Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fór í veislu og á fund flokksmanna en hundsaði bæjarstjórn

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sat fund og var gest­ur í veislu flokks­fé­laga sinna í Eyj­um, á sama tíma og hann hafði af­boð­að sig á fund með bæj­ar­yf­ir­völd­um. Seg­ir það ekki hluta af kosn­inga­bar­áttu að gagn­rýna meiri­hlut­ann og til­kynna um að sýslu­mað­ur verði áfram í Eyj­um á fundi flokks­manna. Bæj­ar­stjór­inn er hissa á ráð­herr­an­um en fagn­ar því ef enn einu sinni hef­ur tek­ist hef­ur að hrinda áform­um ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að leggja af embætti sýslu­manns í Eyj­um.

Fór í veislu og á fund flokksmanna en hundsaði bæjarstjórn
Spjallað við kokkinn Dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans á sælkerakvöldi Sjálfstæðismanna í Eyjum sunnudagskvöldið 1. maí. Ráðherrann mætti þangað og á opinn fund með sjálfstæðismönnum í hádeginu daginn eftir, en afboðaði sig á löngu boðaðan fund með bæjarráði Vestmannaeyja, sem átti að vera sama dag. Mynd: Facebook-síða Sjáflstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

„Það kom mér á óvart að sjá hann fagna því að falla frá eigin áformum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Stundina, um þá tilkynningu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að áfram verði sýslumaður í Eyjum.

Tilkynning birtist nokkuð óvænt mánudaginn 2. maí í viðtali við ráðherrann á vef Eyjafrétta, ásamt mynd af ráðherranum, aðstoðarmanni hans og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Ráðherrann hafði þá stuttu áður tilkynnt það á fundi með flokksfélögum sínum í Eyjum að ekki yrði hróflað við embætti sýslumanns í Eyjum. Löngu boðaður fundur ráðherrans með bæjarráði Vestmannaeyja, sem halda átti á sama tíma, hafði verið afboðaður stuttu áður.

Ráðherrann hafnar því að hafa með þessu verið að blanda sér í kosningabaráttuna í Eyjum, þar sem hans fólk situr nú í minnihluta, eftir klofning í flokknum við síðustu kosningar. 

„Ég var bara í öðrum erindagjörðum í Eyjum heldur en að hitta þau. Það er bara oft …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur V. Maack skrifaði
    þetta eru menn sem eru hættulegir þjóðinni Nú eru þeir að lesa Geirjóns skýrslua það á að taka þá þessu fólki sem tapaði í hruninu og mótmælti á vellinum okkar Sjálfsagt verður hólmsheiðin opin fyri þessa einstalinga Fjórmenningarnir eru góðir fullir og eða ófullir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár