Fyrri aukaspurning:
Í hvaða teiknimyndaveröld býður „sálfræðingurinn“ hér að ofan upp á þjónustu sína?
***
Aðalspurningar:
1. Maður nokkur að nafni James Garfield var drepinn árið 1881 og þótti það nokkrum tíðindum sæta í ljósi þess hvaða starfi Garfield gegndi. Og það var ... hvað?
2. Hvaða heimspekingur var dæmdur til dauða í Grikklandi hinu forna?
3. Í Gamla testamenti Biblíunnar eru spámenn Jave sífellt að amast við trú landa sinna á annan guð sem dýrkaður var af nágrönnum Ísraelsmanna. Spámönnunum fannst þessi guð vera hinn versti. Hvað nefndist sá guð?
4. Hvaða verslunarkeðju stofnaði Jóhannes Jónsson?
5. En hvaða fyrirtæki var á sínum tíma kallað „óskabarn þjóðarinnar“?
6. Hvað merkti það þegar konur „sátu í festum“?
7. Hver gaf á síðasta ári út endurminningabókina Rætur þar sem fjallað er um uppvöxt höfundar á Vestfjörðum og síðan í Reykjavík?
8. Hvaða ár var NATO stofnað?
9. Eitt fljót í Evrópu rennur gegnum fjórar höfuðborgir. Hvaða fljót er það?
10. Og þá liggur beint við að spyrja: Hvaða fjórar höfuðborgir eru það? Stig fæst fyrir þrjár en lárviðarstig fyrir allar fjórar!
***
Seinni aukaspurning:
Af hvaða tegund er bíllinn hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Forseti Bandaríkjanna.
2. Sókrates.
3. Baal.
4. Bónus.
5. Eimskipafélag Íslands.
6. Þegar konur biðu svo og svo lengi eftir því að unnusti þeirra hefði tíma til að kvænast þeim.
7. Ólafur Ragnar Grímsson.
8. 1949.
9. Dóná.
10. Vínarborg, Bratislava, Búdapest og Belgrad.
***
Svör við aukaspurningum:
Lucy birtist í teiknimyndasögunum um Smáfólkið eða Peanuts.
Bíllinn er vitaskuld Hummer.
Athugasemdir (1)