Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir þessi kaupsýslukona?
***
Aðalspurningar:
1. Hún lét til skamms tíma mjög til sín taka í ákveðnu Evrópulandi þar sem hún stundaði margvísleg fyrirsætustörf og fyrirtækjarekstur. Hvaða land var það?
2. Mjólkurfyrirtækið Arna hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir þróttmikla samkeppni sem fyrirtækið veitir risanum MS á mjólkurmarkaði. Hvar á landinu upphófst Arna?
3. Hvaða höfuðborg í Evrópu er í raun tvær eldri borgir samvaxnar, eins og nafn höfuðborgarinnar gefur raunar til kynna?
4. Hvað hét síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu?
5. En hvað hét sá leiðtogi sem kom á undan honum?
6. Árið 2014 varð eldgos á Íslandi og rann þá hraun yfir 85 ferkílómetra lands og er það mesta hraun sem runnið hefur á Íslandi síðan 1783. Hvað kallast þetta hraun?
7. Til samanburðar, þá er tiltekið náttúrufyrirbæri á Íslandi, af allt öðru tagi, líka því sem næst 85 ferkílómetrar. Þetta fyrirbæri er líka annars staðar á landinu, ekki allfjarri Reykjavík, og ég leyfi mér að fullyrða að allir hafi komið þangað. Hvað er þetta síðara 85 ferkílómetra náttúrufyrirbæri?
8. En hraunið víðáttu mikla sem rann 1783, úr hvaða eldstöð kom það?
9. Hver hélt niðri í sér andanum í tveimur áramótaskaupum í röð?
10. Í tilteknu frægu leikriti ávarpar aðalsöguhetjan hauskúpu með nafni, enda þekkti hetjan hauskúpuna meðan enn var á henni hold. Hvað hét karlinn sem átti þessa hauskúpu?
***
Seinni aukaspurning:
Hvar má sjá konuna hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Búlgaríu.
2. Bolungarvík.
3. Búdapest.
4. Gorbatjov.
5. Térnenkó.
6. Holuhraun.
7. Þingvallavatn.
8. Lakagígum.
9. Villi Netó.
10. Jórik, Yorick.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Ásdís Rán.
Konan á neðri myndinni er úr Game of Thrones-sjónvarpsseríunni eða Game of Thrones.
Athugasemdir (1)