Sló Will Smith raunverulega Chris Rock eða var atriðið sviðsett? Sumir töldu að hið síðarnefnda ætti við, þetta voru jú leikarar og áhorf á Óskarinn dalandi. Eitthvað hlaut akademían að gera. Sá galli var þó á að atriðinu var ekki sjónvarpað nema í Japan og klippt út í Bandaríkjunum. Þegar svo Will bað Chris afsökunar en var settur í tíu ára straff frá verðlaunahátíðinni mátti flestum vera ljóst að varla hafi þetta verið skipulagt.
Þessar vangaveltur eru svo sem sakleysislegar en aðrar álíka fá brátt á sig dekkri tón. Hvað með rússnesku fréttakonuna sem reis upp og mótmælti stríðinu í beinni? Var þetta ekki eitt allsherjarplott hjá Pútín til að sýna fram á að andóf væri þrátt fyrir allt til í Rússlandi? En einnig hér var klippt, og svo má velta því fyrir sér hvers vegna Pútín sé svo mikið í mun að sýna fram á að hans eigin fréttamenn …
Með einni jarðarför í einu.