„Það kom mér á óvart að sjá hann fagna því að falla frá eigin áformum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Stundina, um þá tilkynningu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að áfram verði sýslumaður í Eyjum.
Tilkynning birtist nokkuð óvænt mánudaginn 2. maí í viðtali við ráðherrann á vef Eyjafrétta, ásamt mynd af ráðherranum, aðstoðarmanni hans og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Ráðherrann hafði þá stuttu áður tilkynnt það á fundi með flokksfélögum sínum í Eyjum að ekki yrði hróflað við embætti sýslumanns í Eyjum. Löngu boðaður fundur ráðherrans með bæjarráði Vestmannaeyja, sem halda átti á sama tíma, hafði verið afboðaður stuttu áður.
Ráðherrann hafnar því að hafa með þessu verið að blanda sér í kosningabaráttuna í Eyjum, þar sem hans fólk situr nú í minnihluta, eftir klofning í flokknum við síðustu kosningar.
„Ég var bara í öðrum erindagjörðum í Eyjum heldur en að hitta þau. Það er bara oft …
Athugasemdir (1)