Ég elska konuna sem vaxar af mér líkamshárin. Ég fer til hennar á snyrtistofu í Borgartúni af og til og læt hana fjarlægja öll hárin af líkamanum og við tölum um daginn og veginn á meðan ég ligg kviknakin á bekk sem er þakinn pappírsrúllu. Traustið er algjört, ég gef mig henni algjörlega á vald. Hún vaxar alltaf hárin af hökunni á mér í kaupbæti, þó ég hafi bara pantað vax að hnjám. Ég bið hana vandræðaleg afsökunar á hversu illa tilhöfð ég er og hún segist elskulega hafa séð þetta allt saman milljón sinnum. Við tölum um að þetta væri allt saman ekki jafn sársaukafullt ef ég kæmi oftar til hennar, en þegar ég rek upp sársaukavein lætur hún eins og hún taki ekki eftir því, alveg eins og þegar mamma greiddi úr mér hnútana þegar ég var lítil með greiðu.
Þegar ég rek upp sársaukavein lætur hún eins …
Athugasemdir