hann sést skarta í kosn­inga­mynd­bandi flokks­ins snúi öf­ugt. Fyr­ir­séð er að sam­staða sé þvert á flokka um aukna inn­viði fyr­ir hjólandi Reyk­vík­inga á kom­andi kjör­tíma­bili

Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
Fram eða aftur? Kjartan segir að hjálmurinn snúi rétt, eitthvað sem netverjar hafa haft efasemdir um. Mynd: úr myndbandi Sjálfstæðisflokksins

„Nei, ég nota þennan hjálm oft,“ segir Kjartan Magnússon, varaþingmaður og þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Umræða hefur sprottið upp á netinu eftir að kosningaauglýsing flokksins var birt þar sem Kjartan sést bregða fyrir á hjóli og með reiðhjólahjálm. Það eru þó ekki hjólahæfileikarnir sem vekja athygli heldur hjálmurinn. Margir vilja meina að hann snúi öfugt.

GarpurKjartani sést bregða fyrir á hjóli í kosningamyndbandi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hjóla talsvert.

Kjartan blæs á þessar útleggingar. „Ég hjóla nú töluvert,“ segir hann aðspurður. Á það bendir líka Snorri Stefánsson lögmaður í hópnum Samgönguhjólreiðar, þar sem hjálmanotkunin hefur einnig vakið athygli. „Það má alveg hafa gaman af þessu en hann hjólar í alvörunni,“ segir hann. Snorri er sambýlismaður keppinautar Kjartans í borgarstjórnarkosningunum en hann býr með Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna. 

„Það er ekki hægt að hafa hann öfugan“
Kjartan Magnússon
um hjólahjálminn sinn

Til að taka af allan vafa sótti Kjartan hjálminn og kíkti á hann. „Ég náði nú í hjálminn af því þú ert að spyrja að þessu og er með hann hérna fyrir framan mig og þetta er bara þannig hjálmur að það er ekki hægt að hafa hann öfugan. Þá myndi hann ekki tolla á höfðinu á mér.“

Kjartan er þó ekki eini frambjóðandinn sem hefur sést hjóla í kosningabaráttunni. Það hefur Pawel Bartoszek, annar maður á lista Viðreisnar, líka gert. Í auglýsingu frá flokknum sést hann bruna – hjálmaður – yfir Lækjartorg á reiðhjóli og augnabliki síðar – hjálmlaus – á rafskútu. 

Pawel á hjóliLíkt og Kjartan er Pawel með hjálm á hjólinu. Hann er reyndar horfinn augnabliki síðar þegar Pawel er kominn á rafskútu.

Báðir flokkar hafa sérstaka stefnu í hjólamálum innan borgarinnar. Eitt af sjö kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins varðandi samgöngur gengur út á að  „innleiða hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar af metnaði og styðja enn betur við hjólreiðar sem samgöngumáta í borginni“.

Viðreisn minnist átta sinnum á hjól í stefnuskrá sinni og ætlar meðal annars að klára þarf samfellt hjólastíganet fyrir borgina og samræma útlit og hönnun hjólastíga með nágrannasveitarfélögum. „Við viljum beita okkur fyrir því að lagður verði hjólastígur milli Keflavíkur og Reykjavíkur,“ segir svo líka. 

Samfylkingin ætlar sér líka að bæta göngu- og hjólastíganetið og auka forgang þessara ferðamáta á gatnamótum. Rétt eins og Píratar sem ætla að setja hjóla- og göngustíga framar í forgangsröðun. Framsókn er svo enn annar flokkurinn sem vill „öfluga uppbyggingu hjóla- og göngustíga og styður deilihagkerfi í samgöngum“.

Miðflokkurinn styður þetta líka en auk þess ætlar flokkurinn að stórbæta þrif á hjólastígum. 

Í kynntri kosningastefnu Vinstri grænna virðist ekki minnst á hjólreiðar en teiknaða myndin sem prýðir síðuna um samgöngur inniheldur meðal annars hjól. Sósíalistar virðast heldur ekki hafa sérstaka hjólastefnu í kynntum kosningaáherslum sínum né heldur Flokkur fólksins 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það þarf að laga til í hjólamenningunni: Það vantar stórlega uppá að gangandi fólk sé öruggt á göngustígum vegna hjólaumferðar og raftækjaumferðar. Skipulagsnefnd Rvk má taka til í þessum málum auk þess að jafna bílaumferðarmöguleika því það er lífsnauðsynlegt mörgum (t.d. eldri borgurum, fötluðum og barnafjölskyldum) að geta notað einkabílinn. Ekki vanmeta þessi atriði!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár