Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB

Sendi­herr­ar tíu Evr­ópu­þjóða lögðu í síð­ustu viku til að Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi og um­svifa­mik­ill fiskinn­flytj­andi, yrði lát­inn sæta við­skipta­þving­un­um ESB vegna tengsla sinna og stuðn­ings við ein­ræð­is­herr­ann Lukashen­ko. Ung­verj­ar komu hon­um til bjarg­ar og vöktu, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, mikla reiði Pól­verja og Lit­háa. Kjör­ræð­is­mað­ur Ung­verja­lands er und­ir­mað­ur Mos­hen­sky.

Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
Orban til bjargar Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands og ríkisstjórn hans hentu á dögunum líflínu til Aleksander Moshensky, kjörræðismanns Íslands og bandamanns Aleksander Lukashenko, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi. Tíu aðildarríki höfðu þá lagt fram tillögu undir forystu Litháa, þess efnis að Moshensky yrði svartlistaður af ESB-ríkjunum. Afstaða Ungverja vakti að sögn heimildarmanna Stundarinnar mikla reiði meðal nágrannaþjóða Hvít-Rússa, sem telja að sögn löngu tímabært að þrengt sé að svokölluðum „veskjum“ Lukashenko.

Sendiherrar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á fundi í Brussel nú í byrjun maí til þess að ræða nýjar og hertari efnahagsþvinganir gegn Rússum og Hvítrússum. Enn einu sinni var þar tekin fyrir tillaga um að íslenski kjörræðismaðurinn í Hvíta-Rússlandi, Aleksander Moshensky, yrði settur á lista yfir einstaklinga sem beittir yrðu viðskipta- og ferðaþvingunum af hálfu ESB.

Verklagið innan ESB við setningu viðskiptaþvingana er þannig að algjöran samhljóm þarf meðal aðildarríkjanna 27 til að hægt sé að bæta einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum á svartan lista sambandsins. Í því felast enda mjög íþyngjandi aðgerðir, svo sem eins og bann við ferðum viðkomandi inn á áhrifasvæði ESB, auk þess sem blátt bann er lagt við því að einstaklingar eða fjármálastofnanir stundi viðskipti við viðkomandi.

Eins og Stundin hefur fjallað um hefur á þessum vettvangi ESB ítrekað verið lagt til að Moshensky og fyrirtæki hans verði látin sæta viðskiptaþvingunum, vegna tengsla hans og stuðnings við stjórn einræðisherrans Aleksander Lukashenko. Íslensk stjórnvöld hafa verið sögð hafa beitt sér fyrir því að Moshensky yrði ekki beittur slíkum aðgerðum, þó því hafi verið neitað. Þó er vitað að íslensk stjórnvöld hringdu hátt í þrjátíu símtöl til ESB-ríkja eftir að Moshensky viðraði áhyggjur sínar af því að vera í sigti ESB í árslok 2020.

Tíu þjóðir lögðu tillöguna fram

Nú í byrjun maí var ólígarkinn Moshensky enn einu sinni til umræðu, þegar sendiherrar ESB komu saman til að ræða 6. pakka efnahagsþvingana gegn Rússum og Hvítrússum, samkvæmt viðmælendum Stundarinnar sem þekkja til viðræðnannna. Evrópskur diplómat sem tók þátt í undirbúningi þeirra lýsti því þannig í samtali við Stundina að tillaga um að Moshensky yrði bætt á listann hefði verið lögð fram af hópi tíu þjóða, eftir að litáíska utanríkisráðuneytið lagði nafn hans fram.

Rökin voru eins og áður þau að tengsl Moshensky við Lukashenko hefðu nýst báðum til að styrkja völd sín og auð. Moshensky væri stuðningsmaður Lukashenko og styrkti þar með völd hans í landinu, á kostnað almennra borgara og lýðræðis, en í staðinn hefði Moshensky fengið að auðgast gríðarlega í skjóli Lukashenko í hinu miðstýrða efnahagskerfi Hvíta-Rússlands og atvinnulífi sem ætti allt sitt undir velvild Lukashenko.

Auk Litáa mæltu Lettar, Eistar, Danir, Pólverjar, Tékkar, Hollendingar, Rúmenar, Írar og Grikkir fyrir tillögunni um að beita Aleksander Moshensky viðskiptaþvingunum af hálfu ESB-ríkjanna. Allar þessar þjóðir teljast til vinaþjóða Íslendinga. Samkvæmt frásögn heimildarmanna Stundarinnar virtist sem hinar 17 aðildarþjóðir sambandsins stæðu allar með tillögunni. 

Ungverjar vörðu Moshensky 

„Það kom auðvitað svolítið á óvart þegar sendiherra Ungverjalands lýsti því yfir að Ungverjar gætu ekki sætt sig við að Moshensky yrði á listanum,“ sagði evrópskur diplómati í samtali við Stundina. Hann vildi ekki að nafn hans kæmi fram þar sem viðræður sendiherrahópsins séu haldnar fyrir luktum dyrum.

„Þetta vakti talsverða reiði á fundinum og pólski sendiherrann spurði kollega sinn frá Ungverjalandi að því hvers vegna hann legðist gegn tillögunni um Moshensky og hvaða hagsmuni Ungverjar hefðu af því að halda honum utan aðgerðanna,“ sagði viðmælandi Stundarinnar, sem sagði að fátt hefði verið um svör frá ungverska sendiherranum og fljótlega hefði orðið ljóst að ákvörðun Ungverja yrði ekki haggað.

Frásögn diplómatans rímar við frásagnir annarra viðmælenda Stundarinnar sem þekkja til viðræðnanna. Eftir því sem þeir hafa lýst vakti afstaða Ungverjanna reiði meðal fleiri þjóða. „Eistarnir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði annar viðmælandi við Stundina. Eystrasaltsþjóðirnar og Pólverjar lögðu að sögn áherslu á að rökin fyrir því að bæta Moshensky á listann væru innrásinni í Úkraínu í raun óviðkomandi. Heldur byggðu þau fyrst og fremst á stöðunni eins og hún væri og hefði verið innan Hvíta-Rússlands til fjölda ára.

„Það er ekkert sem bendir til þess að Moshensky sé að fjarlægjast eða eða reyna að fjarlægja sig Lukashenko, nema síður sé,“ sagði diplómatinn sem kom að viðræðunum, í samtali við Stundina. Hann sagði það lykilatriði að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart þeim fámenna hópi sem auðgast hefði undir verndarvæng einræðisherrans í skiptum fyrir stuðning við hann.  Athygli vekur að sú skoðun íslenskra stjórnvalda, að álita Moshensky ekki náinn bandamanna eða stuðningsmann Lukashenko, virðist í engu samræmi við mat stjórnvalda í nágrannaríkjum Hvíta-Rússlands, og meðal aðildarríkja ESB - utan Ungverjalands.

Vilja hertari aðgerðirGabrielus Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, vildi ekki tjá sig um kröfur stjórnvalda í Vilnius, þess efnis að Moshensky yrði beittur viðskiptaþvingunum vegna tengsla sinna við Lukashenko. Segir Litháa ætíð hafa talað fyrir hertari refsiaðgerðum vegna framgöngu stjórnvalda í Minsk.

Stundin sendi formlega fyrirspurn til Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, í ljósi þess að krafan um beitingu refsiaðgerðanna gegn Moshensky, var sögð kominn frá litháenskum stjórnvöldum. Í svari frá ráðuneyti hans er því hvorki játað né neitað, en vísað til þess að sökum yfirstandandi viðræðna um viðskiptaþvinganirnar, vilji ráðuneytið síður tjá sig um þær.

„Litháensk stjórnvöld hafa alltaf verið talsmenn þess að beita auknum þvingunum gegn rússneskum, en ekki síður hvít-rússneskum, stjórnvöldum.“

Moshensky svarar ekki 

Heimildir Stundarinnar herma að Moshensky hafi – líkt og áður – lagt í mikla vinnu ásamt lobbíistum á hans vegum við að reyna að koma í veg fyrir að til aðgerðanna kæmi. Stundin sendi Moshensky fyrirspurn um málið nokkrum dögum áður en blaðið fór í prentun, en svar hefur ekki borist. Í viðtali við Stundina föstudaginn 6. maí kvaðst Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ekki hafa upplýsingar um að nágranna- og vinaþjóðir Íslands hefðu krafist þess að Moshensky, sem er kjörræðismaður Íslands, yrði beittur refsiaðgerðum, en hann komist hjá þeim vegna mótmæla Ungverja.

Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað afhenda Stundinni nein gögn um samskipi ráðuneytisins við erlend ríki eða alþjóðastofnanir í tengslum við Moshensky og áhyggjur hans af því að hann yrði beittur refsiaðgerðum í árslok 2020. Ráðherra mun á næstunni svara fyrirspurn þingmanns Pírata sem óskað hefur eftir frekari upplýsingum um málið.

Þetta er í sjötta sinn sem bætt er í refsiaðgerðir ESB gagnvart Rússum og Hvítrússum frá því fyrstu sameiginlegu aðgerðirnar voru kynntar þann 23. febrúar síðastliðinn, eftir innrásina í Úkraínu. Hert var á aðgerðunum í tvígang fram að mánaðamótum í þeim mánuði og þann 2. mars ákvað Evrópusambandið að láta aðgerðirnar einnig ná til aðila í Hvíta-Rússlandi, vegna þeirrar aðstoðar sem stjórnvöld í Minsk veittu Rússum við innrásina.

ESB hefur þess utan sett á viðskiptaþvinganir gegn Hvít-Rússum með reglubundnum hætti frá árinu 2006. Eins og fram hefur komið í Stundinni hefur nafn Aleksander Moshensky, kjörræðismanns Íslands, ítrekað verið til umræðu í tengslum við þær aðgerðir, allt frá árinu 2011.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ólígarkinn okkar"
    Við þurfum ekki að leita til annara landa eftir slíkum. Olígarki er nafn á þeim sem hafa auðgast á að hafa fengið eignir ríkisins ódýrt eða gefins - eins og okkar sægreifar.
    0
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    ….en íslenks stjórnvöld?…ekki orð! Þau eru kannski líka alveg upptekin í þessari spillingu?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár