„Hópuppsagnir að nauðsynjalausu eru ekkert annað en aðför að réttindum launafólks og ganga gegn því sem verkalýðshreyfingin stendur fyrir: Atvinnu- og afkomuöryggi,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, á Facebook. Tilefnið er uppsögn stjórnar Eflingar á öllu starfsfólki stéttarfélagsins. „Við myndum fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum.“
Fréttir bárust af því í gærkvöldi að ný stjórn Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fararbroddi, hefði ákveðið að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins. Til stæði að endurskipuleggja reksturinn. Málið hefur vakið athygli en mikil átök hafa verið á skrifstofu stéttarfélagsins að undanförnu. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður félagsins seint á síðasta ári vegna þeirra en bauð sig fram að nýju og hlaut aftur kjör sem formaður.
„Við myndum fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum.“
Til umfjöllunar á vettvangi ASÍ
Drífa segir málið verði tekið upp á vettvangi Alþýðusambandsins og hvetur hún stjórnarmenn í Eflingu …
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum sem fylgist með að frá því Sólveig Anna tók við formennsku í fyrra sinnið og byrjaði sína einörðu baráttu hafa fjármálaöflin óttast hana eins og heitan eldinn. Það hefur verið róið að því öllum árum að grafa undan henni.
Nú er hún endurkjörin og bara síðan þá hafa allir séð að fyrri stjórn og margt starfsfólk skrifstofu hefur gert allt til að berjast vonlausri baráttu til að ófrægja hana og helst að draga eins og hægt er að hún fái að taka við.
Hún fékk ömurlegar móttökur þegar hún tók við og var ekki einu sinni boðin velkomin.
Það þarf afskaplega mikla bjartsýni til að ímynda sér að það verði starfhæft þarna nema byrja upp á nýtt. Ráða fólk á þeim forsendum að það fylgi stefnu stjórnarinnar.
Kona líttu þér nær ! það eru ekki nema ca. 2 mánuðir síðan að á milli 20 -30 manns var sagt upp störfum hjá Barnavernd Reykjavíkur vegna skipulagsbreitinga þá heyrðist ekkert í ykkur verkalíðsleiðtogunum, svo ég spyr hvað er svona merkilegt við þessar uppsagnir ?
Byltingin í Eflingu sem Sólveig stóð fyrir í fyrra skiftið ... át börnin sín ... því henni láðist að fyrirbyggja og loka smitleiðunum... svo þetta er eina rétt sem er í stöðunni. Og eðlilega óttast gamlir hundar um sitt... þegar þeir missa handgengna aðila sem þeir gátu notað.
Þið sjáið samanburðinn með samanburði á bankasölunni núna og áður... hér er spillingarkerfið að verja sig fyrir afleiðingum. Þar á bæ var aldrei tekið til og eftirlitsstofnanir jafn handónýtar og þegar bankarnir voru seldir fyrir áratugum.