Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, lagð­ist gegn því að trún­að­ar­ráð fé­lags­ins sendi frá sér álykt­un, þar sem hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar voru for­dæmd­ar. Fyrr­ver­andi formað­ur VR seg­ist hissa á því að formað­ur VR geti op­in­ber­lega stutt for­manns­fram­bjóð­anda í Efl­ingu, en ekki gagn­rýnt það þeg­ar hún segi upp fé­lags­mönn­um hans.

Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir
Svarar ekki Ragnar Þór fæst ekki til að svara því hvort hann fordæmi sjálfur ákvörðun Sólveigar Önnu og hennar fólks um að grípa til hópuppsagna gegn félagsmönnum í VR. Mynd: Heiða Helgadóttir

Formaður VR lagðist gegn því að trúnaðarráð VR samþykkti ályktun, þar sem nýkjörinn stjórn Eflingar var fordæmd fyrir þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins, á fundi síðastliðin miðvikudag. Tilllaga hans um að ályktuninni yrði vísað frá var samþykkt á fundinum. Formaðurinn telur að ályktun stjórnar VR, sem felur ekki í sér beina gagnrýni á stjórn eða formann Eflingar; þar sem „þungum áhyggjum“ var lýst af hópuppsögninni og „harmað“ að gripið hafi verið til þeirra.

„Formanninum virtist hins vegar mjög í mun að þetta fengist ekki rætt, lagði til og fékk ályktuninni vísað frá.“
Kristinn Örn Jóhannesson
fyrrverandi formaður VR og fulltrúi í trúnaðarráði

Í trúnaðarráði VR eiga sæti um 90 manns og á fundi þess síðastliðinn miðvikudag lagði hópur fólks fyrir fundinn ályktun þar sem framganga meirihluta stjórnar Eflingar, undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns, er fordæmd og sögð eiga sér fá fordæmi í vestrænum lýðræðisríkjum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (12)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Vel gert Ragnar!
    1
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Nú vantar bara að einhver í maí göngunni haldi á borða þar sem á stendur: "Fylgjandi hópuppsögnum (við vissar aðstæður)."
    0
  • Þór Saari skrifaði
    Þetta andóf gegn Sólveigu Önnu og Eflingu er greinilega pródúserað, líklega af Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins sem líklega hefur borið fé á þetta fólk. Það væri svo sem ekkert nýtt. Óhlýðin verkalýðsfélög hafa alltaf verið þyrnir í augum pólitískrar yfirstéttar og það er skrítið hvað fjölmiðlar spila með.
    6
    • Bjorn Hilmarsson skrifaði
      Bull og vitleysa, þetta er Pútin að kenna.
      -3
    • skrifaði
      Á hverju ertu? Ef sjallar tóku þátt í þessu máli þá var það svo sannanlega ekki til að gagnrýna getu fyrirtækja á Íslandi að ráðast í hópuppsögn til að lækka laun og kjör starfsfólks.
      1
  • Siggi Rey skrifaði
    Jæá það er auðséð hvar Stundin er í baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Stundinni ekki til uppdráttar nema síður sé.
    -1
  • Kristín Magnúsdóttir skrifaði
    3/4 stjórnar sammála Ragnari.
    3
    • Kristinn Örn Jóhannesson skrifaði
      3/4 Fundarmanna á trúnaðarráðsfundi og ekkert um það að segja.
      Ég hinsvegar trúi því að þessi könnun sé ágætis speglun á viðhorfum hins almenna félagsmanns í VR. Gjá milli forystu og félagsmanna?
      https://www.ruv.is/frett/2022/04/30/mikill-meirihluti-telur-hopuppsognina-orettlaetanlega
      2
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Það er auðséð með hverjum aðstandendur Stundarinnar halda í málefnum verkalýðshreyfingarinnar. En það kemur ekki á óvart úr þeirri borgaralegu krataeðlisátt.
    0
    • Garðar Garðarsson skrifaði
      Er eitthvað rangt í fréttinni?
      3
    • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
      má ekki segja frá?
      1
    • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
      Það þarf enginn að fara í grafgötur með að þessari grein H. Seljans er ætlað að rýra trúverðugleik Ragnars Ingólfssona og þá Sólveigar Önnu í leiðinni. Um sannleiksgildi einstakra atriða í greininni ætla ég mér ekki að dæma, en vona greinarhöfundur geir sér grein fyrir hvað hann vara að gera þegar hann setti þessa afurð sína saman. En allt um það, þá hefur ekki farið fram hjá mér sá ískaldi andi sem lagt hefir frá Stundinni í garð Sólveigar Önnu og þeirra sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í að vekja verkalýðshreyfinguna til dáða og freista þess að gera hana aftur að því sen hún var stofnuð til. Þessi vesældarlega afstaða Stundarinnar til róttækra baráttuafla í verkalýðshreyfingunni kemur mér svo sem ekki á óvart því ég tel mig vita úr hverju hún er gerð.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Baráttan um Eflingu

Trúnaðarmenn Eflingar:  Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst
FréttirBaráttan um Eflingu

Trún­að­ar­menn Efl­ing­ar: Sól­veig Anna fer með fleip­ur um að sam­komu­lag hafi náðst

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, fund­aði ekki sjálf með trún­að­ar­mönn­um starfs­manna á skrif­stofu Efl­ing­ar held­ur fól lög­manni stjórn­ar stétt­ar­fé­lags­ins að gera það. Trún­að­ar­menn mót­mæla því að um sam­ráð við þá hafi ver­ið að ræða við fram­kvæmd hópupp­sagn­ar starfs­manna Efl­ing­ar.
Hvað gerðist á skrifstofu Eflingar?
FréttirBaráttan um Eflingu

Hvað gerð­ist á skrif­stofu Efl­ing­ar?

Starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar lýsa van­líð­an og kvíða yf­ir mögu­leik­an­um á að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir verði aft­ur kjör­in formað­ur. Starfs­ánægjuk­ann­an­ir á skrif­stof­unni sýna hins veg­ar al­menna ánægju starfs­fólk allt síð­asta ár. Starfs­manna­fund­ur í októ­ber varð hins veg­ar til þess að 90 pró­sent starfs­manna fann fyr­ir van­líð­an. Stund­in rek­ur sög­una um átök­in inn­an Efl­ing­ar, sem virð­ast að­eins að litlu leyti hverf­ast um for­mann­inn fyrr­ver­andi.
Sólveig Anna er komin og krefst virðingar
ViðtalBaráttan um Eflingu

Sól­veig Anna er kom­in og krefst virð­ing­ar

„Ég fór inn með þá hug­mynd – sem eft­ir á að hyggja var mjög barna­leg – að ég gæti ver­ið bara næs og kammó og vin­gjarn­leg, til í að ræða mál­in og spjalla,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir sem reyn­ir nú að vinna aft­ur for­manns­stól­inn í Efl­ingu, stærsta stétt­ar­fé­lagi verka- og lág­launa­fólks á Ís­landi um inn­komu sína í verka­lýðs­bar­áttu. Fari svo að hún vinni ætl­ar hún sér að fá þá virð­ingu sem hún tel­ur embætt­ið eiga skil­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár