Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

748. spurningaþraut: Hvaða jurt ber ber sem er þó ekki ber?

748. spurningaþraut: Hvaða jurt ber ber sem er þó ekki ber?

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er þessi bláeygi hundur?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver leysti málið um Baskerville-hundinn?

2.  Hver átti upphaflega hundinn Sám sem sagt er frá í Njálssögu?

3.  En sá gaf hundinn frægri hetju. Hetjan var ... hver?

4.  Fræg hjón á vorum dögum áttu líka hund sem nefndur var Sámur. Og þar er um að ræða ...?

5.  Hvað er átt við með hugtakinu „Sámur frændi“?

6.  Fræg berjategund, sem við köllum svo, er víst í rauninni alls ekki ber í fræðilegum skilningi, heldur svokallað skinaldin. Þetta „ber“ (sem kallast fragaria á latínu) er flutt inn til Íslands í stórum stíl en vex líka villt hér landi, þó ekki sé það víða. Hvaða skinaldin er hér um að ræða?

7.  Christiaan Barnard var frægur skurðlæknir sem framkvæmdi ákveðna aðgerð fyrstur allra árið 1967. Sjúklingur hans lifði reyndar ekki lengi eftir aðgerðina, en hver var aðgerðin?

8.  Í hvaða landi er borgin Bologna?

9.  Hvaða skáldsaga segir frá Winston Smith og glímu hans við harðneskjuleg stjórnvöld í ríkinu Oceaniu?

10.  Mikill umhverfissáttmáli var samþykktur árið 2015 og eru þar tilgreind þau markmið sem stefnt skal í loftslagsmálum. Við hvaða borg er sáttmálinn kenndur?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá tákn fyrir ... hvað?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Sherlock Holmes.

2.  Ólafur pái.

3.  Gunnar á Hlíðarenda.

4.  Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.

5.  Bandaríkin.

6.  Jarðarber.

7.  Hjartaígræðsla.

8.  Ítalíu.

9.  1984.

10.  París.

***

Svör við aukaspurningum:

Hundurinn er Síberíu-Husky.

Táknið kallast yin-yang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár