Bréfi með upplýsingum og áróðri um tengsl eiginmanns oddvita Sjálfstæðisflokkins, við Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfesti var dreift til sjálfstæðisfólks í aðdraganda prófkjörs flokksins í Reykjavík í mars. Dreifibréfið var meðal annars borið út í hús einhverra skráðra sjálfstæðismanna samkvæmt heimildum Stundarinnar. Það var óundirritað en í bréfinu vísar höfundur til sín sem sjálfstæðismanns.
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík fara fram 14. maí næstkomandi. Hildur Björnsdóttir var kjörin oddviti Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu, en fékk undir helming atkvæða, eða 49,2 prósent. Mótframbjóðandi hennar, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir fékk 37,1 prósent. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mun flokkurinn missa þrjá borgarfulltrúa og meirihlutinn í Reykjavík heldur velli.
Sagt að andstæðingar myndu nota tengslin
Eiginmaður Hildar heitir Jón Skaftason. Jón er lögfræðingur og hefur hann starfað fyrir fyrirtæki Jóns Ásgeirs um árabil. Hann var, þar til í lok mars, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Strengs, stærsta einstaka hluthafa fjárfestingarfélagsins SKEL, sem áður hét Skeljungur, auk þess að vera stjórnarformaður fasteignafélagsins Kaldalóns …
Athugasemdir (2)