Eitt af því sem er mest spennandi fyrir áhugafólk um menntamál í Bretlandi er hve menntastefnur flokkanna endurspegla vel pólitíska hugmyndafræði þeirra. Þetta stingur í stúf við hefðina á Íslandi þar sem menntamál hafa sjaldan skipt sköpum í pólitískri umræðu, að minnsta kosti í þeim skilningi að ráða úrslitum um afdrif flokka í kosningum. Menntamálaráðherrar hafa verið misvirkir í starfi og sumir haft víðtæk áhrif á breytingastarf í skólum. En þessi áhrif hafa mest ráðist af persónulegum áhugaefnum og duttlungum þeirra, jafnvel einberum tilviljunum, samanber dæmið af því þegar Björn Bjarnason innleiddi „lífsleikni“ í skóla í lok 20. aldar eftir að hafa fengið hugljómun í spjalli við Erlu Kristjánsdóttur, lektor í KHÍ, í flugi frá Bandaríkjunum.
Ein umdeildasta hugmynd síðustu 75 ára í menntamálaumræðunni í Bretlandi er hin svokallaða „verðleikahugmynd“ (meritocracy). Saga þessarar hugmyndar, og pólitískir kollhnísar hennar, er lærdómsrík, bæði vegna þess að þeir afhjúpa vel hin …
Athugasemdir