Fór í veislu og á fund flokksmanna en hundsaði bæjarstjórn

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sat fund og var gest­ur í veislu flokks­fé­laga sinna í Eyj­um, á sama tíma og hann hafði af­boð­að sig á fund með bæj­ar­yf­ir­völd­um. Seg­ir það ekki hluta af kosn­inga­bar­áttu að gagn­rýna meiri­hlut­ann og til­kynna um að sýslu­mað­ur verði áfram í Eyj­um á fundi flokks­manna. Bæj­ar­stjór­inn er hissa á ráð­herr­an­um en fagn­ar því ef enn einu sinni hef­ur tek­ist hef­ur að hrinda áform­um ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að leggja af embætti sýslu­manns í Eyj­um.

Fór í veislu og á fund flokksmanna en hundsaði bæjarstjórn
Spjallað við kokkinn Dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans á sælkerakvöldi Sjálfstæðismanna í Eyjum sunnudagskvöldið 1. maí. Ráðherrann mætti þangað og á opinn fund með sjálfstæðismönnum í hádeginu daginn eftir, en afboðaði sig á löngu boðaðan fund með bæjarráði Vestmannaeyja, sem átti að vera sama dag. Mynd: Facebook-síða Sjáflstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

„Það kom mér á óvart að sjá hann fagna því að falla frá eigin áformum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Stundina, um þá tilkynningu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að áfram verði sýslumaður í Eyjum.

Tilkynning birtist nokkuð óvænt mánudaginn 2. maí í viðtali við ráðherrann á vef Eyjafrétta, ásamt mynd af ráðherranum, aðstoðarmanni hans og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Ráðherrann hafði þá stuttu áður tilkynnt það á fundi með flokksfélögum sínum í Eyjum að ekki yrði hróflað við embætti sýslumanns í Eyjum. Löngu boðaður fundur ráðherrans með bæjarráði Vestmannaeyja, sem halda átti á sama tíma, hafði verið afboðaður stuttu áður.

Ráðherrann hafnar því að hafa með þessu verið að blanda sér í kosningabaráttuna í Eyjum, þar sem hans fólk situr nú í minnihluta, eftir klofning í flokknum við síðustu kosningar. 

„Ég var bara í öðrum erindagjörðum í Eyjum heldur en að hitta þau. Það er bara oft …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Pétur V. Maack skrifaði
    þetta eru menn sem eru hættulegir þjóðinni Nú eru þeir að lesa Geirjóns skýrslua það á að taka þá þessu fólki sem tapaði í hruninu og mótmælti á vellinum okkar Sjálfsagt verður hólmsheiðin opin fyri þessa einstalinga Fjórmenningarnir eru góðir fullir og eða ófullir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár