Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, var eini fulltrúinn sem lýsti sig algjörlega andsnúinn borgarlínu í oddvitakappræðum Stundarinnar sem fram fóru í dag. Við eigum að stytta ferðatíma, sagði hann og benti á að með því að þvinga, eins og hann orðar það, flugvöllinn í burtu sé verið að lengja ferðatíma stórs hluta fólks. Borgarlínan muni ekki gangast nema hlut fólks.
„Við erum bílaþjóð,“ sagði oddvitinn. „Við eigum að vinna í því að stytta ferðatíma, fyrir alla ferðamáta. Borgarlínan styttir ekki ferðatíma nema fyrir afmarkaðan hóp. Ég bjó í Melbourne í Ástralíu og gat farið á mínum einkabíl niður í miðja borg.“
Stórtíðindi að vera korter niður í bæ
Þórdís Lóa svaraði þó Ómari fullum hálsi og sagði engan vera að þvinga einn né neinn í neitt, Það þurfi að stytta tíma í samgöngum og til þess þurfi að koma fram ferðavenjubreytingum. Það gerist með borgarlínu. …
Athugasemdir (2)