Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

756. spurningaþraut: Fjórar evrópskar höfuðborgir, og fleira

756. spurningaþraut: Fjórar evrópskar höfuðborgir, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða teiknimyndaveröld býður „sálfræðingurinn“ hér að ofan upp á þjónustu sína?

***

Aðalspurningar:

1.  Maður nokkur að nafni James Garfield var drepinn árið 1881 og þótti það nokkrum tíðindum sæta í ljósi þess hvaða starfi Garfield gegndi. Og það var ... hvað?

2.  Hvaða heimspekingur var dæmdur til dauða í Grikklandi hinu forna?

3.  Í Gamla testamenti Biblíunnar eru spámenn Jave sífellt að amast við trú landa sinna á annan guð sem dýrkaður var af nágrönnum Ísraelsmanna. Spámönnunum fannst þessi guð vera hinn versti. Hvað nefndist sá guð?

4.  Hvaða verslunarkeðju stofnaði Jóhannes Jónsson?

5.  En hvaða fyrirtæki var á sínum tíma kallað „óskabarn þjóðarinnar“?

6.  Hvað merkti það þegar konur „sátu í festum“?

7.  Hver gaf á síðasta ári út endurminningabókina Rætur þar sem fjallað er um uppvöxt höfundar á Vestfjörðum og síðan í Reykjavík?

8. Hvaða ár var NATO stofnað?

9.  Eitt fljót í Evrópu rennur gegnum fjórar höfuðborgir. Hvaða fljót er það?

10.  Og þá liggur beint við að spyrja: Hvaða fjórar höfuðborgir eru það? Stig fæst fyrir þrjár en lárviðarstig fyrir allar fjórar!  

***

Seinni aukaspurning:

Af hvaða tegund er bíllinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Forseti Bandaríkjanna.

2.  Sókrates.

3.  Baal.

4.  Bónus.

5.  Eimskipafélag Íslands.

6.  Þegar konur biðu svo og svo lengi eftir því að unnusti þeirra hefði tíma til að kvænast þeim.

7.  Ólafur Ragnar Grímsson.

8.  1949.

9.  Dóná.

10.  Vínarborg, Bratislava, Búdapest og Belgrad.

***

Svör við aukaspurningum:

Lucy birtist í teiknimyndasögunum um Smáfólkið eða Peanuts.

Bíllinn er vitaskuld Hummer.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GSB
    Guðmundur Skúli Bragason skrifaði
    Náði loksins öllum, lárvarðarstig og aukaspurningar meðtaldar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár