Fyrri aukaspurning:
Af hvaða tegund er þessi bláeygi hundur?
***
Aðalspurningar:
1. Hver leysti málið um Baskerville-hundinn?
2. Hver átti upphaflega hundinn Sám sem sagt er frá í Njálssögu?
3. En sá gaf hundinn frægri hetju. Hetjan var ... hver?
4. Fræg hjón á vorum dögum áttu líka hund sem nefndur var Sámur. Og þar er um að ræða ...?
5. Hvað er átt við með hugtakinu „Sámur frændi“?
6. Fræg berjategund, sem við köllum svo, er víst í rauninni alls ekki ber í fræðilegum skilningi, heldur svokallað skinaldin. Þetta „ber“ (sem kallast fragaria á latínu) er flutt inn til Íslands í stórum stíl en vex líka villt hér landi, þó ekki sé það víða. Hvaða skinaldin er hér um að ræða?
7. Christiaan Barnard var frægur skurðlæknir sem framkvæmdi ákveðna aðgerð fyrstur allra árið 1967. Sjúklingur hans lifði reyndar ekki lengi eftir aðgerðina, en hver var aðgerðin?
8. Í hvaða landi er borgin Bologna?
9. Hvaða skáldsaga segir frá Winston Smith og glímu hans við harðneskjuleg stjórnvöld í ríkinu Oceaniu?
10. Mikill umhverfissáttmáli var samþykktur árið 2015 og eru þar tilgreind þau markmið sem stefnt skal í loftslagsmálum. Við hvaða borg er sáttmálinn kenndur?
***
Seinni aukaspurning:
Hér að neðan má sjá tákn fyrir ... hvað?
***
Svör við aukaspurningum:
1. Sherlock Holmes.
2. Ólafur pái.
3. Gunnar á Hlíðarenda.
4. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.
5. Bandaríkin.
6. Jarðarber.
7. Hjartaígræðsla.
8. Ítalíu.
9. 1984.
10. París.
***
Svör við aukaspurningum:
Hundurinn er Síberíu-Husky.
Táknið kallast yin-yang.
Athugasemdir