Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kosningapróf Stundarinnar er nú opið

Ít­ar­leg­asta kosn­inga­próf­ið sem í boði er fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022 býð­ur upp á grein­ingu á svör­um al­menn­ings og sigt­un á mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um.

Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
Kosningaprófið 2022 Frambjóðendur úr 25 sveitarfélögum svara spurningum um stefnumál í kosningaprófi Stundarinnar.

Ítarlegasta kosningaprófið sem í boði er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 hefur nú verið opnað á Stundinni. 

Þau sem taka prófið fá niðurstöður sem sýna hvaða flokkur og hvaða einstöku frambjóðendur eiga mesta samsvörun við afstöðu þeirra í hátt í 50 málefnum.

Meðal málefna sem spurt er út í eru flokkun á sorpi, útsvar, fasteignagjöld, bílastæðamál, lausaganga katta, almenningssamgöngur, lóðamál og dagvistunarmál. 

Áskrifendur Stundarinnar fá enn ítarlegri niðurstöður en áður. Þeir geta valið lykilatriði, það er að segja þær spurningar sem frambjóðendur verða svara eins og kjósandinn. Þá munu áskrifendur geta séð meðaltalssvörun allra kjósenda í sveitarfélaginu þegar tekin hafa verið nægilega mörg próf til að endurspegla þýðið, þótt athuga beri út frá aðferðafræðilegum forsendum að úrtakið er ekki af handahófi heldur samkvæmt sjálfvali.

Prófið gildir fyrir fjölmennustu sveitarfélög landsins, en stefnt er að því að smærri sveitarfélögum verði bætt við þar til íbúar í 25 sveitarfélögum hafa tækifæri til að nýta prófið.

Tilgangur prófsins er að auka gagnsæi í kosningunum, efla frambjóðendur með því að gefa þeim tækifæri til að kynna sig óháð fjárhagsstöðu og auðvelda almenningi að taka afstöðu út frá málefnum.

Fleiri valmöguleikum verður bætt við kosningaprófið eftir því sem nær líður sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 14. maí næstkomandi.

Þetta er í fimmta sinn sem Stundin stendur að kosningaprófi og er prófið þróað frá grunni af Stundinni.

Kosningapróf Stundarinnar má taka hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIL
    SVEINN INGI LÝÐSSON skrifaði
    Þetta próf er ekki að virka. Tók Helgafellssveit og Stykkishólmur. Þar koma engar niðurstöður
    0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Þetta próf er meingallað, nánast rugl og vitleysa.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Það besta og versta á kjörtímabilinu
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022

Það besta og versta á kjör­tíma­bil­inu

Borg­ar­full­trú­ar hafa mis­mun­andi sýn á það sem upp úr stóð á líð­andi kjör­tíma­bili, bæði gott og slæmt. Skoð­an­ir á því hvernig tókst til í vel­ferð­ar­mál­um eru þannig skipt­ar en ekki endi­lega eft­ir því hvort fólk sat í meiri- eða minni­hluta. Borg­ar­full­trú­ar í meiri­hluta telja sig ekki hafa stað­ið sig nægi­lega vel þeg­ar kem­ur að mál­efn­um fatl­aðs fólks. Frá­far­andi borg­ar­full­trúi brýn­ir næstu borg­ar­stjórn til að und­ir­búa borg­ina und­ir fram­tíð­ina.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár