Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kosningapróf Stundarinnar er nú opið

Ít­ar­leg­asta kosn­inga­próf­ið sem í boði er fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022 býð­ur upp á grein­ingu á svör­um al­menn­ings og sigt­un á mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um.

Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
Kosningaprófið 2022 Frambjóðendur úr 25 sveitarfélögum svara spurningum um stefnumál í kosningaprófi Stundarinnar.

Ítarlegasta kosningaprófið sem í boði er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 hefur nú verið opnað á Stundinni. 

Þau sem taka prófið fá niðurstöður sem sýna hvaða flokkur og hvaða einstöku frambjóðendur eiga mesta samsvörun við afstöðu þeirra í hátt í 50 málefnum.

Meðal málefna sem spurt er út í eru flokkun á sorpi, útsvar, fasteignagjöld, bílastæðamál, lausaganga katta, almenningssamgöngur, lóðamál og dagvistunarmál. 

Áskrifendur Stundarinnar fá enn ítarlegri niðurstöður en áður. Þeir geta valið lykilatriði, það er að segja þær spurningar sem frambjóðendur verða svara eins og kjósandinn. Þá munu áskrifendur geta séð meðaltalssvörun allra kjósenda í sveitarfélaginu þegar tekin hafa verið nægilega mörg próf til að endurspegla þýðið, þótt athuga beri út frá aðferðafræðilegum forsendum að úrtakið er ekki af handahófi heldur samkvæmt sjálfvali.

Prófið gildir fyrir fjölmennustu sveitarfélög landsins, en stefnt er að því að smærri sveitarfélögum verði bætt við þar til íbúar í 25 sveitarfélögum hafa tækifæri til að nýta prófið.

Tilgangur prófsins er að auka gagnsæi í kosningunum, efla frambjóðendur með því að gefa þeim tækifæri til að kynna sig óháð fjárhagsstöðu og auðvelda almenningi að taka afstöðu út frá málefnum.

Fleiri valmöguleikum verður bætt við kosningaprófið eftir því sem nær líður sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 14. maí næstkomandi.

Þetta er í fimmta sinn sem Stundin stendur að kosningaprófi og er prófið þróað frá grunni af Stundinni.

Kosningapróf Stundarinnar má taka hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIL
    SVEINN INGI LÝÐSSON skrifaði
    Þetta próf er ekki að virka. Tók Helgafellssveit og Stykkishólmur. Þar koma engar niðurstöður
    0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Þetta próf er meingallað, nánast rugl og vitleysa.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Það besta og versta á kjörtímabilinu
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022

Það besta og versta á kjör­tíma­bil­inu

Borg­ar­full­trú­ar hafa mis­mun­andi sýn á það sem upp úr stóð á líð­andi kjör­tíma­bili, bæði gott og slæmt. Skoð­an­ir á því hvernig tókst til í vel­ferð­ar­mál­um eru þannig skipt­ar en ekki endi­lega eft­ir því hvort fólk sat í meiri- eða minni­hluta. Borg­ar­full­trú­ar í meiri­hluta telja sig ekki hafa stað­ið sig nægi­lega vel þeg­ar kem­ur að mál­efn­um fatl­aðs fólks. Frá­far­andi borg­ar­full­trúi brýn­ir næstu borg­ar­stjórn til að und­ir­búa borg­ina und­ir fram­tíð­ina.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár