Fyrri aukaspurning:
Hvar er myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Milli hvaða landa er Beringssund?
2. Hverrar þjóðar var Bering sá sem sundið er kennt við?
3. Fyrir hvaða flokk situr Sanna Magdalena Mörtudóttir í borgarstjórn Reykjavíkur?
4. Hvað heita fjöllin tvö við mynni Hvalfjarðar?
5. Hver skrifar reglulega barnabækur um hana Fíasól?
6. Á árunum 1960-75 átti tiltekinn erlendur reyfarahöfundur oftar en ekki söluhæstu bækurnar á Íslandi fyrir hver jól. Hvað hét hann?
7. Hvað heitir kýrin sem stundum birtist í Andrésblöðunum og er mikil vinkona Minní Músar?
8. Í hvaða kirkju í Reykjavík þjónar séra Davíð Þór Jónsson?
9. Aðeins einn Íslendingur spilar nú í ensku úrvalsdeildinni. Hvað heitir hann?
10. Og fyrir hvaða lið spilar hann?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða dýr er þetta? Almennt tegundarheiti dugar en þeir sem vita nákvæmlega af hvaða tegund dýrið er — það er að segja á íslensku — þeir fá lárviðarstig.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Milli Rússlands og Bandaríkjanna.
2. Danskur.
3. Sósíalistaflokkinn.
4. Esjan og Akrafjall.
5. Kristín Helga.
6. Alistair MacLean.
7. Klarabella.
8. Laugarneskirkju.
9. Jóhann Berg.
10. Burnley.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er kastalinn í Edinborg í Skotlandi.
Á neðri myndinni er kattalemúr. Lemúr dugar fyrir stigi, en kattalemúr fyrir lárviðarstigi.
Athugasemdir